Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 56

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 56
56 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Sveinlaug Sigurðardóttir tekur brátt sæti í stjórn Félags leikskólakennara. Hún hefur átt sæti í skólamálanefnd FL um árabil. Sveinlaug segir starf sitt sem leikskóla­ kennari alveg dásamlega skemmtilegt. HVER: Ég er 36 ára leikskólakennari og starfa eingöngu við útikennslu. Hef verið í Skólamálanefnd FL undanfarin ár en mun setjast í stjórn FL núna í vor. Hver eru helstu verkefnin fram undan í málefnum leikskólans? FL verður með aðalfund í maí 2018 og undirbúningur undir þann fund er í fullum gangi þessa dagana. Þar verður lögð áhersla á umræður um frjálsa leikinn og mikilvægi hans í leikskóla­ starfi. Þar mun ný stjórn FL taka við og verða verkefnin fram undan bæði ögrandi og skemmtileg. Það sem borið hefur hæst í umræðum um leikskólamál undanfarið eru starfsaðstæður í leikskólum og það er ærið verkefni að vinna að breytingum til hins betra í þeim málum. Hvað hefur borið hæst í þínu starfi í vetur? Starfið mitt sem leikskólakennari við útikennslu er alltaf svo dásamlega skemmtilegt að það er erfitt að velja úr. En ætli standi ekki upp úr sú frábæra til­ finning að sjá börnin sökkva sér í frjálsan leik úti í náttúrunni, skoða, rannsaka og læra í gegnum leikinn. Hvernig leggst sumarið í þig? Sumarið leggst mjög vel í mig, eins og alltaf. Ég elska bjartar íslenskar sumarnætur og get ekki beðið eftir að njóta þeirra. Ætlarðu að ganga á fjall eða liggja á strönd í sumar? Ég stunda ströndina og sjóinn í Nauthólsvík allan ársins hring og mun halda því áfram í sumar eins og alltaf. En fjöll eru í miklu uppáhaldi líka svo ætli ég geri ekki sitt lítið af hvoru. Ertu í klúbbi? Nei...eða hvað...er í vin­ konuhópum...Eru það ekki nokkurs konar klúbbar? Hvaða bók er á náttborðinu? Ég er að lesa Himnaríki og helvíti – þríleikinn eftir Jón Kalman. Hvert var uppáhaldsfagið þitt í grunn- skóla? Samfélagsfræði minnir mig. Draumagestir í kvöldverðarboði? Æsku­ vinirnir. Hvað gerirðu á laugardagsmorgnum? Sef. Og kúri uppi í rúmi. Hvaða sjónvarpsþáttur hefur heillað þig í vetur? Call the midwife – algjörlega dásamlegir þættir sem ná öllum tilfinn­ ingaskalanum. Hef bæði hlegið og grátið yfir þeim. Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í kennslustund hvað myndirðu kenna? Nú­ vitund. Og nægjusemi. Úti í náttúrunni. Hvað er best í heimi? Ástmaðurinn minn. Facebook eða Twitter? Twitter er hnyttnara en ég nota Facebook miklu meira. FÉLAGINN SVEINLAUG SIGURÐARDÓTTIR, 36 ÁRA LEIKSKÓLAKENNARI Í ÚTIKENNSLU ELSKAR BJARTAR ÍSLENSKAR SUMARNÆTUR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.