Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 19
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 19 eitthvað sem þurfti að bæta þá var gengið í það. Það var þannig stemmning í starfs­ mannahópnum og menningin á staðnum var þannig að við hjálpuðumst að til að gera starfið betra.“ Agnes segir að samstarfsfólk sitt hafi hvatt hana til að fara í leikskólaliðanám í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem hún svo gerði. „Þegar ég kláraði það þá vildu þau að ég héldi áfram og næði mér í réttindi sem leikskólakennari og svo fór ég í nám í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands,“ segir Agnes en hún segir að hún hafi ekki þurft að taka stúdentspróf til að komast inn í háskólann þar sem hún var komin með nógu margar einingar. „Ég byrjaði í leikskólaliðanáminu 2008 eftir aðeins hálft ár í starfi og vann fulla vinnu samhliða því. Ég útskrifaðist úr því námi 2011. Ég fór svo í fæðingarorlof en árið 2014 hóf ég nám í leikskólakennarafræðum samhliða fullri vinnu. Ég minnkaði þó fljótlega við mig vinnuna þar sem það er mikið álag að vera í fullu námi og fullu starfi ásamt því að hugsa um fjölskylduna.“ Allt leiðbeinendur Agnes vann í vetur verkefni í námskeiðinu „Fræði og starf á vettvangi II“ en um var að ræða rannsókn sem framkvæmd var í leikskóla. Hún hélt svo í vetur erindi á morgunverðarfundi RannUng sem vakti mikla athygli en hún talaði um nauðsyn þess að tekið væri vel á móti nýjum starfsmanni sem hæfi störf á leikskóla. „Við áttum í þessu verkefni að fara í leikskóla og finna einhverja þörf; eitthvað sem þurfti að bæta eða vinna með í samráði við leikskólann og finna svo leiðir til að vinna með það. Svo skrifuðum við um reynslu okkar og hvernig þetta gekk. Við vorum með þessu að reyna að efla okkur sem fagmenn og áttum að vera faglegir leiðtogar í viðkomandi leikskólum. Það var áskorun okkar að reyna að finna hvernig við gætum leitt starfsmannahópinn áfram til að gera einhverjar breytingar til batnaðar í starfinu.“ Agnes segist hafa verið búin að undirbúa sig í margar vikur fyrir allt annað verkefni en það sem hún svo gerði. „Ég ætlaði að skoða námsumhverfið en þegar ég kom á vettvang sá ég að þörfin var allt önnur. Eftir að hafa rætt við deildarstjórann og starfsmenn á deildinni komst ég að því að deildarstjórinn var sú eina sem var fagmenntuð á þessari deild og aðeins einn annar starfsmaður á deildinni hafði starfsreynslu úr leikskóla. Það voru fjórir starfsmenn á deildinni og þrír af þeim voru leiðbeinendur sem voru nýbyrjaðir að vinna á leikskólanum. Þannig að það var í raun og veru ekki raunhæft að fara að þróa áfram eitthvað starf þegar vantaði allan grunninn. Þá fór ég að skoða hvernig maður gæti stuðlað að faglegu starfi með nýju starfsfólki. Ég fór að skoða hvað það væri sem skólinn legði áherslu á,“ segir Agnes en rannsóknarspurningin varð: Hvernig er hægt að styðja nýtt starfsfólk leikskóla við að efla fagmennsku sína í hópastarfi? Hópastarf Ákveðið var að taka fyrir hópastarf: könnunarleik, kubbastarf og myndsköpun. „Það þurfti að kynna þetta efni fyrir leiðbeinendunum og leiða þær svolítið í gegnum þetta og fá þær til að taka ábyrgð á stundunum. Ég lagði svolítið upp úr því að hafa umræður og reyna að styðja þær í gegnum þetta þannig að þær myndu gera þetta að mestu sjálfar en ég væri samt til staðar. Þetta byrjaði alltaf eins fyrir hverja stund; það var fræðsla um viðfangsefni hópastarfsins, svo skoðuðum við efniviðinn sem notaður er og svo tóku þær ábyrgð á stundinni. Ég var þeim innan handar. Við ræddum svo eftir stundina hvað gekk vel og hvað illa og hvað mætti gera betur næst. Þannig endurskoðuðu þær efniviðinn og lærðu út frá því sjálfar í stundinni. Eitt af markmiðum rannsóknarinnar var að skapa lítið lærdómssamfélag á deildinni. Þrátt fyrir að rannsóknin spanni stutt tímabil fóru þátttakendur í nokkra hringi í því hringferli sem á sér stað í þróun lærdómssamfélags. Það byggðist á sameigin­ legri ígrundun starfsfólks í daglegu starfi, oftast með óformlegum samtölum. Fræðsla og fundir leiddu til nýrra vinnubragða og ný vinnubrögð leiddu til reynslu. Sú reynsla var nýtt til að meta starfið, gera endurbætur og skapa nýja þekkingu. Starfsfólk lærði hvert af öðru og sýndi áhuga á að ná betri árangri, það fór að ræða meira saman og ráðfæra sig hvert við annað um hugmyndir sínar og hvernig mætti þróa þær áfram.“ Mikill áhugi Agnes segir að hún hafi vitað áður en hún byrjaði á þessari rannsókn að tveir af leiðbeinendunum þremur myndu hætta að vinna um áramótin. „Þá var það spurning hvort ég ætti að fylgja þessu eftir eða ekki. Við vildum auðvitað hafa faglegt starf ­ þótt fólk sé að hætta verður að finna leiðir til að hafa það sem faglegast á meðan það vinnur á staðnum. Börnin eiga skilið að fá það besta. Þannig að við héldum þessu áfram. Ég sá fljótlega hvað það var mikil þörf fyrir þetta en um leið og ég byrjaði á þessu verkefni þá sá ég aukinn áhuga hjá leiðbeinendunum. Þær fóru að taka meira frumkvæði og það smitaðist út í fleiri þætti heldur en bara þessa þrjá. Þær fengu meira sjálfsöryggi og fundu einhvern veginn tilganginn með þessu sem við vorum að gera og skildu af hverju við vorum að gera hlutina svona. Það opnaðist einhver flóðgátt þegar við byrjuðum á þessu. Ég fann það. Það var endalaust verið að spyrja út í ýmis­ legt og ég var mikið að leita svara á kvöldin því ég vildi fylgja þessum áhuga þeirra eftir til að geta svarað spurningum þeirra.“ Þarf góða fræðslu Agnes segir að hún hafi þurft að aðlaga verkefni sitt að leikskólanum og hvernig það passaði starfinu þar. „Þarna var starfsfólk sem ætlaði að stoppa stutt og þá er kannski ekki lagður eins mikill metnaður í að fræða það. Það er kannski lögð meiri áhersla á að komast í gegnum daginn; komast í gegnum tímabilið og vinna það sem á að vinna. Mér finnst að það ætti að taka á móti öllum sem koma inn í leikskólana með jafnmiklum metnaði. Það þarf að sýna starfsfólkinu áhuga og að yfirmenn hafi trú á því. Það þarf að fá fræðslu. Góða fræðslu. Það er ekki nóg að rétta því bækling. Það þurfa að vera umræður og það þarf að fylgja Það þarf að sýna starfsfólkinu áhuga og að yfirmenn hafi trú á því. Það þarf að fá fræðslu. Góða fræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.