Skólavarðan - 2018, Qupperneq 8
8 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Kennó og Magister vænta mikils af
samstarfi við Kennarasambandið
Kennarasamband Íslands og félög kennara
nema við Háskólann á Akureyri og Háskóla
Íslands hafa ákveðið að koma á formlegum
samstarfsvettvangi KÍ og stjórna félaga
kennaranema um ýmiss konar málefni og að
efla almenn tengsl og upplýsingamiðlun KÍ
og kennaranema. KÍ og kennaranemafélögin
tvö undirrituðu samstarfsyfirlýsinu þessa
efnis undir lok síðasta árs.
Í samstarfsyfirlýsingunni segir að KÍ
og stjórnir félaga kennaranema muni halda
reglubundna samræðufundi um sameiginleg
hagsmunamál sem varða kennaranámið
og kennarastarfið, mál sem eru efst á
baugi hjá nemum og KÍ o.fl. Til að koma
á skýrum farvegi fyrir skilvirk og stöðug
tengsl og samstarf eru aðilar sammála
um að nauðsynlegt sé að KÍ og stjórnir
kennaranemafélaga hafi sér ákveðna tengiliði
til að fylgja málum eftir á sínum vettvangi og
koma upplýsingum áfram.
Formenn kennaranemafélaganna lýsa
báðir ánægju með komandi samstarf við KÍ.
„Þetta er spennandi samstarf því ég tel að
það muni gagnast öllum og sambandið milli
höfuðstöðvanna og grasrótar eflist til muna,“
segir Andri Rafn Ottesen, formaður Kennó –
kennaranemafélagsins í HÍ.
Sólveig María Árnadóttir, formaður
Magisters – kennaranemafélagsins í
HA, tekur í svipaðan streng. „Ég vænti
þess að samstarfið geri það að verkum að
kennaraefni mæti tilbúnari og upplýstari
varðandi sín réttindi þegar tekið er til starfa.“
„Með þessari samstarfsyfirlýsingu
fer KÍ að fordæmi systursamtaka sinna á
hinum Norðurlöndunum en þar er áralöng
hefð fyrir formlegum tengslum og samstarfi
þeirra og kennaranema. Öll kennarasamtök
þurfa að hugsa um framtíðina og ein af
bestu aðferðunum við það er að leggja
áherslu á að treysta sem best tengslin við
verðandi kennara, samstarf um mikilvæg
sameiginleg hagsmunamál, kennaranámið
og kennarastarfið, og að verðandi kennarar
kynnist og taki þátt í starfi KÍ. Við væntum
mikils af þessu samstarfi og hlökkum til
þess,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, fv.
vara formaður KÍ.
Andri Már Ottesen, formaður Kennó, og Sólveig María Árnadóttir, formaður Magisters.
Hver er þinn uppáhalds kennari?
Landsmenn allir eru hvattir til að senda
inn tilnefningar um góða kennara. Mennta
vísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir
átaksverkefninu Hafðu áhrif og hluti af því
er að velja kennara sem hafa haft mest áhrif
á nemendur. Markmiðið er að vekja athygli
þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu
áhugavert og skemmtilegt það er og hversu
mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og
samfélag.
Á heimasíðu Hafðu áhrif er hægt að
senda inn tilnefningar en niðurstöður
verða kynntar við hátíðlega athöfn í
Háskóla Íslands þann 6. júní nk. Dæmi um
heimsfræga kennara eru Albert Einstein,
Bill Clinton, Isaac Newton, Noam Chomsky
og Vigdís Finnbogadóttir.
Endurbótum lokið
í tveimur íbúðum
Endurbótum á íbúðum 1 og 2 í húsi Orlofs
sjóðs KÍ við Sóleyjargötu 25 lýkur innan
skamms. Íbúðirnar voru teknar rækilega í
gegn og einnig hefur verið unnið að miklum
endurbótum og viðhaldi á húsinu öllu. Þess
er skammt að bíða að þessar íbúðir verði í
boði fyrir félaga í KÍ. Íbúð 1 er stúdíóíbúð
með svefnplássi fyrir fjóra og íbúð 2 er með
einu svefnberbergi og svefnplássi.
Stefnt er að því að viðgerðir á þaki og
viðhald utanhúss að Sóleyjargötu 25 haldi
áfram næsta haust.