Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Síða 18

Skólavarðan - 2018, Síða 18
18 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Agnes Gústafsdóttir stundar meistaranám í leikskóla­ kennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og stefnir auk þess á að fá kennsluréttindi á yngsta stigi í grunnskóla. Hún byrjaði að vinna sem leiðbeinandi í leikskóla þegar hún var 18 ára og ætlaði að taka sér hlé frá menntaskólanámi í hálft ár en hún vann á leikskólanum lengur en hún hafði ætlað sér, eða í níu ár með hléum. „Ég var svo ótrúlega heppin að lenda á svona frábærum vinnustað. Það tók á móti mér yndislegt fagfólk sem gjörsamlega heillaði mig upp úr skónum þannig að ég staldraði lengur við. Starfsfólkið lagði svo mikið upp úr því að hafa faglegt og flott starf og það bar svo mikla virðingu fyrir leikskólastarfinu. Mér varð strax í atvinnuviðtalinu ljóst hversu mikilvægt og ábyrgðar­ mikið þetta starf er. Ég fékk mikla fræðslu þegar ég byrjaði, mikið aðhald og umræður voru miklar. Svo fann ég strax að yfirmenn mínir fóru að leita eftir styrkleikum mínum; taka eftir í hverju ég væri góð og þeir hvöttu mig áfram til að rækta það frekar. Ég var send á alls konar námskeið og eftir því sem ég lærði meira og varð betri starfsmaður fékk ég meiri ábyrgð og tók til dæmis listastarfið að mér en yfirmönnum mínum fannst ég vera skapandi. Ég fékk alltaf smátt og smátt meiri ábyrgð og varð einhvern veginn hluti af heildinni.“ Jákvæðir og lausnamiðaðir Agnes segir að það sem hafi verið áberandi í leikskólan­ um var hve allir starfsmenn voru jákvæðir og lausna­ miðaðir. „Það var alltaf verið að hugsa í lausnum. Það voru aldrei vandamál. Þetta voru bara áskoranir. Það var alltaf verið að leita leiða til að gera betur. Og ef það var Agnes Gústafsdóttir, sem stundar meistaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hélt í vetur erindi á morgunverðarfundi RannUng sem vakti mikla athygli. Hún talaði um nauðsyn þess að tekið væri vel á móti nýjum starfsmanni sem hæfi störf í leikskóla. Mikilvægt að taka vel á móti nýjum starfsmanni Agnes Gústafsdóttir. „Það var alltaf verið að hugsa í lausnum. Það voru aldrei vandamál. Þetta voru bara áskoranir. Það var alltaf verið að leita leiða til að gera betur. Og ef það var eitthvað sem þurfti að bæta þá var gengið í það.“

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.