Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 16

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 16
16 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Námsgreinarnar sem eru undir eru íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar og upplýsingatæknin er nýtt í gegnum allt ferlið hjá nemendum. Mikil áhersla er á ritun og fjölbreytta notkun íslenskunnar í allri vinnunni. Þetta er fyrsti veturinn sem verkefnið fer formlega í gang og taka níundi og tíundi bekkur þátt. Þeir tímar sem áður voru merktir sem íslenska, samfélagsfræði og náttúrufræði í stundatöflu eru nú undir heitinu Smiðja og telja 15 tíma á viku. Inn í þetta bætast tímar sem voru bundið val áður. Verkefnið í heild sinni ber nafnið Smiðja í skapandi skólastarfi en orðið Sprellifix er notað yfir þemabundnu loturn­ ar sem námið fer fram í. Erfitt er að útskýra orðið sjálft en það hefur sérstaka merkingu fyrir alla þá sem koma að Smiðjunni. Kennararnir vildu nota nýtt orð sem hefði ekki fyrir fram gefið gildi í skólastarfi. Þeir vildu t.d. hvorki nota orðin þema eða lota enda hefur Sprellifix merkingu sem inniheldur hvort tveggja og meira til. Sprellifix er tveggja til fjögurra vikna lota þar sem unnið er eftir ákveðnu þema. Nú á vordögum eru nemendur að vinna í Sprellifixinu stuð, stuð, stuð í 10. bekk þar sem þemað er rafmagn og hljóð og fókusinn er í grunninn á eðlisfræðiþáttinn þó að samfélag, hönnun og listir fléttist þar inn. Í níunda bekk er í Sprellifixinu heimsyfirráð eða dauði með áherslu á síðari heimsstyrj­ öldina. Út frá þessum þemum eru unnin fjölbreytt verkefni, rannsóknir og tilraunir sem þjálfa ýmsa og ólíka færni. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla, er hluti af teymi kennara ásamt Hjalta Halldórssyni, Söndru Ýr Andrésdóttur og Dögg Láru Sigurgeirsdóttur sem eru að innleiða nýja kennsluhætti undir heitinu Smiðja. Björgvin var í viðtali við Skólavörðuna fyrir fimm árum þar sem hann fjallaði um tengsl sköpunar og upplýsingatækni í Langholtsskóla. Á þessum fimm árum hefur þróunin orðið mikil og í raun má segja að skipulagið í dag sé sprottið úr vinnunni sem fjallað var um þá, þeirri vinnu sem farið hefur fram í skólanum við innleiðingu á nýrri námskrá og nýju námsmati og öðrum verkefnum sem aðrir kennarar við Langholtsskóla hafa þróað og sett í gang og hafa á einn eða annan hátt gengið út á samþættingu námsgreina og teymisvinnu kennara. Í Smiðju er þetta allt sett saman í einn heildarpakka. Fyrir fimm árum lagði Björgvin áherslu á að nýta upplýsingatækni í kennslu og láta hana renna saman við annað nám. Í dag er upplýsingatæknin tekin inn í aðrar námsgreinar og lykillinn að þeirri vinnu er að nemendur hafi góðan aðgang að nýjustu tækni. Nemendur í níunda og tíunda bekk í Langholtsskóla eru allir með iPad og á næsta ári verður öll unglingadeildin komin með þá. Allt er rafrænt í Smiðju og kennslukerfið er Google Classroom en í því eru verkefnin lögð fyrir og þeim skilað. Nemandinn temji sér skapandi og gagnrýna hugsun „Um er að ræða verkefnatengda nálgun en hvert Sprellifix nær yfir 2-4 vikur. Nem­ endur fá ákveðinn fjölda skylduverkefna en einnig útbúa kennarar 15­20 valverkefni og þurfa nemendur að velja að lágmarki tvö þeirra. Í vinnunni er áhersla lögð á að nemandinn öðlist skilning á þeim hugtök­ um og þeim efnisatriðum sem liggja fyrir og Nemendur vaxa, verða að eldflaugum! Smiðjan í Langholtsskóla er verkefni sem gengur út á að samþætta námsgreinar og auka samstarf á milli nemenda og kennara í náminu. Lögð er áhersla á lykilhæfni og sköpun í gegnum öll verkefnin. Nemendur finna að þeir eru að glíma við raunveruleg verkefni og að þeir hafa eitthvað um verkefnin að segja. Námsmatið er þannig að nemandinn fær svokallað hæfnikort sem hann getur fylgst með í Mentor og þar fær hann ítarlega greiningu á stöðu sinni í náminu. Hann getur þá ávallt bætt sig í ákveðnum flokkum. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla, notar nýjustu tækni við kennslu í Sprellifixi. Þar er upplýsingatæknin tekin inn í aðrar námsgreinar og lykillinn að þeirri vinnu er að nemendur hafi góðan aðgang að nýjustu tækni.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.