Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 41

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 41
Múslimarnir hafa um margt aðra siði en Danir hafa átt að venjast og það á ekki síst við um mataræðið, þar sem múslimar (sem og gyðingar) borða ekki svínakjöt. Þeir um það kynni einhver að segja, en málið er kannski ekki alveg svo einfalt. Múslimarnir eiga börn og þau eru í sömu leikskólum og grunnskólum og önnur börn af dönskum uppruna. Að bjóða eða ekki bjóða upp á svínakjöt Í júlí árið 2013 greindu danskir fjölmiðlar frá því að í leikskólum í sveitarfélaginu Ishøj, fyrir vestan Kaupmannahöfn, yrði framvegis ekki boðið upp á rétti sem inni­ héldu svínakjöt. Þessar fréttir vöktu mikla athygli og í kjölfarið hófust miklar um­ ræður og deilur. Fram til þess tíma höfðu málin verið leyst í hverjum skóla fyrir sig án þess að það ylli átökum og yrði sérstakt fréttaefni. Slíkar ákvarðanir hafa ekki ætíð mælst vel fyrir og sveitarstjórnarmenn hafa margoft tekið fram fyrir hendurnar á stjórnendum viðkomandi skóla. Sem dæmi má nefna að árið 2016 samþykkti bæjarstjórnin í Randers á Jótlandi að leikskólum þar yrði skylt að bjóða upp á svínakjötsrétti. Fleiri sveitarfélög fylgdu í kjölfarið. Þingmenn á móti svínakjötsbanni Fyrir nokkru greindu talsmenn þriggja stærstu flokkanna á danska þinginu, Folketinget, frá því að þeir væru sammála um að leggja yrði ákveðnar línur varðandi mataræði í uppeldisstofnunum. Þær línur, sem nú hafa verið lagðar, snúa fyrst og fremst að því að svínakjöt verði ekki gert útlægt. Rökin fyrir því að leggja slíkar línur segja talsmenn flokkanna þriggja (sósíaldemókrata, Venstre og Danska þjóðarflokksins) þau að með því séu stjórnendur leikskólanna leystir undan þrýstingi frá foreldrum og forráðamönnum. Sumir stjórnendur hafi algjörlega beygt sig fyrir kröfum um að svínakjöt yrði ekki borið á borð þótt börn sem ekki megi borða það séu í algjörum minnihluta. Slíkt gangi ekki heldur verði að tryggja að tekið sé tillit til allra sjónarmiða. Þegar þingmenn hófu að setja saman „reglurnar“ var tiltekið að danskar matarhefðir skyldu tryggðar í dönskum leikskólum. Síðar kom í ljós að sums staðar var rúgbrauð, kartöflur og grænmeti látið duga sem dönsk hefð, en stjórnmálamennirnir skerptu þá áherslurnar og gerðu það skylt að hafa svínakjöt á matseðlinum. Eiga stjórnmálamenn að skipta sér af matseðlum? Um það eru skoðanir skiptar, bæði á þinginu og meðal almennings. Flestir virðast, miðað við kannanir, vera þeirrar skoðunar að reglur þurfi að vera. Þær þurfi að taka tillit til allra sjónarmiða og virða sérþarfir einstakra hópa, án þess að ganga á rétt hinna. Bertel Haarder, þingmaður og fyrrverandi ráðherra sem sat í vinnuhópn­ um, sagði að það kæmi kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að þingmenn væru að blanda sér í hvað boðið væri upp á í mötu­ neytum leikskólanna. „Það hefur oft gerst að ákvarðanir þingsins hafi þótt undarlegar, en iðulega komið í ljós að þær hafi átt rétt á sér. Ég hygg að þetta svokallaða kjötbollu­ stríð sé í þeim hópi,“ sagði Bertel Haarder. Kennaraferðir Fararsnið hefur langa reynslu í að skipuleggja ferðir fyrir kennarahópa, bæði á sýningar og ekki síður skólaheimsóknir. Þar er blandað saman áhugaverðum skólastefnum og sælkeralífi, ásamt léttum gönguferðum í sveit og borg. Fararsnið ehf. - Lundur 17, 200 Kópavogi jonkarl@fararsnid.is

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.