Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 32
32 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 „Þetta var upphaflega skilgreint sem fimm ára verkefni en það var enginn tilbúinn til að sleppa verkefninu eftir fimm ár. Þetta er svo góður vettvangur. Mér þætti eðlilegt að alls staðar þar sem aðstæður bjóða upp á yrði þetta innbyggt þannig að það væri einhver formlegur vettvangur fyrir samstarf á milli leikskóla og grunnskóla og helst grunnskóla og framhaldsskóla líka,“ segir Helga Ágústsdóttir, verkefnastjóri Okkar máls og kennsluráðgjafi í Þjónustumiðstöð Breiðholts. „Það er gríðarlega spennandi skóla­ starf í Fellahverfi. Skólarnir eru einstakir á landsvísu og þarna starfa hæfileikaríkir kennarar sem búa yfir mikilli sérþekkingu. Eins og annars staðar fækkar fagfólki af því að kennarar og leikskólakennarar eru að eldast og endurnýjun er lítil. Fellahverfi sker sig frá öðrum hverfum þar sem í skólunum er hátt hlutfall barna af erlendum uppruna sem býður upp á ótal tækifæri í skólaþróun,“ segir Helga Ágústsdóttir, verkefnastjóri Okkar máls – samstarfs um menningu, mál og læsi í Fellahverfi og kennsluráðgjafi í Þjónustumiðstöð Breiðholts. „Börnin eru langflest fædd á Íslandi en tala annað tungumál en íslensku á heimili. Það er því mikill tungumálaauður í skólunum. Dæmi eru um að í einum bekk séu jafnvel töluð 16 tungumál.“ Aukið samstarf Árið 2011 fór hugmynd að mótast um aukið samstarf skólanna í Fellahverfi. „Stjórnendur skólanna fóru að tala saman og í ljós kom gríðarlegur áhugi á samvinnu; að tala saman um faglega starfið og reyna að búa til einhvers konar heild utan um þetta samstarf.“ Samstarfsaðilar í verkefninu eru Fellaskóli, leikskólarnir Holt og Ösp, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla­ og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumið­ stöð Breiðholts. „Verkefninu er stýrt af stýrihópi sem hittist reglulega en í þessum stýrihópi eru fulltrúar hverrar starfsstöðvar sem taldar voru upp hér á undan. Það getur reynst flókið að finna fundartíma sem hentar öllum en stýrihópsfundirnir hafa verið afar mikilvægur hluti af því að halda verkefninu gangandi. Þar gefst tækifæri til að ræða nýjar hugmyndir og meta hvernig samstarfið hefur gengið. Allir þátttakendur hafa trú á því að samstarf og samvinna sé lykilatriði og í raun er verkefnið fyrst og fremst formlegur rammi utan um það samstarf. Fyrir utan stýrihópsfundina starfa verkefna stjórar á hverri starfsstöð. Þeir hittast reglulega og skipuleggja það sem kemur að skólastarfinu eins og heimsóknir á milli skóla, samstarfsverkefni, vorskólann og útskriftir leikskólabarna; en þetta eru verkefni sem eru framkvæmd á vettvangi og eru ekki í höndum stýrihópsins. Þetta er því tvískipt ákvarðanataka.“ Vorskólinn Ýmis verkefni hafa orðið til vegna þessa sam­ starfs, Okkar máls, sem hafa síðan orðið hluti af skólastarfinu. „Ekkert af þessu var til staðar áður en samstarfið fór af stað. Skólarnir voru meira eins og þrjú eyríki.“ Helga nefnir fyrst vorskólann í maí. Verkefnið Okkar mál – samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi hefur það að megin- markmiði að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti. Leiðarljósið er að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. OKKAR MÁL: SKÓLARNIR HAFA STYRK HVER AF ÖÐRUM Helga Ágústsdóttir. „Við sáum mælanlegan árangur í tvö til þrjú ár en síðan hafa mælitölur gengið eitthvað til baka sem er kannski dæmigert fyrir þróunarverkefni; það kemur oft fyrst mikill með­ vindur en svo reynist flókið að halda lengi út.“ Texti og mynd: Svava Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.