Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 39
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 39
FALLEG FORSÍÐA Á HANDBÓK SEM KEMUR EKKI ÚT
„Þetta var ánægjulegt verkefni í alla staði og mjög gott
að geta lagt raunhæf verkefni fyrir hópinn. Í svona
vinnu fá nemendur tilfinningu fyrir hvað þarf til að skila
af sér slíku verkefni en ekkert þeirra hafði reynslu af
myndskreytingu af þessu tagi,“ segir Helga Guðrún Helga-
dóttir, brautarstjóri á hönnunar- og nýsköpunarbraut
Tækniskólans, en hún stýrði verkefninu ásamt Þórdísi
Zoëga sem stýrir brautinni með henni.
Ekki verður annað sagt en hönnun forsíðu Handbókar-
innar hafi tekist vel en allar kápurnar eru fallegar og bera
hugmyndaauðgi nemenda gott vitni. Ferlið var þannig að
nemendur fengu alhliða kynningu á Kennarasambandinu,
uppbyggingu þess og aðildarfélögum og auðvitað Hand-
bókinni sem kennarar á öllum skólastigum hafa notað um
langt árabil.
Nemendurnir unnu að verkefninu í rúman mánuð og
héldu síðan kynningu fyrir dómnefnd þar sem þeir skýrðu
hugmyndina að baki sinni mynd. Það er von ritstjóra
Skólavörðunnar að nemendurnir hafi haft bæði gagn og
gaman af verkefninu og fá þeir bestu þakkir fyrir.
ljósmyndun, grafísk forrit og prentun. „Þau
kynnast mismunandi aðferðum og efnum og
finna sitt áhugasvið sem þau geta hugsan
lega farið inn á síðar. Vinnan á verkstæð
unum breikkar sjóndeildarhringinn,“ segir
Helga Guðrún.
„Hugsunin hjá okkur er að leggja
áherslu á sköpun og frumkvæði – að
nemendur finni sig sjálfa. Þetta er ekki
páfagaukalærdómur heldur er markmiðið
að efla einstaklinginn eins og hann er, ekki
breyta honum,“ segir Þórdís.
Hönnunar og nýsköpunarbraut er
þriggja ára stúdentsbraut sem undirbýr
nemendur undir háskólanám í hönnun,
arkitektúr eða annað skapandi nám. Innan
brautarinnar er líka boðið upp á eins árs
fornám fyrir þá sem eru þegar búnir með
stúdentspróf. Markmiðið í náminu er að
vinna með hönnun og nýsköpun í tengslum
við umhverfi og sjálfbærni. Báðir þessir
hópar undirbúa ferilmöppu á lokaönninni
í náminu sem þeir geta lagt fram í um
sóknarferli um framhaldsnám.
Lögð var áhersla á að vandað væri til
allra þátta við samsetningu brautarinnar
og frá upphafi voru lagðar skýrar línur um
bóklegu fögin – svo sem áhersla á stærð
fræði. „Við leggjum áherslu á að nemendur
útskrifist héðan með gott stúdentspróf,“
segir Þórdís.
Hingað til hefur brautin gengið vel en
fyrstu stúdentarnir útskrifast af henni eftir
eitt ár. „Við erum með frábæra nemendur
og þeir eru sérstakir að því leyti að þeir
koma einir hingað, ekki í vinahópi eins og
kannski er algengt í öðrum skólum. Þetta
eru krakkar sem eru sjálfstæðir og koma
vegna áhuga á því sem hér er kennt,“ segir
Helga Guðrún.
IN MEMORIAM
Handbók kennara á sér langa
sögu innan kennarasamtakanna.
Forsíður bókanna prýða anddyri
Kennarahússins og er sú elsta frá
1989. Þær bera tíðaranda og tísku
straumum á hverjum tíma gott vitni.
Nú hefur útgáfu bókarinnar verið hætt
og stendur sú ákvörðun að minnsta
kosti út þetta kjörtímabil eða til ársins
2022.
1 2-3 2-3