Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 17
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 17 vinni fjölbreytt verkefni. Verkefnin reyna á lausnamiðaða nálgun, öflun upplýsinga, úrvinnslu og miðlun. Áhersla er lögð á að nota fjölbreytta verkferla í vinnunni t.d. við greiningu og notkun heimilda, við rannsóknir og hönnun, í samvinnu og umræðum og við þá fjölbreyttu miðlun sem á sér stað. Nemendur voru í einni lotunni að vinna með erfðafræði. Þá var farið í heimsókn í Íslenska erfðagreiningu og einhverjir nemendur höfðu sjálfir samband við sérfræðinga, spurðu spurninga og öfluðu sér þannig upplýsinga um efnið og lærðu að leita nýrra leiða í heimildaleit. Reynslan af Sprellifixum er mjög jákvæð. Nemendur hafa fleiri tíma í vikunni til að vinna verkefnin en tímabilin eru styttri, áður var kannski verið að vinna í mörgum verkefnum og ótengdu efni undir mismunandi námsgreinum á sama tíma. Nú starfa nemendur að einu verkefni sem tengist ákveðnu efni og vinnan verður mun markvissari. Í hverju Sprellifixi reynum við að virkja tengingar milli sviða og sem dæmi má nefna að þegar lotan fjallar um erfðafræði er kvikmynd um efnið undir í bókmenntum og fókusinn er ekki bara á erfðafræði eins og hún kemur fyrir í náttúrufræði heldur líka áhrif erfðatækni á samfélagið og þær siðferðilegu spurningar sem vakna.“ segir Björgvin. Björgvin vísar í mynd af heildarferl­ inu og útskýrir hana: „Markmiðið er að allir þessir þættir skili sér hjá nemendum. Hæfniviðmið úr aðalnámskrá eru metin beint og öll verkefni skipta jafn miklu máli, allt ferlið telur. Mikið er lagt upp úr að nemandi temji sér skapandi og gagnrýna hugsun, að hann geti tjáð sig og miðlað upp­ lýsingum. Í þessu námi eru engin takmörk. Nemandinn hefur alltaf svigrúm til að taka verkefni lengra og í þá átt sem hann vill. Hann sér kannski nýjan vinkil á efninu og vinnur það áfram í samvinnu við kennarana. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að námsefnið skili sér ekki en þær áhyggjur eru óþarfar. Þau hugtök sem nemandinn þarf að þekkja eru listuð upp og það er ekki hægt að þjálfa upp hæfni nemenda nema byggja vinnuna á góðum grunni, efninu sjálfu. Umræðan og viðbrögð við þessari nýju námsleið hafa verið mjög jákvæð og ég get sagt að margir nemendur hafi tileinkað sér hugarfar sigurvegarans – að gera ávallt sitt besta miðað við tímann sem í boði er.“ Sér stundatöfluna hverfa Smiðjan er tilraunaverkefni til þriggja ára en nú þegar er mikil vinna að baki sem snýr t.d að því að búa til verkefni og verkefnahefti. „Við kennararnir sjáum nemendur vaxa, vera eins og eldflaugar. Það eru engin takmörk, ekkert þak og það er stórkostlegt að sjá hvað sumir nemendur eru nýta sér það. Framtíðar­ sýnin mín er heildstæður vinnudagur þar sem allar námsgreinar eru inni í Smiðju. Við getum með þessu móti þjálfað nemendur á fjölbreyttan hátt og þurfum ekki að vera eins föst við greinarnar. Stundataflan myndi hverfa en einn af göllunum við hana er sá að það er erfitt að bæta nýjungum við og þróa skólastarfið ef við ætlum alltaf að búa til nýja námsgrein inn í 40 mínútna tímaskipulag þegar eitthvað nýtt verður mikilvægt. Skóladagurinn væri líkt og vinnudagur sem hægt er að þróa með samfélaginu, þó hann byggi á námskrá þar sem grunnefnið er alltaf til staðar. Með þessari aðferð öðlast nemendur mun meiri færni til framtíðar að mínu mati,“ segir Björgvin og fróðlegt verður að fylgjast með hvar þetta verkefni verður statt eftir fimm ár. Við erum að búa nem­ andann undir að vera stafrænn borgari. Við kennum nemendum að virða siðferði við notkun tækja og miðla. Nemendur skilgreindu hvað felst í rannsókn og settu upp á myndrænan hátt. Heildarferlið í hverju Sprellifixi en markmiðið er að allir þessir þættir skili sér inn í nám nemenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.