Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Síða 14

Skólavarðan - 2018, Síða 14
14 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 „Væntingar mínar til námsins voru í upphafi frekar litlar. Ég vissi eiginlega ekki alveg hvað ég væri að fara út í. Svo þegar leið á árin jukust væntingar mínar meira og meira og ég myndi segja að ég hafi búist við því að kennaradeildin myndi undirbúa mig fyrir að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem kennarar mæta daglega,“ segir Sveinn Leó. „Kennarastarfið er einfaldlega þannig að nám getur aldrei undirbúið kennara fyrir allt sem mun koma upp á í starfinu sjálfu.“ Sveinn Leó Bogason ólst upp á Akureyri og flutti til Reykjavíkur ásamt móður sinni árið 2006. Hann fór í Menntaskólann við Sund og þaðan í Háskóla Íslands en hóf nám í hagfræði haustið 2011. Hann ákvað hins vegar vorið 2012 að fara í kennaranám og hóf það nám um haustið við kennaradeild Háskóla Íslands og lagði áherslu á stærð­ fræðikennslu. „Það sem heillaði mig við kennarastarfið var hversu lifandi og aktívt það er. Það og að vinna með fólki var eitthvað sem heillaði mig töluvert meira en að sitja fyrir framan tölvuskjá allan daginn. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið draumur lengi en ég hafði alveg hugsað til þess.“ Væntingarnar jukust Sveinn Leó segir að væntingar sínar til námsins hafi í upphafi verið frekar litlar. „Ég vissi eiginlega ekki alveg hvað ég væri að fara út í. Svo þegar leið á árin jukust væntingar mínar meira og meira. Ég myndi segja að ég hafi búist við því að kennaradeildin myndi undirbúa mig fyrir að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem kennarar mæta daglega og gefa mér innsýn í það hvað felst í starfi kennara ásamt því að gera mig ekki eingöngu í stakk búinn að tækla þau viðfangsefni sem fengist er við innan stærðfræðinnar, fræðigreinar minnar, heldur einnig að vera vel að mér um til hvers er ætlast til af nemendum á hverju stigi skólagöngunnar.“ Stærðfræði á unglingastigi Sveinn Leó vildi helst kenna á unglingastigi. „Það er einfaldlega vegna þess að mér þykir skemmtilegast að vinna með unglingum og finnst það stærðfræðinám sem fer fram á unglingastigi áhugaverðara en á öðrum stigum. Einnig hafði ég sérhæft mig að unglingstigskennslu í náminu. Lítið var um Texti: Svava Jónsdóttir Sveinn Leó Bogason útskrifaðist frá Kennaradeild Háskóla Íslands í fyrravor og hefur í vetur starfað sem kennari á miðstigi við Glerárskóla. ÞAÐ ÞARF AÐ HLÚA BETUR AÐ KENNURUM Sveinn Leó Bogason. „Einnig finnst mér ég einhvern veginn hafa meira sjálfstraust til þess að fara út fyrir rammann og prófa nýja hluti.“ Texti og myndir: Svava Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.