Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 11

Skólavarðan - 2018, Side 11
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 11 Ályktun um raddheilsu kennara Þing KÍ lýsir yfir áhyggjum vegna versnandi raddheilsu kennara en röddin er vinnutæki þeirra og mikilvægt að vinnu­ aðstæður taki mið af verndun hennar. Skorað er á ríki, sveitarfélög og aðra rekstrar­ aðila skóla í samvinnu við KÍ að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að verndun raddar kennara á öllum skólastigum. Samþykkt gegn markaðsvæðingu menntunar Menntun er á ábyrgð hins opin­ bera og opinberir fjármunir eiga að koma nemendum til góða. Einkavæðing, markaðsvæðing í menntakerfinu og samkeppni í velferðarþjónustu veikir jöfnuð í menntun, jafnræði til náms og minnkar opinber áhrif á mennta­ kerfið í gegnum lýðræðislega kjörnar stofnanir. Þingið áréttar að félagslegt mikilvægi menntunar fyrir einstaklinga og samfélag geri þær kröfur til stjórnvalda að vernda mennta­ kerfið gegn áhrifum einkavæð­ ingar og útvistun verkefna til einkaaðila. Þing KÍ leggur áherslu á að menntun eigi að vera aðgengileg öllum, innihald menntunar og faglegt starf eigi ekki að einkavæða og auka þurfi eftirlit með einkareknum skólum. Ályktun um laun kennara Skorað er á ríki og sveitar­ félög að gera laun kennara samkeppnisfær við laun annarra sérfræðinga á opinberum og almennum markaði. Stórsókn í menntamálum er orðin tóm nema laun kennara verði gerð samkeppnishæf. Ályktun um verkferla vegna kynferðislegs áreitis, ofbeldis og mismununar Útbúa skal verkferla vegna til­ kynninga um kynferðislegt áreiti, kynferðisofbeldi og kynbundna mismunun gegn félögum og starfsfólki KÍ. Verkferlarnir skulu kynntir vel og vera aðgengilegir. Ályktun um öryggi og tryggingar kennara vegna ábyrgðar þeirra á nemendum Kallað er eftir því að rekstrar­ aðilar menntastofnana gangist við þeirri ábyrgð sem vinnuveit­ andi ber á starfsmönnum og nemendum skóla. Félagsmenn KÍ hafna því að bera persónulega ábyrgð á slysum og tjóni sem nemendur verða fyrir. Vinnu­ umhverfisnefnd skuli leita eftir lögfræðiáliti varðandi ábyrgð og tryggingar við ýmsar starfs­ aðstæður félagsmanna KÍ. Samþykkt um stöðu íslenskrar tungu í skólakerfi og samfélagi Skorað er á Alþingi og stjórnvöld að tryggja stöðu íslenskrar tungu í skólakerfi og samfélagi. Staða íslenskrar tungu er brothætt og snúa þarf vörn í sókn. Að verki eru miklar og hraðar samfélags­ og tæknibreytingar sem hafa víðtæk áhrif á flestum sviðum mannlífsins og áhrif enskunnar á íslenskt málumhverfi eru meiri og víðtækari en nokkru sinni. Þingið leggur til aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu og eru þær m.a. að efla stöðu Íslenskrar málnefndar, hvetja foreldra/forráðamenn og kennara til að lesa fyrir börn, auka framboð á náms­ og kennsluefni á íslensku, afnema virðisaukaskatt á bækur, efla skólabókasöfn og tryggja skólum ókeypis aðgang að íslensku efni sem er framleitt með stuðningi ríkisins. Samþykkt um að hætta útgáfu handbókar Þing KÍ samþykkti að hætta útgáfu handbókar kennara. Sam þykktin byggir á könnun sem gerð var árið 2014 og sýndi að stór hluti félagsmanna notar handbókina ekki. Bæði fjárhagsleg og umhverfisleg rök studdu tillöguna. Skólastefna Menntun er mannréttindi og almannahagur og ein mikilvæg­ asta grunnstoðin í velferðar­ kerfinu. Góð menntun stuðlar að persónulegri og faglegri þróun einstaklinga og að félagslegri, menningarlegri, efnahagslegri og stjórnmálalegri þróun samfélagsins í heild. Menntun stuðlar að friði, lýðræði, sköpun, samstöðu, félagslegri samheldni og skuldbindingu við sjálfbæra þróun og skilningi milli þjóða og menningarsvæða.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.