Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 52

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 52
52 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Langar þig að efla þekkingu þína og færni varðandi náttúrufræðimenntun? Við Menntavísindasvið HÍ verður í haust boðið upp á fyrsta námskeiðið í röð sex 5 eininga námskeiða fyrir starfandi grunnskólakennara, í náttúru­ fræðimenntun. Námskeiðin eru á meistarastigi sem stefnt er að unnt sé að ljúka með annað hvort 15 eða 30 eininga viðbótardiplómu í náttúrufræðimenntun. Möguleiki er einnig að taka einstök nám­ skeið. Námskeiðin geta nýst sem valeiningar í meistaranámi fyrir þá sem það kjósa. Nám­ skeiðin verða kennd í staðnámi í Reykjavík en kennarar af landsbyggðinni geta tekið námið í fjarnámi. Mikilvæg starfsþróun Námið er hugsað fyrir alla sem koma að eða hafa áhuga á náttúrufræðimenntun í grunnskóla hvort sem er á yngsta­, mið­ eða unglingastigi. Leitast verður við að námið eigi sér stað í lærdómssamfélagi kennara á sama skólastigi. Þátttakendur vinna verkefni er tengjast aldurshópi að eigin vali, og eru ýmist einstaklings­, para­ eða hópverkefni. Námið er skipulagt með skýrum tengslum við daglegt starf kennara og tengt raunverulegum viðfangsefn­ um starfsins. Þannig felur námið í sér ný og spennandi tækifæri til að vinna með öðrum grunnskólakennurum og kennurum á Menntavísindasviði. Við mótun námskeiða og samsetningu námsins var stuðst við svör kennara í grunnskólum um á hvaða sviði náttúrufræði­ menntunar þeir vildu auka þekkingu sína og færni. Því verður fjallað um hvernig beita megi ólíkum nálgunum og vinnubrögðum í kennslu og þá sérstaklega verklegri kennslu og nýtingu nánasta umhverfis í daglegu skólastarfi. Einnig fá kennarar tækifæri til að dýpka þekkingu sína og skilning á völdum efnisþáttum náttúrugreina. Markmið og hæfniviðmið Markmið námsins er að efla starfsþróun grunnskólakennara á sviði náttúrufræði­ kennslu og styðja þá í að vera leiðandi í náttúrufræðimenntun í sínum skóla. Í lok námsins ættu þátttakendur að geta: • skipulagt verkleg viðfangsefni sem hluta Náttúrufræðimenntun – nám fyrir grunnskólakennara Kristín Norðdahl dósent við Menntavís- indasvið HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.