Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
✝ Bárður Guð-mundsson
fæddist 10. apríl
1964 á Landspít-
alanum í Reykja-
vík. Hann lést 7.
nóvember 2020 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Foreldrar hans
eru Guðmundur
Sigfússon, f. 27.
ágúst 1921 á Arnheiðarstöðum
í Fljótsdal, d. 26. desember
1978, og Ester Guðlaugsdóttir,
f. 9. mars 1931 í Vík í Mýrdal.
Systkini Bárðar eru þrjú: 1.
Guðlaugur, f. 1949, sambýlis-
kona hans er Ásta Hallsdóttir.
Dóttir þeirra er Ester, f. 1989.
Sonur Ástu er Ágúst Atli, f.
ásamt móður sinni alla tíð.
Hann vann hjá Ullarstöðinni í
Vík um árabil auk þess sem
hann vann við sláturtíð á
haustin í Vík. Einnig fór Bárð-
ur á vertíð til Hafnar í Horna-
firði ásamt bræðrum sínum
Guðlaugi og Sigfúsi. Þegar
Bárður var ungur maður fór
að bera á andlegum veikindum
sem varð til þess að hann datt
út af vinnumarkaði, nú undir
lok lífskeiðs hans hefur hann
barist við krabbamein.
Útför Bárðar fer fram frá
Víkurkirkju í dag, 14. nóv-
ember 2020, og hefst hún kl.
13. Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu verða einungis nán-
ustu aðstandendur viðstaddir
útförina. Streymt verður frá
útförinni á facebookslóðinni:
Víkurprestakall í Suðurpró-
fastsdæmi.
Stytt slóð á útför:
https://tinyurl.com/y57esk68
Virkan hlekk á slóð má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
1976. 2. Guðbjörg,
f. 1950, fyrrver-
andi eiginmaður
hennar er Bjarni
Jón Matthíasson,
f. 1953, d. 2020.
Dóttir þeirra er
Ester Elín, f.
1972, sambýlis-
maður hennar er
Björgvin Rún-
arsson. Dóttir
Esterar er Elva
Ösp, f. 1999. Faðir hennar er
Helgi Örn Frederiksen, f.
1971, d. 2000. Sonur Esterar
er Sólon Tumi, f. 2010. Faðir
hans er Steinar Orri Sigurðs-
son. 3. Sigfús, f. 1959, d.
2014.
Bárður ólst upp í Vík í
Mýrdal og var búsettur þar
Elsku Bárður minn.
Við höfum verið saman alla
okkar tíð og því er sárt að
þurfa að kveðja þig elsku
drengurinn minn. Við áttum
einstakt samband sem ein-
kenndist af mikilli hlýju og
mikilli ást. Þú varst mjög fal-
legt barn og alla tíð varstu fal-
legur að innan sem utan. Þú
barst mikinn húmor og gátum
við hlegið mikið saman og þá
sérstaklega þegar þú hermdir
eftir þjóðþekktum einstakling-
um. Þú veiktist á unga aldri og
núna af krabbameini. Þú hefur
verið einstaklega duglegur og
sýnt mikinn styrk í veikindum
þínum. Ég gisti hjá þér á spít-
alanum í nokkrar nætur og átt-
um við yndisleg samtöl inn á
milli þess sem þú svafst. Ég
veit að Sigfús okkar og pabbi
þinn taka vel á móti þér elsku
drengurinn minn. Ég mun
sakna þín sárt og ég mun elska
þig að eilífu.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þín,
mamma.
Elskulegi kæri bróðir minn.
Ég man þegar þú varst lítill í
kerrunni þegar ég fékk að
keyra þig um hvað ég var
montin af litla fallega bróður
mínum. Þú varst bæði hjálp-
samur og gjafmildur og hefur
þú hjálpað mér mikið og fyrir
það verð ég þér ævinlega þakk-
lát. Æðruleysið og hugrekkið
var mikið í veikindum þínum og
er ég mjög hreykin af þér elsku
bróðir. Ég elska þig.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan
geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt
er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái
skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar
heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr,
og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Þín systir,
Guðbjörg.
Elsku bróðir og vinur.
Þú varst svo miklu meira en
bróðir minn, þú varst fyrst og
fremst mikill vinur minn og
reyndist mér alltaf með ein-
dæmum vel. Ég er svo þakk-
látur að hafa eignast þig sem
litla bróður minn og fá að fylgja
þér í gegnum lífið. Við eigum
margar góðar minningar saman
við bræðurnir og ylja þær mér
mikið þegar ég hugsa um þig.
Mér er það minnisstætt þegar
þú eignaðist fyrsta bílinn þinn
en alltaf hugsaðir þú vel um bíl-
ana þína og voru þeir alltaf
hreinir. Við ásamt Fúsa fórum
saman á vertíð á Hornafirði og
var ýmislegt brallað þar. Við
fórum saman á Þjóðhátíð og
seint mun ég gleyma því er þú
barst stóra bróður í sófa í Daln-
um og höfum við oft minnst á
þetta í gegnum tíðina. Elsku
bróðir, þú hefur komið mér á
óvart í veikindum þínum, hversu
æðrulaus þú hefur verið og stað-
ið þig eins og hetja. Ég var hjá
þér þegar kallið að handan kom
og ég veit að bróðir okkar og
pabbi okkar hafa tekið fallega á
móti þér. Við Guðbjörg systir
hugsum áfram vel um mömmu
okkar. Kveð þig í bili minn kæri,
leyndarmálin geymi ég hjá mér.
Þinn bróðir,
Guðlaugur (Gulli).
Elsku Bárður frændi, það er
erfitt að kveðja. En það sem ég
er þakklát fyrir að er að hafa
haft þig í mínu lífi alla tíð og
gæsku þína við börnin mín. Það
var dýrmætt að finna og ekki
sjálfgefið. Í hvert skipti sem ég
talaði við þig í síma eða hitti þig
fann ég svo sterkt til væntum-
þykju og virðingar í minn garð.
Við höfum átt margar stundir
saman sér í lagi upp á síðkastið.
Ég er svo stolt af þér hvernig
þú tókst á við verkefnið þitt, af
skynsemi, æðruleysi og sýndir
ótrúlegan styrk. Margt af hjúkr-
unarfólkinu sem annaðist þig
hefur komið að orði við mig og
sagt: „Mikið er hann frændi
þinn yndislegur maður, svo
þakklátur fyrir allt.“ Þetta er
eitt af því sem einkenndi þig,
þakklæti. Þú varst líka senni-
lega einn af traustustu hlust-
endum Rásar 2, máttir helst
ekki missa af neinum fréttatíma,
hringdir stundum til að senda
„bestu kveðjur “ til fólksins. Það
var stutt í húmorinn og þú hafð-
ir gaman af að herma eftir
áhugaverðu fólki og hlusta á
góða tónlist. Ég kveð þig, elsku
kallinn minn, með fullt hjarta af
góðum minningum og þakklæti.
Og mundu að ég elska þig. Þín
Ester Elín.
Elsku Bárður.
Þú varst alltaf svo gjafmildur,
góður og almennilegur við okk-
ur systkinin. Tókst svo vel á
móti okkur þegar við komum í
heimsókn á Víkurbrautina þar
sem spjallað var um allt á milli
himins og jarðar við eldhúsborð-
ið og við gæddum okkur á kök-
unum hennar langömmu. Ekki
má gleyma húmornum en þú
varst afar duglegur að sjá það
spauglega í hlutunum og grín-
aðir og hermdir eftir hinum og
þessum sem vakti alltaf jafn
mikla lukku, enda einstaklega
orðheppinn. Væntumþykjan í
okkar garð skein í gegn og fór
ekki fram hjá okkur.
Við þökkum fyrir samveru-
stundirnar og minnumst þeirra
með hlýhug í hjarta, við söknum
þín og elskum, elsku Bárður
frændi.
Elva Ösp Helgadóttir og
Sólon Tumi Steinarsson.
Elsku besti Bárður frændi
minn,
Mikið afskaplega er ég stolt
af því að vera frænka þín enda
varstu alltaf svo einstaklega
góður við mig og alla tíð hef ég
fundið mikla væntumþykju frá
þér. Þú hefur verið svo ótrúlega
stór hlekkur í mínu lífi og þú
hefur haft mikil áhrif á mitt líf
og ég er svo þakklát fyrir okkar
góðu stundir í gegnum tíðina.
Allar góðu æskuminningar mín-
ar tengjast Víkurbrautinni hjá
ykkur ömmu og Fúsa en þar var
ég dekruð í drasl af ykkur öllum
og þá sérstaklega af ást og um-
hyggju. Þar varst þú mjög nat-
inn við að sýna mér upptekið
sjónvarpsefni eins og til dæmis
Nonna og Manna. Þú hafðir
mikla unun af tónlist og þú
kenndir mér að meta Bubba
enda varstu aðdáandi hans núm-
er eitt. Það var alltaf kveikt á
útvarpinu hjá þér og fylgdist þú
mikið með fréttum og því gat ég
alltaf treyst á þig með hvað
væri að frétta. Þú fylgdist einn-
ig náið með veðurfregnum og
gast alltaf upplýst mig um veðr-
ið fram undan. Þú hringdir
mjög reglulega í mig og þér var
alltaf umhugað um mig og vildir
mér alltaf það allra besta. Síð-
asta daginn þinn vorum við
pabbi saman hjá þér og þú
baðst mig um fjarstýringuna
sem ég lét í hendurnar á þér og
sofnaðir þú vært í kjölfar þess.
Ég kvaddi þig þá og sagði við
þig eins og alltaf að ég elska
þig. Seinna sama daginn rétt
fyrir miðnætti kom kallið að
handan og kvaddir þú í hinsta
sinn að pabba viðstöddum. Við
amma komum saman um nótt-
ina til þín og kvöddum við þig
elsku kallinn minn. Kyrrðin yfir
þér var mikil en hvíldin var
kærkomin eftir erfið veikindi.
Ég er svo stolt af þér og styrk
þínum í gegnum veikindi þín
alla tíð. Ég veit þið Fúsi eruð
saman komnir og eflaust farnir
að sprella saman. Ég sakna þín
strax og ég mun heiðra minn-
ingu þína um ókomin ár. Ég lofa
þér því að ég mun passa elsku
ömmu vel en ég veit að miss-
irinn er mikill fyrir hana að
missa þig, elsku drenginn henn-
ar. Hvíldu í friði elsku frændi
minn.
Þín frænka,
Ester Guðlaugsdóttir.
Að lokinni göngu
lagst er til hvílu.
Dagur að kveldi kominn.
Í dag er kvaddur góður vinur
langt um aldur fram.
Á lífsgöngunni kynnist maður
mörgum, sumir staldra stutt við,
leiðir liggja saman um stund en
aðrir dvelja lengur við. Besta
vináttan er sú sem endist ævina
út, hvort sem leiðir liggja saman
eður ei en þegar hist er, er eins
og síðast hafi það verið í gær.
Setjast saman, geta talað um
allt mögulegt, hlegið að gömlum
og nýjum atvikum og finnast
eins það hafi aldrei liðið langt á
milli samverustunda. Bárði
kynntist ég sem unglingur og
við urðum góðir vinir, töluðum
endalaust, hlógum, hlustuðum á
tónlist og höfðum gaman. Þrátt
fyrir veikindi hans náðum við að
gera þetta aftur, reyndar alltof
sjaldan og alltof stutt. Það var
eins og við hefðum síðast hist í
gær. Slík vinátta er dýrmæt.
Elsku Bárður, þakka þér fyrir
vináttu þína og tryggð alla tíð,
þú ert farinn á vit nýrra æv-
intýra og þeirra sem þú kvaddir
fyrr og saknaðir alla tíð. Ég segi
bara „sjáumst seinna“.
Elsku Ester og fjölskylda,
ykkur sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðný Sigurðardóttir.
Bárður
Guðmundsson
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR MÁR KRISTÓFERSSON
frá Hellu, Hellissandi,
Jökulgrunni 4, Reykjavík
lést á Landakoti laugardaginn 7. nóvember.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey í dag,
laugardaginn 14. nóvember.
Guðríður Sirrý Gunnarsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Atli Már Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐNI ÞÓR GUÐMUNDSSON
bílstjóri,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
9. nóvember. Útför fer fram 15. nóvember
klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni,
hægt er að hafa samband við aðstandendur
til þess að fá vefslóð.
Alexandra Guðný Guðnadóttir
Sara Dögg Guðnadóttir Sigfús Jónsson
Berglind Amy Guðnadóttir Bjarki Hólmgeir Halldórsson
Gunnar Þorgeir Guðnason
Jan Þór Fliegl Guðnason
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Grænhól,
Sóltúni 43, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá
Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 19. nóvember klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni
https://promynd.is/jonina
Sigrún Guðmundsdóttir Jón Halldór Gunnarsson
Jóhanna Guðmundsdóttir Ölver Bjarnason
Guðbjörg Guðmundsdóttir Sigvaldi Guðmundsson
Steindór Guðmundsson Klara Öfjörð Sigfúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON,
Hraunvangi 7, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
6. nóvember.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi,
föstudaginn 20. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu
einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/UtforGudmundarOlafssonar
Ólöf Helga Klein
Guðrún F. Guðmundsdóttir
Ástríður Guðmundsdóttir Jón Guðlaugsson
Margrét Ó. Guðmundsdóttir Þórir Björnsson
Ólafur S. Guðmundsson Grace Guðmundsson
Bjarnheiður J. Guðmundsd. Óskar Bjarni Ingason
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur
og bróðir,
ÁKI SIGURÐSSON
rafiðnfræðingur,
Holtastíg 22, Bolungarvík,
lést á sjúkrahúsi í borginni Petropavlowsk í
Kamchatsky í Rússlandi miðvikudaginn 11. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Ásta Ákadóttir Þorsteinn Elías Sigurðsson
Karl Davíð Ákason
Jakob, Alexandra og Ragnhildur afabörn
Sigurður Borgar Þórðarson Ásta Ákadóttir
Þórður, Nanna og Una systkini Áka