Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 49

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 49
samfélagsmiðlunum. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur til að koma skilaboðum á auðveldan, þægilegan og hraðan hátt á framfæri. Þá er ánægjulegt að aðrir starfsmenn á leikskólum eru að uppgötva kennsluefni sem þeir hafa sýnt frá. Einnig koma spurningar um starfið og námið sem er megintilgangur verkefnisins og sýnir aukinn áhuga á bæði starfinu og náminu. Eysteinn og Magnús vilja leyfa fólki að gægjast inn í heim leikskólakennarans og upplifa alla þá gleði sem er þar við völd. Þeir eru þeirrar skoðunar að leikskólinn þurfi jákvæðari umfjöllun en hefur verið ráðandi hingað til. Umræðan og nýliðun í stéttinni helst í hendur og ef einu skilaboðin út í samfélagið eru neikvæð þá er ekki hægt að ætlast til að fólk flykkist í námið. Þessu vilja þeir breyta og eru sannfærðir um að gleðin og jákvæðnin sem ríkir á leikskólum smiti út í samfélagið og hafi áhrif á aðsókn í leikskólakennaranám. Líflegar umræður um starfið Verkefnið hefur verið kynnt víða. Eysteinn og Magnús hafa kynnt það og námið í leik­ skólakennarafræðinni á Háskóladeginum, í Háskólaherminum og á Starfamessu Akur­ eyrar. Auk þess hafa þeir farið með kynn­ ingar í framhaldsskóla og á næsta skólaári ætla þeir að bæta í og heimsækja enn fleiri framhaldsskóla, sem og grunnskóla, og kynna leikskólastarfið fyrir nemendum. Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur til að koma skilaboðum á auðveldan, þægilegan og hraðan hátt á fram­ færi. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Hægt er að fylgjast með Járnkörlunum á Facebook og Snapchat undir: jarnkarlarnir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.