Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 vissum því að honum mundu mæta miklar gæðakröfur frá neytendum og því kannski um ákveðinn próf- stein á þessa áfengislausu fram- leiðslu að ræða gagnvart okkar helstu fylgjendum. Þá fannst okkur augljóslega vanta áfengislausan val- kost í annars frábært framboð af jólabjórum hérlendis. Og þar sem Froðusleikir er óhefðbundinn jóla- Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Froðusleikir er þegar uppseldur hjá okkur og byrjaður að klárast í ákveðnum verslunum. Við erum að skoða hvort við náum ekki að fram- leiða meira fyrir hátíðirnar og von- um að allt smelli þar,“ segir Stur- laugur Jón Björnsson, brugg- meistari hjá Borg brugghúsi. Það fer vart fram hjá viðskipta- vinum matvöruverslana að úrval af áfengislausum bjór hefur aukist hratt að undanförnu. Nýjasta við- bótin er fyrsti íslenski óáfengi jóla- bjórinn. Hann kemur úr smiðju Borgar brugghúss og kallast Froðu- sleikir. Jólabjórar Borgar bera jafn- an nöfn hinna séríslensku jólasveina og Froðusleikir ku vera einn þeirra – þótt hann hafi ekki verið jafn áberandi í seinni tíð og þeir allra þekktustu. Sturlaugur segir í samtali við Morgunblaðið að hann og kollegar hans hafi lengi haft trú á því að nægur áhugi og markaður væri fyr- ir metnaðarfullum áfengislausum bjórum hér á landi. Af þeim sökum hafi Bríó verið kynntur til leiks síð- sumars að undangenginni langri þróun. Sala á Bríó hafi farið fram úr björtustu vonum. „Froðusleikir fylgir hér í kjölfarið og má segja að útgáfa hans hafi fjölþættan tilgang hjá okkur. Um er að ræða bjór í IPA-stíl, sem er einn allra vinsælasti bjórstíll handverks- bjóraðdáenda um allan heim. Við bjór, þannig séð, þá beinum við kastljósinu hér á utangarðsmenn í hópi utangarðsmanna – það er að segja þá fjölmörgu jólasveina sem eitt sinn voru partur af íslenskum jólasveinasögum en voru síðar skornir niður við samantekt Jó- hannesar úr Kötlum við gerð jóla- sveinakvæðanna. Einhver þarf að minnast þeirra.“ Ljósmynd/Hari Tímamót Sturlaugur Jón Björnsson hefur framleitt fyrsta óáfenga jólabjórinn og kallast hann Froðusleikir. Sturlaugur stoltur af því að gera fyrsta óáfenga jólabjórinn  Froðusleikir einn utangarðs- manna meðal ís- lenskra jólasveina Thorvaldsensfélagið hefur gefið út sitt árlega jólakort. Að þessi sinni prýðir kortið mynd eftir Sigrúnu Eldjárn og heitir „Ömmujól“. Allur ágóði af jólakortasölunni rennur ætíð til góðgerðarmála en eins og mörg undanfarin ár eru kortin nú til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Tekið er við pöntunum á Thor- valdsensbazar í síma 551-3509, á bazar@thorvaldsens.is eða á net- fangið sif.sigurvins@gmail.com. Kortin verða einnig til sölu í Smáralind í dag, 14. nóvember, líkt og um síðustu helgi. Pakki með 10 stykkjum kostar 1.500 kr. og pakki með 5 stk. af litlum kortum kostar 500 kr., að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Thorvaldsensfélaginu. Jól Svona lítur jólakort Thorvald- sensfélagsins út þetta árið. Jólakort Thorvald- sensfélags- ins 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.