Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 54

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 54
54 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Árið 2011 urðu miklar breytingar á skólastarfi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ekki nóg með að í smíðum væri ný námskrá sem var að miklu leyti samin af kennurum skólans heldur var farið út í þrjár stórar breytingar á sama tíma. Í fyrsta lagi var önnum skipt upp í „spannir“ þannig að nú eru námsloturnar fjórar á ári í stað tveggja áður, sem þýðir að nemendur eru í þremur áföngum í einu í stað sex í annarkerfi. Í öðru lagi var kennslunni skipt upp í fagtíma og verkefnatíma þar sem nemandinn er hjá sínum fagkennara í fagtímum en í verkefnatímum vinnur hann undir stjórn yfirsetukennara. Með þessu fæst m.a. samfelld stundaskrá og verkefnamiðað nám þar sem nemandi stjórnar meira en áður áherslum sínum í náminu. Þriðja breytingin varðaði mat á námi nemandans en með meiri verkefnamiðun þótti sjálfsagt að breyta námsmatinu og ákveðið var að taka upp svokallað leiðsagnarmat. Leiðsagnarmat Á vormánuðum 2016 fóru kennarar og stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum til London þar sem Christine Henderson, kennari við King‘s College of London, tók á móti hópnum og leiddi tveggja daga námskeið um leiðsagnarmat. Henderson er í hópi nokkurra kennara í Bretlandi sem rannsakað hafa leiðsagnarmat og skrifað greinar um efnið. Frægastir í þessum hópi eru Paul Black og Dylan Wiliam sem skrifuðu tímamótagrein árið 1989 sem ber nafnið „Inside the Black Box“, þar sem þeir gagnrýna skóla­ kerfið fyrir að huga ekki nægilega að þörfum nemand­ ans. Svar þeirra var að taka upp nýja kennsluhætti sem þeir kalla leiðsagnarmat (formative assessment) sem fólgið er í því að námsmatið komi jafnt og þétt á námstímanum en ekki í lokin sem endanlegur lokadómur. Matið verður því að verkfæri sem nýtist jafnt nemandanum sem verður með því meðvitaður Hvað skal metið, hvenær og fyrir hvern? Björn Gísli Erlingsson skrifar um leiðsagnarmat og breytingar á kennsluháttum í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Björn Gísli Erlingsson sögukennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum „Færri námslotur, verkefnatímar, verkefnamiðað nám með áherslu á leiðsagnarmat sem Mennta­ skólinn á Egils­ stöðum tók upp samhliða nýrri námskrá árið 2011 var spor í rétta átt,“ skrifar Björn Gísli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.