Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 52

Skólavarðan - 2018, Side 52
52 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Langar þig að efla þekkingu þína og færni varðandi náttúrufræðimenntun? Við Menntavísindasvið HÍ verður í haust boðið upp á fyrsta námskeiðið í röð sex 5 eininga námskeiða fyrir starfandi grunnskólakennara, í náttúru­ fræðimenntun. Námskeiðin eru á meistarastigi sem stefnt er að unnt sé að ljúka með annað hvort 15 eða 30 eininga viðbótardiplómu í náttúrufræðimenntun. Möguleiki er einnig að taka einstök nám­ skeið. Námskeiðin geta nýst sem valeiningar í meistaranámi fyrir þá sem það kjósa. Nám­ skeiðin verða kennd í staðnámi í Reykjavík en kennarar af landsbyggðinni geta tekið námið í fjarnámi. Mikilvæg starfsþróun Námið er hugsað fyrir alla sem koma að eða hafa áhuga á náttúrufræðimenntun í grunnskóla hvort sem er á yngsta­, mið­ eða unglingastigi. Leitast verður við að námið eigi sér stað í lærdómssamfélagi kennara á sama skólastigi. Þátttakendur vinna verkefni er tengjast aldurshópi að eigin vali, og eru ýmist einstaklings­, para­ eða hópverkefni. Námið er skipulagt með skýrum tengslum við daglegt starf kennara og tengt raunverulegum viðfangsefn­ um starfsins. Þannig felur námið í sér ný og spennandi tækifæri til að vinna með öðrum grunnskólakennurum og kennurum á Menntavísindasviði. Við mótun námskeiða og samsetningu námsins var stuðst við svör kennara í grunnskólum um á hvaða sviði náttúrufræði­ menntunar þeir vildu auka þekkingu sína og færni. Því verður fjallað um hvernig beita megi ólíkum nálgunum og vinnubrögðum í kennslu og þá sérstaklega verklegri kennslu og nýtingu nánasta umhverfis í daglegu skólastarfi. Einnig fá kennarar tækifæri til að dýpka þekkingu sína og skilning á völdum efnisþáttum náttúrugreina. Markmið og hæfniviðmið Markmið námsins er að efla starfsþróun grunnskólakennara á sviði náttúrufræði­ kennslu og styðja þá í að vera leiðandi í náttúrufræðimenntun í sínum skóla. Í lok námsins ættu þátttakendur að geta: • skipulagt verkleg viðfangsefni sem hluta Náttúrufræðimenntun – nám fyrir grunnskólakennara Kristín Norðdahl dósent við Menntavís- indasvið HÍ.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.