Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Skreytingar Jólalegt er orðið um að litast á Skólavörðustíg, þar sem Hallgrímskirkja gnæfir yfir. Eggert Það tók færustu vís- indamenn heims níu ár að þróa bóluefni gegn mislingum, eftir að veiran sem olli sjúk- dómnum var einangruð um miðja síðustu öld. Tilraunir og rannsóknir með bóluefni gegn löm- unarveiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Bandaríkj- unum árið 1955. Í því samhengi þykir kraftaverki líkast að bóluefni gegn Covid-19 sé væntanlegt innan fárra vikna, rúmlega ári eftir að fyrstu fréttir bárust af dularfullum veiru- sjúkdómi sem síðar varð að heimsfar- aldri. Bóluefnið virðist jafnframt vera óvenju öflugt og rannsóknir sýna virkni langt umfram væntingar. Enginn hefur áður bólusett heimsbyggðina Fréttirnar hafa sannarlega blásið heimsbyggðinni bjartsýni í brjóst og nú þykir raunhæft að sigrast á sjúk- dómnum sem kostað hefur 1,3 millj- ónir mannslífa. Sigur í þeirri baráttu er þó ekki unninn og næstu mánuðir verða erfiðir. Frekari rannsóknir og gagnasöfnun er nauð- synleg, sem vonandi styður við fyrstu niður- stöður af töfraefninu góða. Í framhaldinu þarf að framleiða efnið í miklum mæli, dreifa því og bólusetja svo til sam- tímis heimsbyggðina alla. Slíkt hefur ekki verið gert áður. Varfærin bjartsýni en mikil áhrif á fjár- málamarkaði Viðbrögðin við bóluefna-fréttunum voru mikil, þótt ýmsir hafi hvatt til varfærinnar bjartsýni. Þýsk- tyrknesku hjónin sem leiða vísinda- starfið fögnuðu fréttunum með bolla af tyrknesku tei og áréttuðu af yfir- vegun, að enn væri mikið starf óunn- ið. Fjármálamarkaðir tóku hins vegar hressilega við sér og verðbréfa- vísitölur sveigðust bratt upp á við. Hlutabréf hækkuðu mikið í fyrir- tækjum sem verst hafa orðið úti í heimsfaraldrinum – t.d. flug- og ferðafélögum – og jákvæðir straumar kvísluðust um allt samfélagið, meðal annars inn í hagvaxtarspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD). Nú spáir stofnunin því að hagvöxtur á næsta ári verði 7%, eða 2% hærri vegna tilkomu bóluefnisins, eftir sögulegan samdrátt, með til- heyrandi atvinnumissi sem vonandi snýst við á árinu 2021. Markviss viðbrögð og varnarsigur Þegar óheillaaldan skall á Íslandi sl. vetur mátti öllum vera ljóst að framundan væru miklir erfiðleikar. Þúsundir starfa töpuðust og stönd- ugur ríkissjóður þurfti að taka á sig dæmalausar byrðar til að tryggja inn- lenda hagkerfinu súrefni. Sumir báru þá falsvon í brjósti að ástandið myndi aðeins vara í nokkrar vikur, en eins og ég nefndi í samtali við Morg- unblaðið í byrjun apríl hlaut bóluefni að vera forsenda þess að opnað væri fyrir flæði fólks til og frá landinu. Við- brögðin við viðtalinu voru sterk og einhverjum þótti óvarlega talað af minni hálfu, þótt veruleikinn blasti við öllum og spáin hefði síðar raun- gerst. Tilraunir stjórnvalda til að örva ís- lenska hagkerfið hafa heppnast vel. Umfangsmikill stuðningur við fólk og fyrirtæki hefur minnkað höggið af niðursveiflunni og fjármunir sem áð- ur fóru úr landi verið notaðir innan- lands. Verslun af ýmsu tagi hefur blómstrað, spurn eftir þjónustu iðn- aðarmanna verið sögulega há og hreyfing á fasteignamarkaði mikil. Innlend framleiðsla hefur gengið vel og með auknum opinberum fjárveit- ingum til nýsköpunarverkefna, menningar og lista hefur fræi verið sáð í frjóan svörð til framtíðar. Krefj- andi og fordæmalausir tímar hafa því ekki eingöngu verið neikvæðir, þótt vissulega eigi margir um sárt að binda vegna atvinnumissis, veikinda og jafnvel dauðsfalla af völdum veir- unnar. Hugur minn er hjá þeim og ég vona að viðsnúningurinn sem blasir nú við færi þeim gæfu. Ísland hefur tryggt sér bóluefni Baráttunni við kórónuveiruna er ekki lokið. Öll hagkerfi heimsins eru löskuð eftir ár mikilla efnahagsáfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frumkvöðla, fjár- festa og ferðamanna, þar sem mark- miðið er að skapa velsæld fyrir þegn- ana. Fremst í verkefnaröðinni er þó að tryggja heilbrigði fólks, sem er for- senda þess að líf færist aftur í fyrri skorður. Líkt og annars staðar er undirbúningur bólusetningar hafinn hérlendis, þar sem forgangshópar hafa verið skilgreindir og skipulag er í vinnslu. Ísland hefur tryggt sér að- gang að ofangreindu bóluefni, en jafn- framt verður áhugavert að fylgjast með þróun tveggja til þriggja annarra bóluefna sem eru álíka langt komin í þróunarferlinu og efnið sem vakið hefur athygli undanfarna daga. Mesta öldurótið er næst landi Á undanförnum níu mánuðum hef- ur þjóðin sýnt mikla seiglu og sam- hug. Siglingin hefur verið löng og ströng, en nú sjáum við til lands og getum leyft okkur að líta björtum augum fram á við. Við slíkar aðstæður er brýnna en orð fá lýst að halda ein- beitingunni, enda veit fiskiþjóðin að brimið er mest næst landi – þar sem blindsker geta gatað þjóðarskútuna og valdið ómældu tjóni ef ekki er farið varlega. Það látum við ekki gerast, heldur ætlum við að standa saman og muna að leikinn þarf að spila til enda. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Líkt og annars stað- ar er undirbúningur bólusetningar hafinn hérlendis, þar sem for- gangshópar hafa verið skilgreindir og skipulag er í vinnslu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Von kviknar með bóluefni Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu hugsum ekki bara um það sem eitt atvinnu- svæði, heldur í raun sem eitt búsetu- og þjónustusvæði. Á höf- uðborgarsvæðinu er fjölbreytt atvinnulíf, menningarlíf og mann- líf sem við öll njótum, þvert á hreppamörk. Við nýtum líka útivistarsvæðin saman. Reykvíkingar eða Garðbæingar stoppa ekki við bæjarmörkin í Heiðmörk og segja „hingað og ekki lengra“. Sveitarfélögin sem hér eru þurfa að taka stærri skref til þess að koma til móts við þenn- an veruleika. Það eru mörg sóknarfæri í slíku samtali, bæði fyr- ir íbúa og atvinnulífið. Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu í gær lagði ég til að byrjað yrði á að skoða hvernig sveit- arfélögin geti aukið þjónustu við íbúa og opnað þau gæði sem við þeg- ar bjóðum fyrir fleirum með því að bjóða upp á aðgangskort, þvert á sveitarfélög, fyrir sundlaugar, menningarhús og bókasöfn. Höfuðborgarkort Höfuðborgarbúar njóta nú þegar menningar og sundlauganna þvert á sveitarfélög og geta fengið bækur lánaðar á milli bókasafna í gegnum bókasafnakerfið Leitir. En þeim er ekki gert auðvelt fyrir. Ég hef trú á að fleiri myndu kaupa aðgangskort sem myndi gilda fyrir allt höfuð- borgarsvæðið, frekar en einungis í einu sveitarfélagi. Með slíkri sam- vinnu erum við augsýnilega að auka þau gæði sem í kortunum felast. Fyrir svona samvinnu þarf ekki að ganga mjög langt. Það þarf ekki að sameina öll sveitarfélögin í eitt risa- sveitarfélag, þar sem hátt í tveir þriðju íbúa landsins myndu búa. Það þarf ekki heldur að stofna enn eitt byggðasamlagið með stjórnum og flókinni stjórnsýslu. Rekstur sundlauganna, menningarhúsanna og bókasafnanna yrði enn í höndum hvers sveit- arfélags fyrir sig. Það eru fordæmi fyrir sundlaugar Við höfum fordæmi fyrir samstarfi á öllum þessum sviðum. Mörg sveitarfélög hafa t.a.m. gert samning við eina líkamsræktarstöð og hafa korthafar hennar einnig aðgang að sund- laugum, þvert á sveit- arfélög. Ef hægt að gera slíkan samning við einkaaðila, þá hljóta sveitarfélögin líka að geta gert samstarfs- samning sín á milli. ... og menningarhús Það er verið að skoða stofnun áfangastofu fyrir höfuðborg- arsvæðið samkvæmt sóknaráætlun SSH og nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkur. Góð reynsla er af því að bjóða upp á eitt „borgarkort“ fyrir ferðamenn, þar sem innifalinn er aðgangur að öllum menningarhúsum Reykjavíkur, sem hægt væri að útvíkka fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Slíkt samstarf væri hægt að útvíkka enn frekar til að ná líka til íbúa höfuðborgarsvæð- isins. ... og bókasöfn Bókasöfnin okkar eru að þróast í takt við nýja tíma og bjóða upp á mun meira en bara bækur. Bóka- söfnin eru að verða staðir til að koma saman, skapa, grúska, halda fundi og læra eitthvað nýtt. Það er ekkert sem segir að þau sem nýta sér þess- ar þjónustu bókasafnanna, eins og saumaklúbbar eða vinahópar, þurfi að búa í sama sveitarfélagi. Með því að opna þessi aðgang- skort, þvert á sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, er hægt að ein- falda líf íbúa, auka valfrelsi þeirra og bæta upplifun. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur » Á aðalfundi Ssh í gær lagði ég til aukna þjónustu við íbúa með að- gangskortum, þvert á sveit- arfélög, fyrir sundlaugar, menningarhús og bókasöfn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Innan þjónustusvæðis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.