Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Agnes Gústafsdóttir stundar meistaranám í leikskóla­ kennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og stefnir auk þess á að fá kennsluréttindi á yngsta stigi í grunnskóla. Hún byrjaði að vinna sem leiðbeinandi í leikskóla þegar hún var 18 ára og ætlaði að taka sér hlé frá menntaskólanámi í hálft ár en hún vann á leikskólanum lengur en hún hafði ætlað sér, eða í níu ár með hléum. „Ég var svo ótrúlega heppin að lenda á svona frábærum vinnustað. Það tók á móti mér yndislegt fagfólk sem gjörsamlega heillaði mig upp úr skónum þannig að ég staldraði lengur við. Starfsfólkið lagði svo mikið upp úr því að hafa faglegt og flott starf og það bar svo mikla virðingu fyrir leikskólastarfinu. Mér varð strax í atvinnuviðtalinu ljóst hversu mikilvægt og ábyrgðar­ mikið þetta starf er. Ég fékk mikla fræðslu þegar ég byrjaði, mikið aðhald og umræður voru miklar. Svo fann ég strax að yfirmenn mínir fóru að leita eftir styrkleikum mínum; taka eftir í hverju ég væri góð og þeir hvöttu mig áfram til að rækta það frekar. Ég var send á alls konar námskeið og eftir því sem ég lærði meira og varð betri starfsmaður fékk ég meiri ábyrgð og tók til dæmis listastarfið að mér en yfirmönnum mínum fannst ég vera skapandi. Ég fékk alltaf smátt og smátt meiri ábyrgð og varð einhvern veginn hluti af heildinni.“ Jákvæðir og lausnamiðaðir Agnes segir að það sem hafi verið áberandi í leikskólan­ um var hve allir starfsmenn voru jákvæðir og lausna­ miðaðir. „Það var alltaf verið að hugsa í lausnum. Það voru aldrei vandamál. Þetta voru bara áskoranir. Það var alltaf verið að leita leiða til að gera betur. Og ef það var Agnes Gústafsdóttir, sem stundar meistaranám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hélt í vetur erindi á morgunverðarfundi RannUng sem vakti mikla athygli. Hún talaði um nauðsyn þess að tekið væri vel á móti nýjum starfsmanni sem hæfi störf í leikskóla. Mikilvægt að taka vel á móti nýjum starfsmanni Agnes Gústafsdóttir. „Það var alltaf verið að hugsa í lausnum. Það voru aldrei vandamál. Þetta voru bara áskoranir. Það var alltaf verið að leita leiða til að gera betur. Og ef það var eitthvað sem þurfti að bæta þá var gengið í það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.