Morgunblaðið - 14.11.2020, Page 49
ÍÞRÓTTIR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020
Tokaji-héraðið í Ungverja-
landi er það vínhérað jarðarinnar
sem býr til ein bestu sætvín sem
framleidd eru. Þegar ég dvaldi í
Búdapest um tíma sem náms-
maður fór ég nokkrum sinnum í
heimsókn til ungverskra vínbú-
garða þar sem glaðværir heima-
menn tóku á móti okkur í vín-
smökkun og sögðu sögur, af
víninu og landinu.
Kommúnismanum tókst að
eyðileggja áratuga hefð og heið-
ur ungverskrar víngerðar sögðu
þeir okkur gjarnan. Ungversku
vínin eru ódýr og mörg hver al-
veg óþekkt utan landamæranna,
en standast flestum snúning í
gæðum. Eða svo vildu vín-
framleiðendurnir í það minnsta
meina. Ég veit í raun lítið um vín,
en meðal annars í gegnum það
tók ég ástfóstri við Ungverja-
land.
Ungverjum vildi ég því sýna
bróðurlega vinsemd í gær og
horfði ég á umspilsleikinn yfir
dásamlegri skál af heimalagaðri
ungverskri gúllassúpu með miklu
paprikukryddi. Hún var ljúffeng
en eftirbragðið reyndist heldur
beiskt.
Íslendingur var ég að sjálf-
sögðu yfir leiknum og óskaði
þess einskis heitar en að Ísland
myndi komast á þriðja stórmótið
í röð. Og við vorum svo grátlega
nálægt því! En ekki var okkur
ætlað þetta ævintýrið. Íslenska
landsliðið, strákarnir okkar, kem-
ur tvíeflt til baka.
Egészségédre sagði ég í
leikslok og drakk staup af
plómubrandíinu Pálinka, Ung-
verjum, andstæðingum okkar, til
heilla. Vonandi njóta þeir þess að
spila á heimavelli á EM og von-
andi verða áhorfendur leyfðir.
Við Íslendingar snúum okkur nú
að undankeppni HM sem hefst
brátt og tökum undir með Aroni
Einari fyrirliða: „Þetta markar
engin endalok.“
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
að þeir verði haldnir ef hægt er. Það verður að
koma í ljós þegar nær dregur. En það var vissu-
lega rætt hvort við ættum að aflýsa leikunum
2021 út af kórónuveirunni,“ sagði Frímann Ari
Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur, þegar Morgunblaðið
spurði hann út í stöðuna. Á Reykjavíkurleik-
unum, sem stundum eru einfaldlega kallaðir
RIG, hefur verið keppt í miklum fjölda íþrótta-
greina og umfangið er mismikið eftir greinum.
„Það fer svolítið eftir greinum hversu langan
tíma fólk þarf til að undirbúa mótshaldið. Rætt
hefur verið við fólk sem fer fyrir öllum íþrótta-
greinunum og allir tóku vel í þá hugmynd að
stefna að því að leikarnir verði haldnir í ein-
hverri mynd. Unnið er að því hörðum höndum
að það verði en svo er það sett í hendurnar á
fólki í hverri grein fyrir sig hvort það sjái
ástæðu til að gera þetta eða ekki. Þessu fylgir
líka kostnaður. Þetta er ekki bara gleði. Í hverj-
um mótshluta á leikunum hefur oftar en ekki
verið fjárhagslegt tap en menn hafa gjarnan
réttlætt það með þeim hætti að alþjóðlegt mót
hér heima dragi úr þeim kostnaði sem fylgir því
að fara utan að keppa. Það sparar því kostnað á
móti. En það má vera að fólk hugsi sig tvisvar
um í þessum aðstæðum sem nú eru,“ sagði Frí-
mann.
Morgunblaðið/Eggert
RIG Frá keppni í júdó á síðustu leikum.
Verður hægt að halda leikana?
Reykjavíkurleikarnir árið 2021 hafa ekki verið slegnir út af borðinu
RIG
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Einn af þeim íþróttaviðburðum hérlendis sem
ganga illa upp á tímum kórónuveirunnar eru
Reykjavíkurleikarnir sem farið hafa fram í jan-
úar eða byrjun febrúar síðustu tólf ár. Móts-
haldið er orðið afar myndarlegt og í fyrra voru
erlendir gestir rúmlega 700 talsins. Leikarnir í
byrjun næsta árs hafa ekki verið slegnir af en
nokkuð ljóst er orðið viðburðurinn verður ólíkur
því sem verið hefur síðustu ár.
„Já við erum með á áætlun að halda leikana
en það er háð því hvernig ástandið verður. Ekki
er alla vega útlit fyrir að hingað streymi útlend-
ingar eins og verið hefur undanfarin ár. Leik-
arnir verða þá trúlega með mjög breyttu sniði
hvað það varðar. En við höfum horft til þess að
þegar verið er að leggja niður mót innanlands
sem utan vegna faraldursins að þá þurfi íþrótta-
fólkið að hafa til einhvers að hlakka í vetur. Við
höfum því ekki viljað lýsa því yfir að Reykjavík-
urleikarnir verði ekki heldur að ganga út frá því
Forráðamenn
evrópska hand-
boltasambands-
ins hafa tilkynnt
um frestun á öll-
um riðlum í for-
keppni HM
kvenna.
Fyrirhugað var
að íslenska lands-
liðið í handknatt-
leik kvenna hæfi
leik í Norður-Makedóníu í byrjun
desember og myndi spila þar þrjá
leiki en þeim hefur nú verið frestað.
Leikið í mars
Áætlað er að leikirnir þrír fari
fram dagana 17.-19. mars á næsta
ári. Í tilkynningu frá Handknatt-
leikssambandi Íslands kemur fram
að helstu ástæður frestunarinnar
séu allar tengdar faraldrinum vegna
kórónuveirunnar.
Þannig séu flugsamgöngur tak-
markaðar í Evrópu, undirbúningur
sé erfiður þar sem reglur um æfing-
ar og keppni eru mismunandi á milli
landa, auk þess sem mikil áhætta sé
fólgin í því að fá allt að 100 manns
víðsvegar að úr Evrópu á sama stað-
inn og viðhalda þar sóttvörnum. Þá
sé alltaf hætta á frestun vegna smita
sem greinast á leikstað.
gunnaregill@mbl.is
Leikjum
landsliðsins
frestað
Steinunn Björns-
dóttir línumaður.
FÓTBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Aron Ingi
Andreasson hefur vakið athygli fyrir
góða frammistöðu með liði sínu í
fjórðu deildinni í Þýskalandi og er á
réttri leið með að ná markmiði sínu
um að verða atvinnumaður. Aron er
tvítugur sonur Andreas C. Schmidt
og Önnu Valbjargar Ólafsdóttur og
hefur verið búsettur í Þýskalandi frá
ellefu ára aldri. Í sumar skipti hann
yfir í ZFC Meuselwitz sem spilar í
austurhluta 4. deildarinnar þar sem
leikmenn eru hálfatvinnumenn.
„Við æfum átta sinnum í viku og
umgjörðinni í kringum deildina svipar
til atvinnumennsku. Jafnvel þótt
fjórða deildin sé strangt til tekið hálf
atvinnumennska þá gera leikmenn-
irnir sem ég spila með ekkert annað
en að spila fótbolta,“ sagði Aron Ingi í
samtali við Morgunblaðið. Hann spil-
aði með yngri flokkum FH þangað til
hann flutti til Þýskalands með for-
eldrum sínum og lá leiðin svo í FC
Hennef þar sem hann spilaði upp allra
yngriflokkana á vesturhluta Þýska-
lands. Þar spilaði hann svo í 5. deild-
inni áður en leiðin lá til Meuselwitz,
lítils bæjar í austurhluta landsins þar
sem um tíu þúsund manns búa.
„Þjálfari sem þekkti til mín hafði
samband þegar hann fékk nýja stöðu
hjá liðinu. Þetta var í mars, þegar
fyrsta kórónuveirubylgjan var að
komast af stað. Við ræddum nokkrum
sinnum saman, mér leist vel á liðið og
honum leist vel á mig. Þannig að ég
skipti yfir um leið og félaga-
skiptaglugginn var opnaður, 1. júlí.“
Aron er stór og sterkur miðvörður,
193 sentimetrar á hæð og var hann
því hvergi banginn við að taka skrefið
upp um deild. Erfiðara var þó að yf-
irgefa hreiðrið.
„Það var kannski erfiðast að flytja
að heiman, nýorðinn tvítugur og eng-
in mamma og pabbi í kringum mig.
Það er auðvitað líka öðruvísi að vera í
Austur-Þýskalandi en eftir nokkra
mánuði var mér byrjað að líða mjög
vel.
Ef mig langar að komast lengra og
fara út í atvinnumennsku, þá var
þetta akkúrat það skref sem ég þurfti
að taka,“ sagði Aron sem er aftur
kominn heim til foreldra sinna um
sinn, enda ekkert keppt þessa dag-
ana vegna faraldursins.
Þetta er byrjunin
Eins og margir vita er það langt og
strangt ferðalag að verða atvinnu-
maður í fótbolta en Aron spilar nú í
deild þar sem margar framtíð-
arstjörnur þýska boltans þreyta
frumraun sína.
„Að taka skrefið úr unglingabolt-
anum í meistaraflokk er risastórt
hérna í Þýskalandi. Ég vildi því taka
fyrsta árið hjá Hennef og kynnast að-
eins hörkunni sem fylgir því að spila
með og gegn fullorðnum mönnum og
yngri atvinnumönnum bestu liða
landsins.
Í deildinni spilum við t.d. gegn
varaliði Herthu Berlín og í vest-
urdeildinni eru félög á borð við Dort-
mund og Schalke með sín varalið.“
Aron vill festa sig í sessi hjá Meu-
selwitz, þar sem hann hefur spilað
nánast hverja mínútu á tímabilinu,
fyrir utan einn leik þar sem hann sat
hjá eftir óheppilegt rautt spjald.
„Þetta er byrjunin, má segja. Það
eru auðvitað lið og leikmenn í þessari
deild sem hafa verið þar lengi og
verða þar alltaf. En ungir atvinnu-
menn, sem eru ekki tilbúnir í að spila
fyrir sín félög, byrja gjarnan í þessari
deild og kynnast þar að spila alvöru-
fótbolta,“ sagði Aron sem á níu leiki
að baki með U18 og U19 landsliði Ís-
lands. Hann stefnir á að fá tækifæri
með U21-árs liðinu í framtíðinni.
„Það er kveikt á símanum og ég er
alltaf tilbúinn að svara.“
Skref í átt að atvinnumennsku
Aron Ingi vekur athygli fyrir frammistöðu sína í þýsku fjórðu deildinni
Þýskaland Miðvörðurinn Aron Ingi Andreasson í skallaeinvígi í leik með Meuselwitz.
Óvænt úrslit urðu í danska hand-
boltanum í gær þegar Ribe-Esbjerg
burstaði Skjern 36:23 á heimavelli
en fjórir Íslendingar tóku þátt í
leiknum. Lögðu þeir allir nokkuð af
mörkum en Rúnar Kárason þó
langmest. Rúnar var illviðráðan-
legur og skoraði 11 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg úr 14 skottilraunum.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4
mörk og Daníel Þór Ingason 2
mörk. Elvar Örn Jónsson skoraði 2
mörk fyrir Skjern sem er í 4.-7. sæti
deildarinnar með 13 stig. Ribe-
Esbjerg er með 7 stig í 12. sæti.
Rúnar skoraði 11
gegn Skjern
Morgunblaðið/Eggert
Markahæstur Rúnar Kárason var í
miklu stuði gegn Skjern í gær.
Evrópumeistararnir í Lyon hafa
gott tak á flestum andstæðingum
sínum í frönsku deildinni í knatt-
spyrnu og unnu Soyaux 5:1 á
heimavelli í gær. Sara Björk Gunn-
arsdóttir lék allan leikinn á miðj-
unni hjá Lyon.
Lyon og París St. Germain skera
sig úr og hafa ekki tapað leik í
deildinni. Lyon hefur unnið alla
átta leikina en Parísarliðið er fimm
stigum á eftir en á leik til góða. Le
Havre, lið Berglindar Bjargar Þor-
valdsdóttur og Önnu Bjarkar Krist-
jánsdóttur, er í neðsta sæti.
Lyon með fullt
hús stiga
Ljósmynd/Lyon
Frakkland Sara Björk er á toppnum
í Frakklandi með Lyon.