Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 43 Rekstrarstjóri Rekstrarstjóri sér um daglegan rekstur þjónustu Heimaleigu. Verkefni rekstrarstjóra eru mjög fjölbreytt og mis krefjandi, og enginn starfsdagur eins. Reynsla í sambærilegu starfi er ekki nauðsynleg. Helstu verkefni og ábyrgð • Taka á og leysa öll dagleg vandamál sem koma upp, með því markmiði að auka ánægju gesta • Dagleg samskipti og samhæfing við skrifstofu Heimaleigu í Búlgaríu • Utanumhald á ýmsum tæknibúnaði • Ýmis önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Metnaður, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Ástríða fyrir framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini • Frumkvæði í starfi • Mikil skipulagsfærni • Geta unnið undir álagi • Góð tölvufærni • Google Suite þekking mikill kostur (Drive, Docs, Sheets, Slides, Forms) • Bílpróf er skilyrði • Góð ensku kunnátta • Góð íslensku kunnátta • Reynsla úr ferðaþjónustunni er kostur Um Heimaleigu: Heimaleiga er ört vaxandi fyrirtæki sem sér um að þjónusta íbúðarklasa, gistiheimili og hótel í skamm- tímaleigu. Heimaleiga leggur mikið upp úr því að skapa skemmtilegan og krefjandi vinnustað þar sem öguð og góð vinnubrögð eru verðlaunuð. Um fullt starf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember. Umsóknir skal senda á netfangið solvi@heimaleiga.is Skrifstofustjóri skrifstofu samgangna Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga og þekkingu eða reynslu af samgöngumálum til að leiða skrifstofu samgangna hjá ráðuneytinu. Hlutverk skrifstofunnar er að vinna að stefnumörkun er tryggir markmið um greiðar, hagkvæmar, öruggar og umhverfislega sjálfbærar samgöngur á landi, sjó og lofti og að þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Skrifstofustjóri leiðir starf skrifstofunnar undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Við viljum ráða til starfa einstakling sem hefur áhuga á samfélaginu, samgöngum og nýsköpun og hefur farsæla reynslu af því að skapa liðsheild og virkja fólk til árangurs. Við leitum að stjórnanda sem býr yfir: • Færni í að skapa liðsheild á vinnustað og leiða fólk til árangurs • Metnaði, framsýni, samskiptafærni, jákvæðu og lausnamiðuðu hugarfari • Þekkingu eða reynslu af málefnasviði skrifstofunnar • Áhuga á nýsköpun og framþróun • Árangursríkri reynslu af stefnumótun og áætlunargerð • Háskólaprófi sem nýtist í starfi • Góðri færni í íslensku og ensku í ræðu og riti og haldbærri reynslu í Norðurlandamáli kostur • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Þekking á EES samningnum og framkvæmd hans kostur Frekari upplýsingar má nálgast á starfatorg.is Um er að ræða setningu í embættið til eins árs frá 1. febrúar 2021. Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 20. nóvember. Sækja skal um starfið á starfatorg.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæðu umsóknar og þann árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist embættinu. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, ragnhildur.hjaltadottir@srn.is eða 545-8200. Vantar þig pípara? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.