Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
✝ Sveinn Björg-vin Eysteins-
son, bóndi á Þamb-
árvöllum í
Strandasýslu,
fæddist 17. maí
1931. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 8. nóv-
ember 2020.
Hann var sonur
hjónanna Eysteins
Einarssonar bónda á Bræðra-
brekku, f. 12. apríl 1904, d. 25.
feb. 1991, og Kristínar Lilju
Jóhannesdóttur, f. 26. ágúst
1900, d. 21. maí 1988. Systkini
hans eru Jóhanna Margrét, f.
1925, látin, Bjarni Björnsson, f.
1926, látinn, Jón Bragi, f. 1928,
látinn, Kristjana, f. 1929, látin,
Steinunn, f. 1933, látin, Lauf-
ey, f. 1935, Einar Magnús, f.
1936, Fanney, f. 1939, og
Trausti, f. 1943, látinn. Hálf-
systkin samfeðra Jens Ólafur,
f. 1945, Dofri, f. 1947, Gísli
Sigursteinn, f. 1949, móðir
þeirra var Jensína Björns-
dóttir. Hrafnhildur, f. 1949,
látin, og Hilmar, f. 1951, móðir
þeirra var Katrín Sæmunds-
dóttir.
Eftirlifandi eiginkona Sveins
er Sigrún Magnúsdóttir, f. 20.
okt. 1941, dóttir Magnúsar
Kristjánssonar, f. 18. júní 1905,
d. 12. ágúst 2001, bónda á
Þambárvöllum og konu hans
Magðalenu Guðlaugsdóttur, f.
6. sept. 1902, d. 22. ágúst 1994.
Börn Sveins og Sigrúnar eru
1) Bryndís, f. 1962,
gift Kristni Sig-
urðssyni, þau eiga
3 börn og 6 barna-
börn, 2) Elsa
Hrönn, f. 1965, hún
á eina dóttur og 3
barnabörn, 3)
Magnús, f. 1970,
kvæntur Stefaníu
Jónsdóttur, þau
eiga 3 syni, 4)
Birkir Þór, f. 1979.
Sveinn fæddist á Stóru-
Hvalsá í Hrútafirði og þegar
hann var tveggja ára fluttist
fjölskyldan að Bræðrabrekku í
Bitrufirði og ólst hann þar upp
í stórum systkinahópi. Sveinn
sótti farskóla í Bitrufirði og var
síðan einn vetur á Héraðsskól-
anum að Reykjum í Hrútafirði.
Sveinn og bræður hans
stunduðu búskap á Bræðra-
brekku ásamt móður sinni.
Ásamt því sótti hann ýmis störf
meðfram bústörfum, svo sem
ýtuvinnu og sótti vertíð í Vest-
mannaeyjum í tvo vetur. Árið
1962 flyst hann að Þambár-
völlum þegar þau Sigrún hófu
þar búskap í félagi við foreldra
hennar. Hann var bóndi allt til
ársins 2004 þegar Magnús, son-
ur þeirra, tekur við búinu. Með-
fram búskapnum sinnti hann
grenjavinnslu, vann í slátur-
húsinu á Óspakseyri ásamt því
að keyra flutningabíl hjá Kaup-
félaginu.
Útför Sveins fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 14.
nóvember 2020, kl. 13.
Elsku afi. Þá kom að því, ljós
þitt slokknaði í síðasta sinn. Við
munum ætíð minnast þín með
þitt rólega fas og stóra og
sterka faðm. Það var alltaf svo
gott að koma í sveitina til ykk-
ar ömmu og vorum við ekki há-
ar í loftinu þegar við fórum að
tala um sveitina sem okkar
heimili enda voru öll skólafrí og
sumarfrí nýtt hjá ykkur áður
en vinnan fór að vera meira að-
kallandi.
Þolinmæði þín fyrir börnum
var alveg einstök og alltaf
varstu til í að leyfa okkur að
vera með í öllum útiverkum og
fylgjast með þér. Það voru
heilu heyskaparsumrin sem við
fylgdum með í dráttarvélunum
og skiptumst á að vera með þér
og Magga.
Í þinni vél ómuðu harmon-
ikkutónar á kasettunni og alltaf
kunnir þú sögur um músíkkall-
ana sem þú sagðir okkur, alveg
óháð því hvort við vorum að
hlusta eða ekki.
Aldrei var það heldur vanda-
málið þegar við komum
skömmustulegar með stígvélin
okkar og báðum þig um að gera
við gatið sem komið var á og
alltaf gastu skemmt þér yfir
sögunum þegar við lýstum því
hátíðlega hvernig gatið var til-
komið.
Við munum heldur aldrei
gleyma hvað þú varst alltaf
duglegur að minna okkur á að
vera duglegar að gera mikið á
föstudaginn langa, því það væri
ekki mikið hægt að gera á laug-
ardeginum stutta sem kæmi
næsta dag á eftir.
Á seinni árunum þegar við
fórum að koma heim með okk-
ar fjölskyldur ljómaðir þú all-
ur að fá að kjassa framan í
dætur okkar og sýndi sig góð-
mennskan frá toppi til táar og
yljaði það manni við hjarta-
rætur. Við munum minnast þín
með stolti í hjarta og verðum
við ævinlega þakklátar fyrir
allar þær stundir sem við átt-
um saman.
Alveg erum við vissar um að
þú sért nú þegar búinn að finna
Depil okkar og farinn á vit æv-
intýra með honum og ríðandi
um á Smára gamla.
Þínar afastelpur,
Dagrún og
Sigrún Björg.
Sveinn Björgvin
Eysteinsson
✝ Gunnar MárKristófersson
fæddist á Ísafirði
19. júlí 1944. Hann
lést á Landakoti 6.
nóvember 2020.
Hann var sonur
Kristófers Sigvalda
Snæbjörnssonar
bifreiðarstjóra og
Svanhildar Snæ-
björnsdóttur hús-
móður. Gunnar Már
giftist Guðrúnu Halldóru Cýrus-
dóttur árið 1973 (skildu 1991) og
eignuðust þau þrjú börn, Guðríði
Sirrý Gunnarsdóttur, f. 1967,
Lilju Dögg Gunnarsdóttur, f.
1978, og Atla Má Gunnarsson, f.
1980. Afkomendur Gunnars Más
eru tólf talsins.
Gunnar Már ólst upp á Hellu
á Hellissandi, gekk í barnaskóla
þar en tók um 16 ára gamall
landspróf frá Skógum. Eftir það
nam hann við Stýrimannaskól-
ann. Gunnar Már sótti sjó sem
ungur maður um tíma en á átt-
unda áratug síðustu aldar hóf
hann störf sem vélgæslumaður
á Gufuskálum. Hann var virkur
þátttakandi í stjórnmálum og
varð fyrsti formað-
ur Alþýðusam-
bands Vesturlands
eftir stofnþing
þess 1977. Gunnar
sat tímabundið á
þingi 1979 og 1980
sem varaþingmað-
ur Vesturlands fyr-
ir Alþýðuflokkinn
og beitti sér m.a.
fyrir því að laug-
ardagar yrðu skil-
greindir sem frídagar sem og
bættum vegi undir Ólafsvík-
urenni. Árið 1984 hóf Gunnar
Már störf sem sveitarstjóri Nes-
hrepps utan Ennis og gegndi
því starfi í tæpan áratug eða
þar til hann hafði leitt samein-
ingu sveitarfélaga í kring, sem
úr varð Snæfellsbær. Um þetta
leyti fluttist hann til Reykjavík-
ur, hóf verslunarrekstur í
nokkur ár og tók próf í bók-
haldi. Hann stofnaði sitt eigið
fyrirtæki, Bókhaldsþjónustu
Gunnars, í Reykjavík, undir lok
tíunda áratugs síðustu aldar og
rak hana þar til hann lét af
störfum árið 2013.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Elsku pabbi minn. Þú ert far-
inn, óvænt og óundirbúið. Þarna
varstu staddur á stað sem átti að
færa þig til betri vegar, endur-
hæfingar. Svo mætti veiran á
staðinn og yfirtók þig svo þú gast
ekki andað að lokum. Ég fékk að
hitta þig í geimbúningi og tala við
þig í gegnum grímu. Þú varst all-
an tímann skýr og ekki á því að
lífsandinn væri að hverfa í þessa
veiru. Þannig var þinn karakter,
tilbúinn til að trúa því að allt færi
á besta veg, rólegur, tókst því
sem að höndum ber. Enda
laukstu daglegum símtölum okk-
ar alltaf á sama máta, og þá
skipti ekki máli hvort ég var að
segja þér frá stórum eða litlum
málum: „Sjáum til elskan, heyri
aftur í þér á morgun.“ Einföld
kveðja en öflug að því leytinu til
að hún heitir á von og trú um að
málin leysist í rólegheitum og í
æðruleysi.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja. Þótt ég hefði
gjarna viljað knúsa þig, snerta og
geta tjáð mig með öllu andlitinu
en ekki í gegnum grímuna. Brosið
þitt pabbi. Það náði alltaf til tindr-
andi augna þinna. Þegar þú brost-
ir innilega náði brosið utan um
allan heiminn og inn að hjarta. Þú
kvaddir einmitt með brosi og
fingurkossi þegar ég gekk út síð-
asta daginn þinn á Landakoti.
Síðar, þann dag, að næturlagi
kom ég aftur til að kveðja þig í
hinsta sinn, með söng:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hafðu þökk fyrir allt og allt
pabbi minn. Allar sögurnar,
bækurnar, útilegurnar og veiði-
ferðirnar. Takk fyrir að passa
stelpuna mína, Guðrúnu Sögu.
Takk fyrir jólin. Takk fyrir að
vera fyrirmynd í leiðtoga-
mennsku. Takk fyrir alla góð-
mennskuna, ljúfmennskuna,
glettnina og hjálpsemina.
Hvíl í friði elsku pabbi,
Þín dóttir
Lilja Dögg.
Elsku besti pabbi minn hefur
kvatt okkur. Það er svo skrítið og
svo óraunverulegt að geta ekki
hitt hann, hringt í hann og spjall-
að.
Pabbi var maður fólksins og
bar hug allra fyrir brjósti og vildi
öllum vel, hann var góður hlust-
andi, hjálpsamur og duglegur.
Það var ómetanlegt fyrir ungt
fólk sem var að hefja sinn búskap
að eiga pabba að, hann gaf okkur
góð ráð sem hafa og munu nýtast
okkur allt lífið.
Pabba fannst gaman að
ferðast og fórum við mjög oft í
útilegur. Að veiða fisk fannst
honum mjög gaman, hann
kenndi mér til dæmis að setja
maðk á öngul. Man ég eftir
ófáum útilegum með bræðrunum
frá Hellu og ömmu og afa í Dags-
brún.
Árin okkar á Gufuskálum voru
eftirminnileg.
Ófáar ferðir fór ég niður á stöð
til að tala við pabba, þó oftast
þegar ég var búin að gera eitt-
hvað af mér, hann var góður
huggari og alltaf leið mér betur
eftir að hafa talað við hann.
„Sirrý mín, það er alltaf best
segja hlutina eins og þeir eru,“
var hann vanur að segja.
Það er óhætt að segja að pabbi
hafi verið félagslyndur. Hann tók
virkan þátt í félagslífi í Nes-
hreppi, einnig hafði hann mikinn
áhuga á pólitík og sat meðal ann-
ars í sveitarstjórn og síðar varð
hann sveitarstjóri í Neshreppi ut-
an ennis um árabil.
„Hækkaðu í úvarpinu, það eru
að koma fréttir,“ alla fréttatíma
hvort sem var í útvarpi eða sjón-
varpi þurfti hann að heyra og sjá
og við systkinin máttum helst
ekki mæla orð af vörum á meðan.
Það var okkur vissulega mikið
áfall þegar pabbi og mamma slitu
samvistir og í kjölfarið flutti hann
til Reykjavíkur. Sambandið varð
óneitanlega minna en við spjöll-
uðum alltaf saman í síma.
Það var komið kerfi hjá okkur,
ég hringdi alltaf á sunnudögum
og ef það kom fyrir að ég hringdi
ekki á réttum tíma þá hringdi
hann. „Heyrðu elskan, þú hringd-
ir aldrei í gær.“
Það var samt aldrei neitt mál
því pabbi var mjög skilningsríkur.
Pabbi elskaði fjölskyldu sína
mikið og fylgdist vel með.
Elsku pabbi, það hafa verið
þung spor að stíga síðustu vikur
eftir að þú veiktist. Í ljósi að-
stæðna var ekki hægt að vera hjá
þér með eðlilegum hætti.
Síminn kom sterkur inn og töl-
uðum við saman á hverjum degi
síðustu vikurnar. Alltaf barstu
þig vel og vildir örugglega ekki
valda mér auka áhyggjum eða
hræða okkur.
Það var mér mikils virði að ná
að kveðja þig í hinsta sinn.
Ég trúi því að þú sért kominn á
góðan stað.
Mér þykir óendanlega vænt
um þig, elsku pabbi minn.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þín dóttir
Sirrý.
Gunnar Már
Kristófersson
✝ GunnþórunnFriðriksdóttir
fæddist á Felli í
Skeggjastaða-
hreppi í Norður-
Múlasýslu 28. sept-
ember 1929. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Tjörn á Þing-
eyri þann 31. októ-
ber 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Friðrik Jó-
hann Oddsson bóndi, f. 1894, d.
1973, og Helga Sigurðardóttir
húsmóðir, f. 1894, d. 1938.
Systkini Gunnþórunnar eru
Guðríður, f. 1923, d. 2008,
Kristín Gunnlaug, f. 1924, d.
2011, Sigurður Skúli, f. 1925, d.
1996, Gunnhildur, f. 1926, d.
2013, Oddur, f. 1926, d. 1927,
Oddný Sigríður, f. 1928, d.
1981, Helga Guðrún, f. 1932, d.
1945, Júlía, f. 1934, og Sigurjón
Jósep, f. 1936, d. 2007. Bróð-
ursonur Helgu, Sigurður Sig-
urðarson, f. 1914,
d. 1983, var einnig
alinn upp á Felli.
Gunnþórunn
giftist Jóni Kristni
Valgeirssyni bónda
og ferjumanni, f.
25. október 1927,
d. 7. maí 1999, frá
Gemlufalli í Mýr-
arhreppi, þann 31.
ágúst 1961. Dóttir
þeirra er Helga
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 3. febr-
úar 1960, dóttir hennar er Þór-
unn Hildur Ólafsdóttir, f. 6. júlí
1995.
Gunnþórunn var húsmóðir og
bóndi á Lækjarósi í Dýrafirði.
Útför Gunnþórunnar verður
gerð frá Mýrarkirkju 14. nóv-
ember 2020, klukkan 14.
Streymt verður frá útför:
https://tinyurl.com/y296vmwz
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Það er nú margt hægt að
segja um þessa merku konu,
hana ömmu mína, en nú er hún
komin til afa eftir mikinn sökn-
uð og eflaust hafa þau það mjög
gott og eru farin að dansa og
fagna sínu 60 ára brúðkaups-
afmæli á næsta ári sameinuð.
Það eru margir sem dýrkuðu
og dáðu hana Tótu á Lækjarósi,
alltaf var talað til hennar með
hlýleika og hjálpsemi.
Margt kemur upp í huga
minn, það að ég og amma létum
okkur aldrei leiðast saman, ó,
hvað við spiluðum mörg spil
saman, ég get ekki talið á fingr-
um mínum, mikið held ég upp á
þær stundir. Við spiluðum langt
fram á nætur og í hvert sinn
hafði hún vinninginn, mætti
segja að hún hafi verið göldr-
ótt. Tóta amma og ég fórum
alltaf niður í fjöruna við Lækj-
arós að tína skeljar, okkur þótti
hafið ávallt fagurt og friðsælt.
Nú þegar ég horfi út á hafið þá
sé ég hana með mér hvert sem
ég fer.
Henni þóttu harmonikku-
hljómar alveg dásamlegir og
gat hlustað tímunum saman.
Alltaf hafði hún gaman af
kindunum sínum í sveitinni,
litlu lömbin voru eins og börnin
hennar. Henni þótti sveitalífið
dásamlegt og þar á meðal fugl-
arnir. Hún þekkti hverja ein-
ustu tegund.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Amma mín var mér dýrmæt
rós, ljós mitt fagra og augna-
yndi. Það sem ég elska þig,
elsku hjartans amma mín,
minning þín lifir með mér. Góða
ferð.
Kveðja,
þín ömmustelpa,
Þórunn Hildur.
Fyrir tilviljun lágu leiðir
okkar Tótu frænku minnar aft-
ur saman skömmu eftir síðustu
aldamót, í fermingarveislu á
Suðureyri. Faðir fermingar-
barnsins hafði verið í sveit hjá
þér og Jóni á Lækjarósi. Þetta
var óvæntur og ánægjulegur
endurfundur, í æsku minni
höfðum við hist þegar fjölskyld-
an mín lagði leið sína í sum-
arferðir um Vestfirði og komið
við á Lækjarósi þegar heyskap-
ur og aðrar annir stóðu yfir. Í
minningunni var ferðin upp
snarbratta Hrafnsfjarðarheið-
ina eftirminnileg, skyldi bíllinn
komast upp? Með lagni bílstjór-
ans tókst það. Í nokkur skipti
síðari ár höfum við ekið með
þig yfir heiðina, á mun betri bíl
og betri vegum en voru í þá
daga.
Síðan þá höfum við Sigurrós
heimsótt Tótu frænku á Lækj-
arósi næstum því árlega. Gist-
um við oft á hlaðinu hjá henni
og nutum skemmtilegra sam-
verustunda og útsýnisins yfir
Dýrafjörðinn. Þegar þú bjóst
ein á Lækjarósi fórum við í bíl-
túra og kynntumst við góðum
og hjálpsömum sveitungum þín-
um í leiðinni. Þú varst alltaf til í
að koma með okkur á nýjar
slóðir og ævintýraferðir eins og
ferðin í Lokinhamra og veginn
um Svalvoga, upp á Bolafjallið,
Sandafellið, yfir Kvennaskarð
og á Ingjaldssand, ekki skorti
þig kjark í þessar ferðir. Til að
þú kæmist upp í jeppann þurfti
að notast við tröppur, sem við
nefndum Tótutröppur. Eftir að
þú varst komin á Tjörn urðu
ferðirnar styttri.
Á áttræðisafmæli þínu orti
Valdimar Gíslason á Mýrum um
þig:
Ellimörk eygjum vart,
er þeim lítt að flíka.
Með hörund slétt og hárið svart
hún á sér fáa líka.
Þú varst alveg einstök. Glað-
værð og létt lund einkenndi
Tótu og svarði hún oft fyrir sig
með hnyttnum og skemmtileg-
um tilsvörum. Það kom fyrir að
hún væri stríðin, en það var vel
meint.
Síðustu árin dvaldi Tóta á
Tjörn á Þingeyri og naut þar
góðrar umhyggju og alúðar
starfsfólksins.
Við kveðjum þig í dag, en
minningarnar lifa áfram. Við
vottum Helgu og Þórunni Hildi
samúð.
Ingvar og Sigurrós.
Gunnþórunn
Friðriksdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017