Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 14.11.2020, Qupperneq 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel við að skrifa bók eins og þessa. Aðalpersónan Þorgerður er ramm- heiðin og fyrir vikið fer ég alla leið inn í heiðnina í gegnum hennar upplifanir. Í seiðnum förum við al- veg niður til Heljar, í undirheim- ana,“ segir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sem nýlega sendi frá sér skáldsöguna Undir Yggdrasil. Sagan er úr sama sagnabrunni og Vilborg sótti í þríleik sinn um Auði djúpúðgu. „Þorgerður, aðalpersónan í nýju bókinni, er sonardóttir Auðar, en þótt hún komi aðeins fyrir sem unglingur í síðasta bindinu í þrí- leiknum um Auði þá er þetta samt alveg sjálfstæð saga. Fólk þarf ekki að hafa lesið neina af Auðar- bókunum til að njóta þess að lesa þessa. Hér er Þorgerður fullorðin kona sem er í ástlausu hjónabandi og á þá þrá heitasta að verða völva. Hún verður fyrir miklum áföllum og í gegnum þau auðnast henni að finna leið inn í heim völvunnar. Leið hennar liggur frá Íslandi og til Noregs og Jamtalands en síðan alla leið austur til Kúrlands, sem er Lettland nútímans. Þangað fór ég 2018 til þess að anda að mér sögu- sviðinu þar. Bókin snýst auk ann- ars um barnsmissi og sorg, en líka seiðgaldur sem ég hef lengi verið heilluð af,“ segir Vilborg og bætir við að í nýju bókinni fjalli hún líka um hvað gerist þegar móðir mynd- ar ekki tengsl við börn sín. „Hvernig bregðast foreldrar við ef þeim finnst börnin þeirra hafna sér? Hafna þeir þeim á móti? Það er snúið að vera foreldri, það þekkja allir sem eiga börn, og það getur orðið rof í tengslamyndun milli foreldris og barns. Þannig hefur það verið á öllum tímum. Þorgerður eignast tvíbura þegar hún er mjög ung, glímir við það sem í dag er kallað fæðingar- þunglyndi og fókusinn í sögunni er á þessari konu og hennar nánasta fólki, sérstaklega yngsta barninu, óskabarninu Þorkötlu, þótt vissu- lega sé stórt persónugallerí í bók- inni.“ Yfirnáttúran allt umlykjandi Vilborg segir að það hjálpi henni mikið við skrif frá sögulegum tíma að hún hafi mjög lengi verið með annan fótinn inni í hinum forna heimi. „Fyrir vikið þekki ég heiðnina af- skaplega vel. Ég hef alltaf í huga við skrifin að í heiðni eru skorð- urnar allt aðrar en okkar í nútíman- um. Yfirnáttúrulegi heimurinn var jafn raunverulegur fyrir fólk þá eins og útvarpsbylgjur og þráðlaus blá- tönn, eru fyrir okkur í dag. Við vit- um að þetta er þarna þótt það sé ósýnilegt og að sérfræðingar skilja þetta, þótt við gerum það ekki sjálf. Yfirnáttúran var allt umlykjandi í heiðni og sumir gátu farið inn í aðra heima, völvur og seiðfólk. Mér finnst rosalega gaman að draga upp þessa veröld þar sem heimstréð Yggdrasill gnæfir yfir og undir rót- um þess býr mannfólkið, guðirnir og dauðagyðjan Hel. Ég reyni að smíða þetta þannig að fólk taki helst ekki eftir fróðleiknum sem verður að fylgja svo þetta verði trú- verðugt því sagan sjálf, framvinda hennar og persónusköpunin, skiptir mig langmestu.“ Einelti, ofbeldi og mansal Vilborg hefur verið iðin við að draga konur fram í dagsljósið úr fornsögunum okkar, enda hallar á konur þar. „Ég hef yfirleitt alltaf verið með konur sem aðalpersónur í öllum mínum sögum, vegna þess að Ís- lendingasögurnar og öll okkar saga fram á okkar tíma eru langoftast sögur um karlmenn og skráðar af karlmönnum. Það er ótrúlega margt sem ekki er sagt af hvunndagslífinu þar, því það eru helst átök karla sem þykja frásagnarverð. Í þessari nýju sögu um mæðgurnar Þorgerði og Þórkötlu er ég reyndar með ör- lagavald sem er karlkyns, en í hans sögu er ég líka að fjalla um grimmdarlegt einelti, sem hefur alltaf verið til. Fleiri efni sem brenna á okkur í dag, eins og kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og mansal, eru líka til umfjöllunar. Ég tek á ýmsum málum sem eru al- gerlega tímalaus, því manneskjan er alltaf söm við sig á öllum tímum. Við erum tilfinningaverur og göng- um í gegnum ástir, sorgir og erf- iðleika. Hvernig við leysum úr þeim er svo mismunandi eftir því í hvaða veröld við búum, hvort sem það er tuttugasta og fyrsta öldin eða sú tí- unda.“ Nýtir eigin reynslu í sögunni Þegar Vilborg er spurð hvort hún fari alveg inn í sál manneskju sem hún gæðir lífi í skáldsögu, hvort hún reyni að skilja hana og vera hún; svarar hún því til að í öllum sögu- persónum sé væntanlega svolítill þráður úr höfundi sjálfum. „Til að skapa manneskju á prenti sem á að lifna við fyrir lesendum, þá verður höfundur að gefa af sjálfum sér. Höfundur verður að hafa sam- kennd með persónu sem hann skap- ar. Við erum öll að glíma við það að reyna að gera okkar besta, en við erum samt með ýmsar takmarkanir og fólk er markað af eigin lífi. Ég nýti vissulega mína eigin reynslu og eflaust munu einhverjir lesendur sjá í sorg sögupersóna eitthvað sem þeir kannast við úr bókinni minni, Ástin, drekinn og dauðinn, um ást- vinamissi og eigin sorg. Ég er líka móðir og dóttir og ég á fimm systk- ini og flókin og viðkvæm systkina- sambönd þekkja flestir. Þorgerður á fimm systur og einn bróður og þar er stundum togstreita. Fólk getur speglað sig í þessu öllu sem varðar mannlega tilveru og tilfinningar. Mér finnst þessi glíma heillandi, að fá lesandann til að stíga inn í heim framandi tíma og trúar og upplifa þannig að hann trúi því sem þar fer fram. Og skilji það. Skilji að þetta snýst allt um hvað í því felst að vera manneskja.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáld Vilborg segir að það hjálpi sér við skrif frá sögulegum tíma að hún hafi mjög lengi verið með annan fótinn inni í hinum forna heimi. „Ég hef í huga við skrifin að í heiðni eru skorðurnar allt aðrar en okkar í nútímanum.“ Manneskjan er alltaf söm við sig  Vilborg Davíðsdóttir sendir frá sér nýja skáldsögu þar sem hún tekur á ýmsum málum sem eru algerlega tímalaus  „Höfundur verður að hafa samkennd með persónu sem hann skapar“ Sýning á vatnslitaverkum eftir Tolla Morthens verður opnuð í Þulu, gallerínu við Hjartatorg við Laugaveg, í dag, laugardag, klukk- an 14. Sýninguna kallar Tolli „Landflæði“. Sökum fjöldatak- markana verður tæknin nýtt og opnuninni streymt á Facebook-síðu Þulu. Samkvæmt tilkynningu er meira en áratugur síðan Tolli sýndi síðast vatnslitaverk. Tolli segir mynd- irnar hafa verið málaðar „yfir sum- ar og haust á Íslandi 2020. Vatnið í myndirnar kemur úr lækjum, ám eða vötnum og tjörnum sem liggja næst viðfangsefninu. Birtan og skuggar árstíðanna er sú áskorun sem ég tekst á við. Það er gaman að læra á samspil pappírsins og vatns- ins við gerð myndanna, að finna að það ræður för.“ Í tilkynningunni kemur fram að sala og sýning á verkunum verði eingöngu í gegn- um netið í dag en eftir það verður hægt að skoða sýninguna í Þulu, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 14 til 18. Þá kemur út vegleg sýningar- skrá. Tolli sýnir ný vatnslitaverk í Þulu Morgunblaðið/Ófeigur Listamaðurinn Tolli sýnir nú vatnslitaverk eftir langt hlé á verkum í þeim miðli. Ný plata Ólafs Arnalds, Some kind of peace, sem kom á mark- að fyrir viku, stökk beint í 17. sæti breska vin- sældalistans, en er það í fyrsta skipti sem plata með tónlist hans fer inn á topp 40-listann þar í landi. Þá valdi ein framsæknasta út- varpsstöð Bretlands, BBC 6 Music, Some kind of peace sem plötu dags- ins og hin þekkta plötubúð Rough Trade valdi hana sem plötu mán- aðarins. Gagnrýnendur margra breskra miðla hafa fjallað um plötuna og lofað gripinn, sagt tónlistina til að mynda afar fagra, viðkvæmnislega og hugvekjandi. Í tilkynningu frá Öldu Music seg- ir að góður árangur plötunnar á vinsældalistanum, með ósunginni nýklassískri tónlist, veki athygli. Þar keppir hún meðal annars við tónlist listamanna á borð við Billie Eilish, Elton John og Harry Styles. Plata Ólafs beint á breska listann Ólafur Arnalds Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.