Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 53

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 53
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 53 af kennslu um mörg svið náttúrugreina, • rökstutt notkun nánasta umhverfis skóla í kennslu náttúrugreina, • útskýrt mikilvægi og gildi verklegra viðfangsefna fyrir áhuga nemenda og hugtakanám í náttúrugreinum, • skipulagt kennslu þannig að hún efli markvisst læsi nemenda á sviði náttúrugreina, • unnið með álitamál í samfélaginu er varða umhverfis­ mál og stuðlað að getu nemenda til aðgerða. Skipulag námsins Farið verður hægt af stað og fyrsta skólaárið 2018-2019 verður eitt fimm eininga námskeið kennt að hausti og annað að vori. Skólaárið 2019-2020 er stefnt að því að kenna tvö námskeið á hverju misseri. Þannig að námið dreifist á fjögur misseri alls. Áætlað er að kennsla hefjist í fyrri hluta ágúst á haustmisseri og í byrjun janúar á vormisseri. Seinna árið eru námskeiðin kennd eitt í einu, hvert á fætur öðru og kennslustundir verða á tveggja vikna fresti á föstudagseftirmiðdögum og laugardagsmorgnum. Þannig er fyrri hluti misseris helgaður einu námskeiði og seinni hlutinn öðru. Þeir sem óska eftir að taka námið í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir að koma í staðlotur einu sinni til tvisvar á misseri. Leitast verður við að hafa staðloturnar utan starfstíma grunnskólanna eins og mögu­ legt er. Námsmat í námskeiðunum byggir á fjölbreyttum verkefnum með áherslu á samvinnu þátttakenda en ekki verða haldin lokapróf. SÉRSNIÐNAR FERÐIR UM ALLAN HEIM TALAÐU VIÐ FERÐARÁÐGJAFA SÍMI 585 4000 INFO@UU.IS Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | 585 4000 | uu.is EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST ER STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐ (2018 – 2020) Haustið 2018 Útikennsla og staðtengt nám (5 ECTS): Fjallað verður um skipulag útikennslu og staðtengds náms og tekin dæmi um náttúrufræðileg viðfangsefni sem vinna má í umhverfi skóla. Fjallað verður um niðurstöður rannsókna á kostum og takmörkunum slíkrar kennslu. Vorið 2019 Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði (5 ECTS): Áhersla verður á mikilvægi og gildi verklegra viðfangsefna fyrir áhuga og nám nemenda í náttúrufræði. Fjallað verður um ákveðin eðlis­ og efnafræðileg viðfangsefni og verkleg viðfangsefni prófuð í tengslum við þau. Rýnt verður í ólíkan tilgang verklegra athugana og sjónum einnig beint að sýndartilraunum og tölvutækni. Haustið 2019 Verkleg viðfangsefni í líf- og jarðvísindum (5 ECTS): Áhersla verður á notkun spurnaraðferða (e. inquiry­based) í verklegri kennslu í líf­ og jarðvísindum. Þátttakendur fá reynslu af marg­ víslegum athugunum og tilraunum sem nýtast í náttúrufræðinámi nemenda. Læsi á náttúrufræðitexta (5 ECTS): Fjallað verður um læsi í náttúrufræði og rannsóknir á því. Kynntar verða leiðir til að efla læsi á náttúrufræðitexta og sjónum beint að hugtakanámi og aðferðum tengdum lestri, ritun og umræðum. Vorið 2020 Loftslagsbreytingar og menntun (5 ECTS): Fjallað verður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í heimin­ um. Tekin verða dæmi af mengun lands og sjávar og sjónum beint að aðgerðum til að vernda náttúruna. Fjallað verður um hvernig vinna má með þessi viðfangsefni í skólastarfi. Kennsluáætlanir í ljósi aðalnámskrár (5 ECTS): Skipulag kennslu verður skoðað heildstætt í ljósi hæfniviðmiða aðalnámskrár. Unnið verður með gerð ólíkra kennsluáætlana og námsmat byggt á hæfniviðmiðum. Í vinnu við skipulag kennslu og námsmats verður sjónum beint að orku. Umsóknarferli Sótt er um námið rafrænt á vef Háskóla Íslands, www.hi.is. Veljið leiðina Menntunarfræði leik­ og grunnskóla, viðbótardiplóma og kjörsviðið: kennslufræði og skólastarf. Þá eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis­ og efnafræði valin. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.