Morgunblaðið - 14.11.2020, Side 38

Morgunblaðið - 14.11.2020, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 ✝ Kristín Jó-hannsdóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 21. febr- úar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. nóvember 2020. Kristín var dótt- ir hjónanna Jó- hanns Jónssonar, f. 18. júní 1890, d. 20. nóvember 1966, bónda og trésmiðs í Bæ, og Sig- ríðar Guðjónsdóttur, f. 4. júlí 1898, d. 24. apríl 1965, hús- freyju s.st. Kristín átti níu systkini og komust fimm þeirra á legg, þau eru: Ingibjörg, f. 31. júlí 1930, d. 11. ágúst 2001, maki 1 Vilhjálmur Þór Þor- bergsson, maki 2 Ásgeir Jóns- son; Jóna Aðalheiður, f. 19. maí 1933, d. 14. mars 1952, ógift; Guðjón, f. 10. maí 1936, maki Hrefna Bjarnadóttir; Jónas, f. 3. ágúst 1938, d. 19. janúar 2015, ókvæntur, og Sigrún Dagmar, f. 15. maí 1942, maki Ingólfur valdsdóttir. Þau eiga þrjú börn, Þorvald Helga, Hrafn- hildi Kristínu og Hauk Inga, og eitt barnabarn. Kristín ólst upp í Bæ til 1941 er fjölskyldan flutti að Litlu-Hvalsá í sömu sveit og var þar til 1952 þegar þau brugðu búi og fluttu til Borð- eyrar í eitt ár og síðan til Reykjavíkur. Kristín var í Reykjaskóla 1948-49 og fór svo í Kvennaskólann á Blöndu- ósi þar sem hún nam veturinn 1950-51. Um tíma starfaði hún við verslun í Reykjavík en 1951-52 varð hún ráðskona á Símstöðinni í Brú þar til þau Böðvar hófu búskap á Þór- oddsstöðum 1953-54. Árið 1963 hófu þau svo búskap á nýbýlinu Akurbrekku, sem þau höfðu hafið uppbyggingu á 1955, og þar bjuggu þau allt fram til 1999 er þau hættu bú- skap og keyptu húsið Hvera- vík við Reykjaskóla og fluttust þangað. Auk þess að taka full- an þátt í búskapnum vann Kristín við ræstingar í Reykja- skóla frá því snemma á 8. ára- tugnum og fram yfir aldamót- in. . Útförin fer fram frá Staðar- kirkju í dag, 14. nóvember 2020, klukkan 14. Karlsson. Kristín giftist 18. júní 1954 Böðv- ari Þorvaldssyni frá Þórodds- stöðum, f. 22. ágúst 1926, d. 23. apríl 2015. Börn þeirra eru: 1) Aðalheiður S., f. 25. apríl 1955. Eiginmaður henn- ar er Þorsteinn H. Sigurjónsson. Þau eiga sex börn; Kristínu, Erlu (f. 13. júlí, d. 14. júlí 1979), Sig- urjón, Sigurbjörgu, Guðrúnu Gróu og Helgu Margréti, og fimm barnabörn. 2) Þorvaldur, f. 1956, ókvæntur. 3) Gróa María, f. 1962, maki 1 Sig- urbjörn Ragnarsson, sonur þeirra er Böðvar, og þrjú barnabörn; maki 2 Steinþór Friðriksson, sonur þeirra er Friðrik Tómas, stjúpbörnin Sandra Dís, Finnborg Salóme og Guðmundur Atli, og fjögur stjúpbarnabörn. 4) Jóhann, f. 1966, maki Þórunn Helga Þor- Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsd. í Ferjunesi) Elsku amma Stína Mín fyrsta æskuminning er frá því þegar ég prílaði upp á plötuspilarann á Akurbrekku og staflinn með ABBA-plötunum hennar mömmu og harmonikku- tónlistinni sem þér þótti svo skemmtileg hrundi yfir mig. Þú passaðir mig oft, ég var það sem kallað er í dag krefjandi barn og þú sagðir mér að Grýla kæmi bráðum hlaupandi ofan úr Þór- oddsstaðahrauni til að taka mig. En þess á milli vorum við góðar vinkonur og ég fékk mitt fyrsta tónlistarlega uppeldi frá þér þó svo ég hafi aldrei lært að meta Hauk Morthens almennilega. Þú varst annáluð fyrir snyrti- mennsku. Einu sinni var ég að reka kindur meðfram þjóðveg- inum þegar þú allt í einu snar- aðist út úr bíl, hljópst til mín með hárbursta og átaldir mig fyrir að láta sjá mig á almanna- færi með hárið eins og úfinn hænurass eins og þú sagðir sjálf. Ef þú hefðir fæðst 40 árum seinna hefðir þú kannski farið svipaða leið í lífinu og ég. Þú hafðir áhuga á landafræði og dróst oft fram Gyldendal-korta- bókina þegar ég kom í heimsókn eða baðst mig að benda þér á Súmötru, Jövu eða Borneó á landakortinu á borðstofuborð- inu. Þegar fór að gjósa einhvers staðar í Indónesíu áttir þú það til að hringja og spyrja hvort það væri ekki örugglega allt í lagi hjá okkur í Singapúr. Þú barst svo mikla umhyggju fyrir okkur öllum og það stóð aldrei á þér þegar einhver þurfti á hjálp að halda. Elsku amma, það er þyngra en tárum taki að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. En þetta er verðið sem ég borga fyrir að hafa þetta val sem þín kynslóð hafði ekki. Hvíl í friði, Kristín Þorsteinsdóttir. Síminn minn er hættur að hringja. Hún mamma mín hefur kvatt okkur og haldið á nýjar slóðir. Svo mikið er víst að hún hef- ur ekki komist í síma til að hringja, mikil ósköp sem ég sakna þess. Söknuðurinn er sár, tóma- rúmið virðist endalaust. Hún var dugleg og samvisku- söm hún mamma, stjórnaði heimilinu á Akurbrekku með myndarbrag og það var ekkert sem fram hjá henni fór. Hún var alltaf að og stundum erfitt að fylgja henni eftir því það var svo margt sem hún vildi gera, þurfti að gera eða henni datt allt í einu í hug að gera. Þannig var hún mamma. Mamma elskaði tónlist, var með fallega rödd og spilaði bæði á orgel og gítar. Hún hafði brennandi tónlist- aráhuga og var mikill safnari. Það var ekki nóg að henni tækist að koma mér og mínum systkinum til vits og ára heldur átti hann Böðvar eldri sonur minn sitt annað heimili á Ak- urbrekku í styrkum og traust- um faðmi hennar og pabba. Hann var lánsamur hann Böðvar litli eins og mamma kall- aði hann gjarnan til aðgrein- ingar frá afa Böðvari. Alla tíð hefur verið sérstök taug milli okkar mömmu, okkur þótti helst til of langt á milli okkar núna síðustu árin og erf- itt að geta ekki verið til staðar. Hún hafði gjarnan á orði að ég væri búin að vera nógu lengi þarna fyrir vestan, það væri kominn tími á að koma eitthvað nær. Við vorum sammála um að það væri langt á Ísafjörð. Takk fyrir elsku þína og um- hyggju alla tíð. Þín er sárt saknað. Ég heyri vorið vængjum blaka, og vonir mínar undir taka, Því ég er barn með sumar sinni og sólarþrá í vitund minni. Er blikar sær und bláu hveli og blærinn vaggar smáu stéli og ástin skín úr augum þínum, ég uni glaður kjörum mínum. Þegar sígur sólin rauð, sundin gulli þekur, í hjarta mínu á ég auð sem enginn frá mér tekur. (Oddgeir Kristjánsson/Ási í Bæ) Gróa María. Kristín Jóhannsdóttir ✝ Ársæll Hann-esson bóndi fæddist á Stóra- Hálsi í Grafningi 1. janúar árið 1929. Hann lést á Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði 23. október 2020. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Jó- hannsdóttir, f. 1888, d. 1965, og Hannes Gíslason, f. 1882, d. 1949, en þau bjuggu á Stóra- Hálsi. Ársæll var yngstur í stórum systkinahópi en þau eru: Jó- hann, f. 1910, d. 1976, Val- gerður, f. 1912, d. 2003, Hannes, f. 1913, d. 1984, Sigríður, f. 1915, d. 1924, Gísli, f. 1917, d. 1972, Dagbjartur, f. 1919, d. 1999, Kjartan, f. 1920, d. 1979, Ingólfur, f. 1924, d. 1990 og Sig- urður Elías, f. 1926, d. 2012. Hálfsystir Ársæls, samfeðra, var Steinunn, f. 1900, d. 1991. Móðir hennar var Sigríður Björnsdóttir, f. 1877, d. 1955. Ársæll tók við jörðinni að Stóra-Hálsi þegar faðir hans lést 1949 og bjó þar fyrstu árin ásamt móður sinni. Sigrún, f. 1987 og Margrét, f. 1993. 4) Guðgeir Eiður, f. 1960. Börn hans eru Árún Ósk, f. 1982 og Linda Steinunn, f. 1991. Langafabörn Ársæls eru nú 14. Ársæll var áhugamaður um landgræðslu og flaug í mörg ár með flugvél Landgræðslu rík- isins til að leiðbeina flug- mönnum varðandi dreifingu á áburði og fræi. Var hann árið 2010 sérstaklega heiðraður af Landgræðslunni fyrir framlag sitt til þessa málaflokks. Auk þess ræktaði hann mikil tún og góðan bústofn á Stóra-Hálsi. Samhliða búskapnum var hann virkur í félagsmálum sveit- arinnar og héraðsins alls. Hann var í fjölda ára oddviti Grafn- ingshrepps auk þess sem hann var árum saman fjallkóngur sveitarinnar. Hann var lengi meðhjálpari í Úlfljótsvatns- kirkju og sinnti skólaakstri í sveitinni. Hann var í sýslunefnd Árnessýslu öll árin sem hún starfaði og einnig í Héraðsnefnd Árnesinga. Hann var virkur fé- lagi í Lionsklúbbnum Skjald- breið auk þess sem hann gekk í Þristavinafélagið þegar það var stofnað. Útför Ársæls var frá Úlfljóts- vatnskirkju þann 4. nóvember síðastliðinn. Árið 1955 flutti til hans eftirlifandi eiginkona hans, Petrína Sigrún Þor- steinsdóttir, f. 1922. Þar bjuggu þau myndarbúi með blandaðan búskap í áratugi. Frá 1980 bjó dóttir þeirra Ásdís Lilja með þeim en þegar þau hættu búskap tók dóttir Ásdísar, Sigrún Jóna, við búinu og gerðist bóndi á Stóra- Hálsi. Ársæll og Sigrún eignuðust fjögur börn, en fyrir átti Sigrún fjögur börn með fyrri manni sín- um, Vilhjálmi Friðrikssyni, f. 1920, d. 1996, en þau eru: Dagný Heiða, f. 1942, Friðjón Ágúst, f. 1944, Jón Steinar, f. 1945 og Vil- fríður Una, f. 1949. Börn Ársæls og Sigrúnar eru: 1) Ásdís Lilja, f. 1955. Börn hennar eru: Sigrún Jóna, f. 1981, og Kristný Ásta, f. 1989. 2) Dóra Bryndís, f 1957. Börn hennar eru Dagbjört Að- alheiður, f. 1998 og Guðlaug, f. 1999. 3) Hannes Grétar, f 1958. Börn hans eru Guðfinna, f. 1981, Þann 4. nóv. sl. var kvaddur hinstu kveðju Ársæll Hannes- son, Stóra-Hálsi í Grafningi. Sæli, eins og hann var kallaður af okkur, var maðurinn hennar mömmu. Ég man alltaf fyrsta skiptið sem við hittumst. Þá var ég stödd í Rvk. hjá föður mínum að læra að synda á sundnám- skeiði, þar sem sund var ekki kennt vestur í Dölum. Var búið að koma því þannig fyrir að stelpan var sótt og lagt af stað austur yfir Hellisheiði eins og leið lá að Stóra-Hálsi. Jú, jú, upp Grafning var fær vegur og slóði á milli bæja. Það örlaði á smástríðni í Sæla við mig, þar sem hann var á leið á fjöll, en fljótt kom í ljós bærinn þar sem hann og mamma bjuggu (Gamli bær- inn). Þarna hitti ég mömmu, Unu og Ásdísi sem þá var lítil. Það voru fagnaðarfundir. Í þá daga var ekki mikið flakkað á milli landshluta. Mín fyrstu kynni af Sæla lof- uðu góðu og urðu nánari þegar frá leið. Tíminn leið – Næst þegar ég kom var búið að byggja nýtt hús, börnin orðin fjögur – túnin að mér fannst heil víðátta og allt í þeim dúr. Fyrir um 56 árum varð sam- gangur meiri. Ég komin með kærasta, síðar eiginmann og börnin okkar fjögur bættust við með árunum. Fjölgaði heim- sóknum austur og kynnin treystust. Við vorum oft á sumrin í sveitinni með krakk- ana. Minn maður hjálpaði til við heyskapinn, viðgerðir á tækjum o.fl. sem til féll. Börnin okkar voru öll í sveit hjá þeim mömmu, mismikið þó. Sá elsti lengst, var eiginlega eins og einn af þeirra. Skildu fimm ár milli þeirra yngsta og elsta okkar. Árin flugu. Hvað varð um tímann? Allir orðnir fullorðnir, komnir afleggjarar o.s.frv. Nú síðari árin hefur heilsan spilað inn í tilveruna, kraftar minnkað og getan til búskapar fjarað út. Þá taka aðrir við. Nú síðustu árin höfum við reynt að koma sem oftast í heimsókn. Því fylgdi spjall um heima og geima og gerð tilraun til að fá niðurstöður um hitt og þetta. Því miður tók Covid af okkur ráðin. Ekki náð að kíkja til þeirra mömmu síðan 30. ágúst. Símtöl látin duga, ekkert annað í boði. Erfiður tími fyrir alla. Kæri Sæli. Nú er lífsbók þinni lokið. Góða ferð í Sumarlandið. Við þökkum fyrir samfylgd- ina. Við þökkum fyrir allt og allt. Við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til mömmu og systkinanna. Guð styrki ykkur öll. Heiða og Valur. Látinn er sveitungi, Ársæll Hannesson, bóndi og oddviti til fjölda ára, Stóra-Hálsi í Grafn- ingi. Þegar aldnir sveitungar falla frá sem sett hafa sterkan svip á sveitina eystra, þá rifjast gjarnan upp lífshlaup þeirra og kynni. Ársæll ólst upp á Stóra-Hálsi í stórum og kraftmiklum systk- inahópi og hóf þar búskap með móður sinni 1949, síðan með Sigrúnu Þorsteinsdóttur, eigin- konu sinni 1955 til 2019, með aðstoð barna sinna og barna- barna sem nú hafa tekið við búinu. Frá Stóra-Hálsi gat Ársæll horft yfir nærsveitina og tign- arlegan fjallahring í austri sem og Sogið og Álftavatn liðast fram með sínum tærbláma og vatnanið. Ársæll byggði myndarlega upp á Stóra-Hálsi og rak þar blandað bú lengst af með kýr og kindur. Hann var duglegur að rækta upp tún og úthaga á jörð sinni og hlaut viðurkenningu fyrir, var jafnframt hagleiksmaður á vélar og tæki til nota fyrir búið og víðar. Hann keypti einn fyrsta Wil- lys-jeppann í hreppnum og var sá útbúinn sláttuvél og þótti mikið þarfatæki, enda fjölgaði slíkum jeppum ört í hreppnum upp frá því. Oft gustaði af þeim Háls- bræðrum eins og þeir voru oft kallaðir, enda allir kraftmiklir bændur í Grafningi, Ölfusi og víðar. Blessuð séð minning þeirra og systur. Fyrstu kynni mín af Sæla eins og hann var oftast kallaður í sveitinni eystra voru við smalamennsku á Nesjavöllum, en þangað komu leitarmenn fyrrum úr Grafningi á haustin til gistingar í 2 nætur í senn (fyrri og seinni leit) til smöl- unar á Mosfellsheiði, Hengla- dölum og víðar daginn eftir, síðan á öðrum degi með smölun fram Grafningsfjöll í Selflata- rétt. Oft voru veður válynd í haustleitum og erfitt að ná til háfjallakinda, jafnvel aftur og aftur sama daginn, því þær strekktu gjarnan upp á hvert háfjallið af öðru. Á þriðja degi var síðan rétt- að í Selflatarétt sem var byggð 1910, aflögð sl. haust. Síðan komu til vorréttir til rúnings víðsvegar í hreppnum og nærhreppum sem stóðu í 2 vikur. Oft voru bændur orðnir þreyttir þegar þeirri törn lauk, enda vökur miklar. Mín fyrsta smalamennska yf- ir fjall þá ungur að árum var með fjársafni úr Nesjavallarétt fram Grafningsfjöll samhliða smölun í Selflatarétt með Ár- sæli, sem var fjallkóngur hreppsins í áratugi. Þá varð að standa sig, því Ársæll var kröfuharður að allt gengi eftir settum leitarreglum. Stundum fylgdi þessum smalamennskum háreysti þeg- ar kappsamir bændur komu saman og horfðu hver sínum augum á smalamennskuna og frammistöðu manna. Ekki var það réttarpelinn sem olli því, því slíkt sást vart í nefndum leitum, heldur var það kappið sem réð för. Nesjavallafjölskyldan átti langt samstarf við Ársæl, því oft kom hann einnig á bæ vegna aukaleita á haustin og fleiri verka, síðan að sjálfsögðu í spjall og kaffi þess á milli. Í púlti mínu beið til afhend- ingar afmæliskveðja til Ársæls. Þar segir t.d.: þökkum góð kynni fyrr og síðar í sveitinni okkar fögru sem getur einnig verið kröfuhörð til dvalar og verka. Megi Guð vernda Ársæl og minningu hans. Með virðingu og þökk kveðj- um við Ársæl og vottum eig- inkonu, börnum og fjölskyld- unni innilega samúð okkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Ársæll Hannesson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.