Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 27

Skólavarðan - 2018, Side 27
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 27 Formaður Kennarasambands Íslands er ekki bara pólitískur forystumaður kennara, hann er einnig framkvæmdastjóri sam­ bandsins sem veltir hundruðum milljóna króna á hverju ári, heldur úti viðamikilli starfsemi, er með fjölda starfsmanna í vinnu og sinnir þéttriðnu neti kjörinna fulltrúa af öllum skólastigum. Þessu embætti sinnti íþrótta­ og menntunarfræðingurinn Þórður Á. Hjaltested frá árinu 2011 til loka sjöunda þings KÍ sem haldið var dagana 10. til 13. apríl. Útsendari Skólavörðunnar hitti Þórð stuttu eftir þingið, þar sem hann var í óða önn að ganga frá skrifstofu sinni og gera hana tilbúna til að hýsa Ragnar Þór Pétursson sem tekið hefur við forystu Kennarasambandsins. En hvernig kom það til að Þórður bauð sig fram til forystu í Kennarasambandi Íslands? „Það þarf í raun að horfa allt til ársins 1982 þegar ég hóf störf sem kennari til að leita skýringa á því,“ segir Þórður. „Frá fyrsta degi lagði ég mig fram um að vera vel inni í kjarasamningum og réttindamálum kennara sem leiddi til þess að ég var kosinn trúnaðarmaður í Varmárskóla árið 1997. Ég var í því embætti árið 2000 þegar umdeildir kjarasamningar grunnskólakennara voru samþykktir og í framhaldi var mér falið að koma athugasemdum samkennara minna við samninginn á framfæri á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem og á þingi KÍ skömmu síðar. Ég hafði talsverða reynslu af félagsstörfum og var ekkert hræddur við að kveðja mér hljóðs, bæði til að bera fram spurningar en einnig til að vekja athygli á hlutum sem mér og samkennurum mínum fannst að þyrfti að skoða betur. Ég lagði í málflutningi mínum áherslu á að vera málefnalegur og kannski þess vegna var ég í framhaldi hvattur til að gefa kost á mér í stjórn Félags grunnskólakennara. Sú tillaga bar fremur bratt að þannig að ég ákvað að gefa aðeins kost á mér í varastjórn félagsins og fékk það góða kosningu að ég endaði sem fyrsti varamaður en skömmu síðar var ég orðinn aðalmaður eftir að einn úr stjórninni gerðist skólastjóri og skipti þar með um stéttarfélag. Á þessu kjörtímabili voru stór mál í vinnslu, það stærsta örugglega kjara­ samningarnir sem voru gerðir árið 2004 eftir sjö vikna verkfall. Það var mikil eldskírn fyrir mig því ég var ekki aðeins í samninganefnd félagsins heldur starfrækti ég verkfallsmiðstöð í Reykjavík með Ólafi Loftssyni. Þegar ég horfi til baka finnst mér að við sem fórum fyrir félaginu á þessum tíma höfum staðið okkur vel, enda var þarna samið um 30% kjarabætur þrátt fyrir að samninganefnd sveitarfélaga hafi upphaf­ lega komið að borðinu með tilboð um rétt rúm 15%.“ Átti ekki von á að sigra „Líklega hafa fleiri verið á þeirri skoðun að við höfum staðið okkur vel því þegar ég bauð mig fram í stjórn FG árið 2005 hlaut ég yfirburðakosningu. Þar var ég jafnframt kosinn fulltrúi Félags grunnskólakennara í stjórn Kennarasambands Íslands. Ég var skipaður varaformaður FG þennan tíma sem þýddi að ég starfaði í Kennarahúsinu. En hvernig kom það til að þú bauðst þig fram í formennskuna 2011? „Á þeim tíma­ punkti hafði aðeins Elna Katrín Jónsdóttir, þáverandi varaformaður KÍ, gefið kost á sér í embættið. Ég hafði unnið mikið með Elnu og vissi að þar færi afar hæf kona með mikla reynslu sem gerði allt vel sem hún tæki að sér. En hún hafði einnig verið lengi í forystu KÍ og ég heyrði í kringum mig að mörgum þótti kominn tími til breytinga. Mér fannst ótækt að ekki yrði kosið í embættið og því gaf ég kost á mér og ef ég á að vera hrein­ skilinn þá átti ég ekki von á að sigra. En það fór svo að lokum að í kosningum þar sem um 70% félagsmenna kusu sigraði ég með tæplega 200 atkvæða mun. Ég endurnýjaði síðan umboð mitt árið 2014 og hef því setið sem formaður í sjö ár og er afar þakklátur fyrir það traust sem félagsmenn KÍ hafa sýnt mér með því.“ SALEK, mikil vinna en lítill ávinn- ingur Ef þú horfir til baka yfir þessi sjö ár, hvað stendur upp úr? „Eitt kemur strax upp í hugann sem bæði var tímafrekt og erfitt, en það er svokallað SALEK samstarf. Upphaf þess má reka til stöðugleikasáttmálans sem var gerður í kjölfar hrunsins, en þar samþykktu KÍ og BHM að krefjast ekki launahækkana í allt að þrjú ár. Þegar efna­ hagsástandið fór að batna var auðvitað farið fram á að kjörin yrðu leiðrétt. Það reyndist mjög þungt og á sama tíma efndi þáverandi ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson, að frumkvæði BSRB til samstarfs meðal aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði Þórður Árni Hjaltested kom til starfa í Kennara­ húsinu árið 2005 þegar hann tók við stöðu vara­ formanns Félags grunn­ skólakennara. Hann var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2011.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.