Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Dominic Cummings, hinn umdeildi
stjórnandi baráttunnar 2016 fyrir því
að Bretar færu úr Evrópusamband-
inu (ESB), ætlar að hætta sem aðal-
ráðgjafi Boris Johnsons um næst-
komandi áramót, eða þegar Brexit
gengur endanlega í gegn, að sögn
breskra fjölmiðla.
Cummings, sem hefur þótt meiri
sundrari en sameiningarmaður, hafði
risið til mikilla áhrifa og valda innan
bresku ríkisstjórnarinnar. Hann
sagði breska útvarpinu BBC frá því
seint í fyrradag að nýlegar vanga-
veltur um hvort hann væri á förum
væru „tilbúningur“.
Meint valdabarátta á ríkisstjórnar-
heimilinu hefur komið fram í dags-
ljósið en Cummings vísaði til bloggs
frá í janúar sl. þar sem hann sagðist
verða „meira og minna atvinnulaus“
innan eins árs.
„Staða mín hefur ekki breyst frá
blogginu mínu í janúar,“ sagði
Cummings en háttsettur maður inn-
an stjórnarinnar sagði BBC að hann
myndi yfirgefa stjórnarheimilið,
Downingstræti 10, fyrir jól. Brottför
hans fellur saman við lok aðlögunar-
tíma Brexit-samningsins 31. desem-
ber, en þá losna Bretar endanlega
undan reglum og reglugerðum ESB
og hefja sjálfstætt líf utan sambands-
ins. „Hans verður saknað, en hvað
með það, við hefjum nýjan lífsfasa.
Ríkisstjórnir hafa alltaf þörf fyrir
fólk sem hristir upp í starfseminni
með nýjum hugmyndum. Hann er
slíkur náungi,“ sagði samgöngu-
ráðherrann Grant Shapps við frétta-
sjónvarpið Sky News í gær.
Pólitískt tjón
Cummings, torræður maður með
óhefðbundinn fatastíl, sem tekst á við
stjórnmálin eins og í bardaga, var út-
nefndur aðalráðgjafi Johnsons er
hann tók við völdum í Bretlandi í júlí í
fyrra, 2019. Honum er eignað stórt
hlutverk í kosningasigri Íhalds-
flokksins í desember sl., en ráðríki og
tíðir árekstrar við samstarfsmenn
eru sagðir hafa skapað viðvarandi
spennu á stjórnarheimilinu.
Hann kallaði yfir sig álitshnekki
fyrr á árinu með ferðalagi um Bret-
land í miðju stríði við kórónuveiruna.
Virtist ferðalagið brjóta gegn ströng-
um útivistarreglum sem hann tók
sjálfur þátt í að semja.
Cummings sýndi merki kórónu-
veirusmits á þessum tíma en konan
hans hafði sýkst. Hann réttlætti
ferðalagið með því að hann hefði
þurft valkosti vegna pössunar ungs
sonar þeirra hjóna. Málið blossaði
upp en almenningur og stjórnmála-
menn brugðust ókvæða við. Vísaði
hann á bug kröfum um afsögn og
Johnson stóð með sínum manni þrátt
fyrir að það hefði pólitískt tjón í för
með sér.
Cummings hefur síðan verið í fylk-
ingarbrjósti í stríði stjórnarinnar
gegn kórónuveirufaraldrinum. Er
hann sagður höfundur „tunglskots-
áætlunar“ hennar sem kveður á um
milljónir veiruprófa á dag svo ósýkt-
ur almenningur geti farið frjáls ferða
sinna. Á Downingstræti 10 hefur
dunið viðvarandi gagnrýni á miðstýr-
ingu baráttunnar gegn faraldrinum.
Hefur hann kostað rúmlega 50.000
manns lífið í Bretlandi – mesta
dauðsfall í Evrópu – og önnur sýking-
arbylgja rís nú hvað hæst og sýnir lít-
il merki um að í henni fari að sljákka.
Tækifæri til að breyta kúrs
Johnson hefur brugðist við aukn-
um sýkingum með fjögurra vikna út-
göngubanni í Englandi, við litlar vin-
sældir margra þingmanna Íhalds-
flokksins. Gamalreyndur þingmaður
Íhaldsflokksins, Bernard Jenkin,
sagði að með burtför Cummings gæf-
ist tækifæri til að endurreisa „virð-
ingu, heilindi og traust“ milli þing-
manna flokksins og stjórnar-
heimilisins sem „á hefði skort síðustu
mánuðina“.
Fréttin af brottför Cummings
kemur aðeins sólarhring eftir upp-
sögn Lee Cain, fjölmiðlafulltrúa for-
sætisráðherrans. Hann hefur verið
náinn samverkamaður Cummings og
var í framlínunni í baráttunni fyrir
úrsögninni úr ESB 2016. Minna fór
fyrir Cain sem boðin var staða starfs-
mannastjóra Johnsons. Sú tillaga
fékk lítinn hljómgrunn hjá mörgum
þingmönnum og innsta hring sam-
starfsmanna forsætisráðherrans.
Varð það til þess að Cain sagði starf-
inu upp.
Brottför þessara tveggja og dag-
legir sjónvarpaðir blaðamannafundir
þykja boða breyttar áherslur og tak-
tík hjá ríkisstjórn Johnsons. David
Lammy, þingaður Verkamanna-
flokksins, sem er í stjórnarandstöðu,
líkti brottförinni við „rottur sem
væru að strjúka af sökkvandi skútu“.
Hann sér ekki eftir Cummings því
hann sagði „arfleifð hans einkennast
af kúgunum, blekkingum, hræsni og
ofdrambi“.
Með hvarfi Cummings fellur tjald-
ið á róstusamt tímabil breskra
stjórnmála fyrir manninn sem átti
stóran þátt í að móta pólitíska fram-
tíð Bretlands. David Cameron, fyrr-
verandi forsætisráðherra, sagði hann
vera „geðvilling að ævistarfi“ og
hann hefur verið óvinsæll hjá mörg-
um þingmönnum Íhaldsflokksins.
Johnson fól honum að stýra stórtæk-
um áætlunum um nútímavæðingu
efnahagslífsins og opinberrar stjórn-
sýslu. Þau áform hafa fallið í skugga
kórónuveirufaraldursins.
Hinn 48 ára gamli Cummings
sparaði ekki lýsingarorðin er hann
lýsti eftir samverkamönnum til að
koma stóru áformunum á koppinn.
Ögraði hann embættismannakerfinu
er hann lýsti eftir „sérvitringum og
utangarðsmönnum“ í deild sína sem
„vísindanördar og „listamenn“
myndu knýja fram.
Brottfall í liði Boris Johnsons
Umdeildur hugmyndafræðingur Brexit-stefnunnar á förum Tækifæri til að endurreisa „virð-
ingu, heilindi og traust“ milli þingmanna og stjórnarinnar, segir reyndur þingmaður Íhaldsflokksins
AFP
Bretland Dominic Cummings og Cleo Watson, sem bæði eru ráðgjafar breskra stjórnvalda, koma til fundar í gær.
Innanríkisráðherrar Evrópusam-
bandsríkjanna samþykktu í gær að
efla öryggi með því að þétta ytri
landamæri sambandsins. Ennfrem-
ur samþykktu þeir að herða
þumalskrúfur þeirra sem dreifa
öfgafullu ofbeldisefni á veraldar-
vefnum.
Ráðherrarnir komu saman í
framhaldi af nýlegum ódæðisverk-
um í Frakklandi og Austurríki til
þess að auka og efla samstarf og
eftirlit sambandsríkjanna með um-
svifum hryðjuverkamanna.
„Við ítrekum þann ásetning okk-
ar að gera allt sem hægt er til að
vinna gegn hryðjuverkaógninni og
hinum skelfilegu afleiðingum henn-
ar,“ sagði í yfirlýsingu ráð-
herranna sem gefin var út þegar
akkúrat fimm ár upp á dag voru
liðin frá hryðjuverkaárásum í Par-
ís sem kostuðu 130 manns lífið.
Ráðherrarnir sögðust vona að
fyrir næstkomandi áramót yrði bú-
ið að samþykkja ný lög um eftirlit
með dreifingu efnis á veraldar-
vefnum sem ætti að bjóða upp á
mun hraðvirkari viðbrögð gegn
hryðjuverkahættunni.
„Markmiðið er að gera kleift að
mæla fyrir um lokun heimasíðna
með ofbeldisefni innan við klukku-
stund eftir að þess verður vart,“
sögðu ráðherrarnir. Með því væri
fengið fljótvirkt og skilvirkt vopn
til gagnhryðjuverkastarfsemi. Þeir
samþykktu einnig að byggður yrði
upp samevrópskur öryggisgagna-
grunnur.
„Yfirvöld þurfa að vitja hverjir
koma inn á Schengen-svæðið og
hverjir eru þar á ferð,“ sagði þýski
innanríkisráðherrann.
agas@mbl.is
AFP
Hryðjuverk Fimm ár eru frá mann-
skæðum hryðjuverkum í París.
Þétta landamæri
sambandsins
Vilja vinna gegn hryðjuverkaógninni