Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 29
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 29
hrun að styrkja menntakerfið í stað þess
að draga þar saman, því þannig myndu
menn vinna sig hraðar út úr vandanum.
Við reyndum að benda á þetta en því miður
töluðum við fyrir daufum eyrum. Það var
reyndar reynt að hlífa menntakerfinu þannig
að niðurskurðurinn þar varð minni en víða
annars staðar í hinum opinbera rekstri, en
þó tel ég að allt of langt hafi verið gengið.
Það eru til dæmis sláandi tölur sem hag
fræðingur KÍ hefur safnað saman, sem sýna
að ef við skoðum fjárframlög til menntamála
á hvern mann hér á Íslandi, þá vantar í dag
milli 15 og 16 milljarða inn í skólakerfið
til að framlög verði jafn há og þau voru
árin fyrir hrun. Þar er ég að tala um allt
skólakerfið, frá leikskóla upp í háskóla
auk tónlistarskólans. Þetta er augljóslega
eitthvað sem þarf að skoða.
En þetta snýst ekki allt um fjármuni.
Vandinn er að einhverju leyti að við erum
með menntakerfi sem erfitt er að breyta.
Þegar á reynir fer hver að passa sitt sem
hefur leitt til þess að ríkisstjórnir og ráð
herrar virðast ekki hafa haft dug eða þor til
að stíga stór skref í þá átt að breyta kerfinu
og þar með efla það. Ég er líka á því að við
þurfum að efla kennaramenntunina og leita
allra leiða til að auka áhuga ungs fólks á
kennarastarfinu. Þar þarf ekki bara að bæta
ímyndina heldur þurfa stjórnvöld að horfast
í augu við að þau þurfa bæði að hækka
laun og bæta vinnuaðstæður kennara.
Það er brýnasta verkefnið framundan í
menntakerfinu og þolir raunar enga bið.
Kennarastarfið þarf að vera alvöru valkostur
og það er ólíðandi að ungt fólk sjái sér ekki
fært að starfa við kennslu vegna þess að það
telur sig ekki geta framfleytt sér á kennara
launum. Til viðbótar eykur vinnuálagið og
vinnuumhverfið á vandann sem leiðir til
þess að allt of fáir eru í kennaranámi í dag,
sem er auðvitað verulegt áhyggjuefni.“
Kennarar hafa skýra sýn
„Ef við horfum til framtíðar tel ég að það séu
risavaxin verkefni framundan. Fyrir utan
þessi mál sem ég hef þegar nefnt, þ.e. hækk
un launa, bættar vinnuaðstæður, minna álag
o.s.frv., þá þarf núverandi forysta einnig
að huga að uppbyggingu KÍ. Ég hef beitt
mér fyrir ákveðnum breytingum á skipulagi
Kennarasambandsins síðustu ár, til dæmis í
tengslum við úttekt sem fyrirtækið Capacent
gerði árið 2015. En því starfi er aldrei lokið
og gott skref í tengslum við það var stigið á
nýafstöðnu þingi, þegar tillaga um að skipa
milliþinganefnd var samþykkt, en hún hefur
það verkefni að huga að framtíðarupp
byggingu KÍ. Ég bind miklar vonir við starf
nefndarinnar enda þarf samband eins og KÍ
stöðugt að huga að því hvað sé hægt að bæta
og hverju þurfi að breyta. Ég sé fyrir mér
að á þessu kjörtímabili verði meðal annars
skoðað hvort Kennarasambandið geti átt
sterkara samstarf við BHM, hvort hægt sé
að efla samstarf við kennara í háskólum
landsins o.s.frv.“
Talað hefur verið um nýafstaðið þing
KÍ sem átakaþing. Hvernig heldur þú að
Kennarasambandið og forystan komi til
leiks að því loknu? „Já, það hefur auðvitað
verið í umræðunni en ég er ekki viss um að
það sé rétt. Ég fékk á tilfinninguna að ekki
hafi verið tekist sérstaklega mikið á um
málefnin og á þinginu fóru fram mjög góðar
umræður um öll okkar helstu baráttu og
hagsmunamál. Þó að átök hafi orðið um
ákveðnar tillögur og einnig um núverandi
formann, þá varð niðurstaðan að endingu sú
að forystan sem nú tekur við keflinu er með
sterk skilaboð frá þinginu um hvert skuli
stefna.“
Ætlar að sinna Íþróttasambandi
fatlaðra
Hvað bíður þín persónulega eftir að KÍ
sleppir? „Ég er nýlega orðinn sextugur og
dett fljótlega inn á 95 ára regluna, þannig
að ég nýt þeirra forréttinda að geta farið
á lífeyri ef ég svo kýs. En það er aldrei að
vita nema eitthvað spennandi bjóðist og
þá skoða ég það bara. En núna horfi ég
sérstaklega til þess að ég hef starfað sem
sjálfboðaliði fyrir Íþróttasamband fatlaðra
í tugi ára og var nýlega kjörinn formaður
sambandsins. Þó það sé ekki launuð staða
hlakka ég til að hafa meiri tíma til að sinna
þeim verkefnum sem þar bíða. Því til
viðbótar hef ég einfaldlega lofað mér að eyða
meiri tíma í sjálfan mig, vera duglegri við að
fara út að ganga og hreyfa mig og passa upp
á heilsuna.“
Þórður Á. Hjaltested, fv. formaður KÍ, og Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, heimsóttu leikskól
ann Grænuborg á Alþjóðadegi kennara 2016. Þeir fengu góðar móttökur á þessum elsta leikskóla
borgarinnar en hann var stofnaður árið 1931.
„Ef við skoðum fjár
framlög á hvern
mann hér á Íslandi,
þá vantar í dag milli
15 og 16 milljarða
inn í skólakerfið til að
framlög verði jafn há
og þau voru árin fyrir
hrun.“