Skólavarðan - 2018, Page 54
54 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Árið 2011 urðu miklar breytingar á skólastarfi í
Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ekki nóg með að
í smíðum væri ný námskrá sem var að miklu leyti
samin af kennurum skólans heldur var farið út í
þrjár stórar breytingar á sama tíma. Í fyrsta lagi
var önnum skipt upp í „spannir“ þannig að nú eru
námsloturnar fjórar á ári í stað tveggja áður, sem
þýðir að nemendur eru í þremur áföngum í einu í stað
sex í annarkerfi. Í öðru lagi var kennslunni skipt upp
í fagtíma og verkefnatíma þar sem nemandinn er hjá
sínum fagkennara í fagtímum en í verkefnatímum
vinnur hann undir stjórn yfirsetukennara. Með þessu
fæst m.a. samfelld stundaskrá og verkefnamiðað nám
þar sem nemandi stjórnar meira en áður áherslum
sínum í náminu. Þriðja breytingin varðaði mat á
námi nemandans en með meiri verkefnamiðun þótti
sjálfsagt að breyta námsmatinu og ákveðið var að taka
upp svokallað leiðsagnarmat.
Leiðsagnarmat
Á vormánuðum 2016 fóru kennarar og stjórnendur
Menntaskólans á Egilsstöðum til London þar sem
Christine Henderson, kennari við King‘s College of
London, tók á móti hópnum og leiddi tveggja daga
námskeið um leiðsagnarmat. Henderson er í hópi
nokkurra kennara í Bretlandi sem rannsakað hafa
leiðsagnarmat og skrifað greinar um efnið. Frægastir
í þessum hópi eru Paul Black og Dylan Wiliam sem
skrifuðu tímamótagrein árið 1989 sem ber nafnið
„Inside the Black Box“, þar sem þeir gagnrýna skóla
kerfið fyrir að huga ekki nægilega að þörfum nemand
ans. Svar þeirra var að taka upp nýja kennsluhætti
sem þeir kalla leiðsagnarmat (formative assessment)
sem fólgið er í því að námsmatið komi jafnt og þétt
á námstímanum en ekki í lokin sem endanlegur
lokadómur. Matið verður því að verkfæri sem nýtist
jafnt nemandanum sem verður með því meðvitaður
Hvað skal metið, hvenær og
fyrir hvern?
Björn Gísli Erlingsson skrifar um leiðsagnarmat og breytingar á
kennsluháttum í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Björn Gísli
Erlingsson
sögukennari í
Menntaskólanum á
Egilsstöðum
„Færri námslotur,
verkefnatímar,
verkefnamiðað
nám með áherslu
á leiðsagnarmat
sem Mennta
skólinn á Egils
stöðum tók upp
samhliða nýrri
námskrá árið 2011
var spor í rétta
átt,“ skrifar Björn
Gísli.