Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 14.11.2020, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 ✝ Helga Þór-hallsdóttir fæddist á Orms- stöðum í Eiða- þinghá þann 3. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði þann 4. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Sigrún Guð- laugsdóttir frá Fremstafelli í Köldukinn, S- Þing, f. 30. júní 1898, og Þór- hallur Helgason frá Skóg- argerði í Fellum, f. 1. mars 1886. Systkini hennar eru Ólöf, Guð- laugur, Anna og Ásmundur. Sonur Helgu er Þórhallur Borg- arsson, húsasmiður á Egils- stöðum. Kona hans er Sig- urbjörg Óskarsdóttir og eiga þau tvær dætur og tvö barna- börn. Helga gekk í Al- þýðuskólann á Eið- um og Húsmæðra- skólann á Laugum, en hélt síðan suður til náms í Tónlistar- skólanum í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan með kennslu- réttindi. Hún bjó nær alla tíð á Orms- stöðum ásamt systkinum sínum, Önnu og Guðlaugi. Hún kenndi við Alþýðuskólann og Barna- skólann á Eiðum, tónfræði, söng og á píanó ásamt fleiri hljóð- færum. Þá var hún einnig org- anisti Eiðakirkju um árabil. Útför Helgu fer fram frá Eiðakirkju í dag, 14. nóvember 2020, kl. 11. Steymt verður frá útförinni á Facebooksíðu: Útför Helgu Þór- hallsdóttur. Ég var sjö ára held ég þegar ég var sendur í sveit austur í Ormsstaði í Eiðaþinghá, til Þór- halls afabróður míns og Sigrúnar konu hans sem þar bjuggu fé- lagsbúi með börnum sínum fjór- um: Guðlaugi, Önnu, Helgu og Ásmundi. Elst var Ólöf en hún var þá flutt til Akureyrar. Þór- hallur bóndi var menntaður smið- ur og mikill hagleiksmaður, Sig- rún var ættuð frá Fremstafelli í Köldukinn, móðursystir Jónasar Kristjánssonar handritafræð- ings. Heimilið var menningar- heimili, orgel í stofu og bókakost- ur góður. Systkinin voru ung og lífsglöð, ólík en samhent, söngvin og bókhneigð, og allt þetta hóg- væra fólk átti sinn þátt í að móta mig ungan þau mörgu sumur sem ég dvaldi hjá þeim og þeirra for- eldrum, og fyrir það verð ég æv- inlega þakklátur. Þau voru hagleiksfólk og list- hneigð eins og þau áttu kyn til og sóttu sér menntun eftir Eiða- skóla og reynslu út fyrir túngarð- inn á ólíkum sviðum: Ólöf mennt- uð í vefnaði í Danmörku og starfaði sem vefnaðarkennari á Akureyri, Guðlaugur húsgagna- smiður og Ásmundur búfræðing- ur og húsasmiður, báðir einstakir völundar á tré og járn, Anna gekk á húsmæðraskóla á Akur- eyri, drátthög og sótti sér mennt- un í myndlist. Yngsta systirin, Helga, fór fyrst á slóðir móður sinnar í Þingeyjarsýslu og sótti húsmæðraskóla á Laugum en síð- ar lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún út- skrifaðist tónmenntakennari. Hún starfaði síðan við tónlistar- kennslu á Eiðaskólum, stjórnaði kórum og tók þátt í tónlistarlífinu í sinni heimabyggð. Heimilið var fjölmennt þótt húsakynni væru þröng, sumar- gestum skipað í flatsæng í stof- unni og ég fékk að liggja einhver sumur undir bókaskápnum í her- bergi Helgu og Önnu. Lífið var í föstum skorðum og dagarnir liðu í hægum takti með hóflegri blöndu af hollri áreynslu og bjástri við smíðar og leik, bækur af öllu tagi tiltækar og lesnar upp til agna; félagar mínir syðra voru t.d. ekki jafnvel skólaðir í Be- verly Gray og Margit Ravn og ég varð eftir kynnin af bókakosti heimasætanna. Heimilisfólkið allt var eftirlátssamt og örlátt við aðkomudrenginn eins og öll önn- ur sumarbörn sem komu á undan mér og eftir; alltaf nægur tími til að spjalla, skýra og leiðbeina, miðla fróðleik um hvaðeina milli himins og jarðar. Helga var kát og hláturmild, háttvís og óframgjörn eins og þau systkini öll en hafði ákveðnar skoðanir og lifandi áhuga á fólki og aðstæðum. Hamingja hennar var ekki síst einkasonurinn Þór- hallur sem varð sólargeisli í lífi fjölskyldunnar allrar á Orms- stöðum. Minningin um Helgu er skýr í björtu ljósi bernskunnar og ég er þakklátur fyrir vegarnestið sem vel dugði þótt samfundir hafi strjálast þegar árin liðu. Við Margrét Þóra sendum Þórhalli og fjölskyldu hans, Ásmundi og fjölskyldu hans og ættingjum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Megi bjartar minningar sefa sára sorg. Örnólfur Thorsson. Helga Þórhallsdóttir ✝ Jón SkagfjörðStefánsson fæddist á Gauks- stöðum á Skaga 7. júní 1931. Hann andaðist á HSN Sauðárkróki þann 31. október 2020. Foreldrar hans voru Stefán Pétur Jónsson, f. 18. febr- úar 1888, d. 17. apríl 1951 og Stef- anía Elísabet Sigurfinnsdóttir, f. 5. ágúst 1901, d. 18. febrúar 1970. Bróðir Jóns var Eiður Reykjalín Stefánsson, f. 24. júní 1926, d. 8. ágúst 2016, eig- inkona hans var Helga Jóns- dóttir, f. 9. febrúar 1932, d. 27. desember 2018. Eiginkona Jóns var Eiðný Hilma Ólafsdóttir, f. 5. júlí 1936. d. 17. nóvember 2017, þau gengu í hjónaband 14. sept- ember 1958. Börn þeirra eru: 1) Stefán Pétur, f. 30. ágúst 1958, hans kona er Ólöf Svandís Eiði bróður sínum og Stefaníu móður þeirra. Þar með hófst hann handa við að byggja upp á jörðinni, bæði húsakost rækta tún. Honum var í blóð borið að vera bóndi og bar djúpa virð- ingu fyrir náttúrunni og land- inu, árangur af hans langa ævi- starfi, dugnaði, nýtni og útsjón- arsemi blasir við á Gauks- stöðum. Eiður bróðir hans fluttist til Akureyrar 1974. Er Eiður sonur hans komst til full- orðinsára voru þeir feðgar sam- an í búskapnun til 1988. Jón tók þátt í ýmsum trúnað- arstörfum á vegum Skefils- staðahrepps, sat í hreppsnefnd um árabil, sýslunefnd, byggingarnefnd o.fl. einnig var hann hreppstjóri 1974-1998. Kirkjan í Hvammi í Laxárdal var hans sóknarkirkja og var hann formaður sóknarnefndar og meðhjálpari frá 1976 þar til hann vegna heilsubrests fór á Dvalarheimilið á Sauðárkróki 2017. Útför Jóns verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 14. nóvember 2020, kl 14. Streymt verður frá athöfninni á https://tinyurl.com/y5u47qe2 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: httpw://www.mbl.is/andlat Árnadóttir, dætur þeirra eru: Gígja Hrund, Klara Björk, Halla Mjöll og Edda Borg. 2) Eiður, f. 5. nóv- ember 1961,d. 20.júní 2016, kvæntur Huldu Rúnarsdóttur, börn: Hilma og Jón Ólafur, stjúpbörn: Kolbrún, Þórunn, Rúnar, Sigurður og Friðrik. 3) Sveinfríður Ágústa, f. 8. júlí 1965, eiginmaður, Jóhannes Jó- hannesson, synir: Máni Jón og Ingi Sveinn. Langafabörnin eru sjö stúlkur. Jón ólst upp á Gauksstöðum og fór snemma að taka þátt í bústörfunum eins og títt var í þá daga, hann gekk í farskóla sveitarinnar og seinna í Gagn- fræðaskólann á Sauðárkróki. Jón var tæplega 20 ára er faðir hans lést og hann tók við bú- reksti á Gauksstöðum ásamt Til pabba. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Takk fyrir alla ástina, hvíl þú í friði, elsku pabbi. Börnin þín, Stefán og Sveinfríður. Elsku afi Nonni. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Þegar við hugsum til þín rifj- ast upp margar góðar minningar, ófáar í sveitinni hjá þér og elsku ömmu Diddu. Okkur fannst alltaf svo gaman að koma á Gauksstaði, þar máttum við leika okkur enda- laust og við fundum okkur alltaf nóg að gera. Við dáðumst alltaf að því hvernig þú þekktir allar roll- urnar með bæði nafni og númeri og hvað þú elskaðir öll dýrin þín mikið. Þú varst svo mikill dýra- kall, þið Kátur voruð mestu mátar og þú varst í miklu uppáhaldi hjá Tásu. Það var alltaf jafn skemmti- legt að sjá hana hjúfra sig undir kuldagallanum þínum í gömlu, eða öllu heldur elstu, Ferguson- vélinni á bænum, sem er einmitt jafngömul pabba. Stundum raul- aðir þú lítið lag á meðan þú sinntir verkunum, svo yndislega friðsæll og rólegur. Það varð snemma venja að við tókum þátt í því að gefa þegar við komum í sveitina. Þú leiðbeindir okkur vandlega og varst svo þol- inmóður. Síðar meir áttuðum við okkur á við gerðum líklegast lítið annað en að tefja gjöfina en minningarnar eru dýrmætar. Þú varst alltaf jafn glaður og blíður og talaðir um hvað það væri mikill munur að hafa svona alvöruvinnukonur. Enn í dag finnst okkur ómissandi hluti af sveitaheimsóknum að gefa kindunum. Alltaf þegar við hittum þig gafstu okkur hlýtt og gott faðm- lag og straukst okkur þétt um bakið. Stríðnisglottið var aldrei langt undan og þú gast alltaf sagt okkur eitthvað sniðugt, eða bara spjallað um daginn og veginn. Þú varst alltaf svo góður, með nær- veru fulla af ást og umhyggju. Þegar þú varst orðinn eldri og kominn inn á sjúkrahúsið á Króknum varst þú enn sami ynd- islegi karakterinn, rólegur og rík- ur af alúð þótt minnið hafi verið farið að stríða þér. Þú vildir helst halda í höndina á okkur frá því við komum og þangað til við fórum og hrósaðir okkur ítrekað fyrir að vera með svona sítt og mikið hár. Oft buðum við þér að flétta hárið þitt - sem þér þótti sérlega fyndið. Í gegnum tíðina komstu víða við. Sinntir kirkjustarfi af miklum áhuga í Hvammskirkju og varst virkur í hinum ýmsu nefndum. Þú varst bæði duglegur og drif- inn og sinntir sveitastörfunum með prýði. Síðast en ekki síst traustur vinur, sannur sveitungur og yndislegur pabbi, afi og lang- afi. Elsku afi, takk fyrir að reynast pabba og okkur öllum svo vel. Við minnumst þín með söknuði og þakklæti. Við munum aldrei gleyma góðu stundunum og ein- staklega þéttu og góðu faðmlög- unum. Afi Nonni Magnaður fjárbóndi og meiri háttar knapi, moldríkur af margri dygðinni. Með vit á því að vera í góðu skapi, jafnt í æsku sem og ellinni. Snauður af skaphita, ríkur af rólyndum, handlaginn, útsjónarsamur og knár. Sérlegar fróður þegar kom að kindum, þó sköllóttur væri, kunni allt upp á hár. Á Gauksstöðum með ömmu og börnin þrjú, fumlaus, fjölhagur og léttur í lund, Með að leiðarljósi þakklæti, von og trú, allt fram á síðustu stund. (Edda Borg Stefánsdóttir) Þínar sonardætur, Gígja Hrund, Klara Björk, Halla Mjöll og Edda Borg. Jón Skagfjörð Stefánsson FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS JÓNSSONAR skipasmiðs og fv. yfirlögregluþjóns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki göngudeildar hjartabilunar, hjartadeildar Landspítala, HERU líknarheimaþjónustu og heimahjúkrunar HH fyrir einstaka umönnun og hlýju. Aðalheiður Halldórsdóttir Jóhanna Valdimarsdóttir Grétar Örn Marteinsson Anna Valdimarsdóttir Guðmundur Örn Jónsson Halldóra K. Valdimarsdóttir Jónatan Guðnason Margrét G. Valdimarsdóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elsku sonar míns, bróður okkar, frænda og mágs, ARNAR THORS. Svanhildur J. Thors Örn Oddgeirsson Lára Thors Iðunn Thors Jakob Hagedorn-Olsen Jóna Thors Svanhildur Thors James M. Fletcher börn og barnabörn Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞYRI DÓRA SVEINSDÓTTIR snyrtisérfræðingur, lést miðvikudaginn 11. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Kjartan W. Ágústsson Kristinn Tómasson Herdís Sigurðardóttir Dóra K. Welding Hinrik Þráinsson Sveinn Helgi Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn Mig langar að minnast vinar míns og veiðifélaga Sig- urðar Halls sem far- inn er til feðranna, langt um aldur fram. Ég kynntist Halli í veiði- skap í Miðfjarðará fyrir margt löngu. Hallur var þá aðeins 17 ára gamall og veiddi með föður sínum ásamt fleirum húnvetnskum veiðigörpum. Þessi veiðitúr var upphafið á kynnum okkar Halls og með okkur tókst ævilöng vin- átta sem aldrei bar skugga á. Ég og tengdafaðir minn, Eyjólfur Ágústsson, veiddum eftir þetta til fjölda ára í holli með þessum góðu húnvetnsku veiðifélögum í Mið- fjarðará og víðar. Oft var komið við hjá Halli og Stellu á Hvamms- tanga og jafnvel gist hjá foreldr- um hans ef svo bar undir. Hallur var einstaklega laginn veiðimað- ur og hafði gott auga fyrir nátt- úrunni og gjöfum hennar. Hallur var hæfileikaríkur maður, starfsamur og traustur með afbrigðum. Hann leysti mörg verkefnin fyrir Vegagerð- ina, þar sem hann starfaði við brúarsmíði alla sína ævi. Ég minnist þess þegar hann var að stýra viðgerð á gömlu hengi- brúnni yfir Örnólfsdalsá, rétt of- an við kirkjuna í Norðtungu í Þverárhlíð. Endurgerð brúarinn- ar var afar vandasamt verk og Sigurður Hallur Sigurðsson ✝ Sigurður Hall-ur Sigurðsson fæddist 11. febrúar 1967. Hann lést 23. október 2020. Útför Sigurðar Halls fór fram 2. nóvember 2020. var haft á orði hve vel hafði til tekist að verki loknu. Brúin er einstök að allri gerð og mikilsverð minjabrú í sam- göngusögu Íslend- inga. Brúin liggur yfir góðan veiðistað í ánni sem kallast Berghylur. Hallur hringdi stundum í mig þegar hann var að vinna þarna til að segja mér frá löxunum í hylnum. Og þó að veiði- ferðunum okkar fækkaði, sér- staklega eftir að Hallur datt í golfíþróttina, hélst vinátta okkar góð og náin. Oft kom Hallur í heimsókn til mín í Skúlason og Jónsson en þá voru málin rædd og rifjaðar upp veiðisögur af stórum löxum. Við Hallur áttum margar góðar stundir saman í veiði sem gleymast ekki. Hallur glímdi við erfið og ágeng veikindi en hann bar sig vel. Hann hélt ró sinni og reisn þó veikur væri, líkt og segir í sálm- inum góða. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði – hverfi allt, sem kærast mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér (Matthías Jochumsson) Að leiðarlokum minnist ég Halls með þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar. Ég votta Stellu, börnum, Ásu, móður hans, ættingjum og vinum samúð mína og bið algóðan Guð að styrkja þau í sorginni. Gunnar H. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.