Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Side 43

Skólavarðan - 2018, Side 43
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 43 hræðsla sem tengdist því að þá tæki eitthvað annað við. „Og það er að koma á daginn núna. Nú eru komin þrjú ár og fyrsti útskriftarár­ gangurinn er að útskrifast í vor eftir þriggja ára nám. Það er að koma berlega í ljós að þetta hefur áhrif ekki bara á kórstarfið heldur alla aðra starfsemi innan skólans. Nemendur hafa einfaldlega hvorki tíma né orku í allt. Þeir finna sumir fyrir pressu til að ljúka skólanum á þremur árum þótt þeir þurfi þess ekki. Þeir sleppa þess vegna ýmsu sem væri þroskandi fyrir 16­20 ára nemendur að stunda. Það er gott að byggja ofan á almenna námið reynslu sem tengist til dæmis tónlist og því að syngja í kór. Stytting á að hafa farið fram en margir líta svo á að lítið hafi verið stytt, frekar hafi verið troðið þannig að í raun sé verið að kenna á þremur árum það sem kennt var á fjórum árum. Það átti ekki að vera þannig. Í Flensborg erum við með línur eða svið sem tengjast inn á stúdentsbrautirnar. Það er til þess að nemendur sem eru með sérsvið þurfi ekki að velja á milli skólans eða hæfileikanna. Þannig er stórt íþróttaafrekssvið og vaxandi listnámssvið í þróun. Loks er það félagslífssvið sem tengist skátunum, Landsbjörgu og fleiru. Einn stærsti punkturinn er til dæmis sá að þegar nemandi þarf að sinna stórum viðburð­ um innanlands eða erlendis þá skuldbindur skólinn sig til þess að hliðra til þannig að viðburðurinn verði ekki til þess valdandi að fella nemandann. Þetta er orðið erfitt að efna í dag.“ Hrafnhildur tekur fram að þegar hún tali um þetta sé hún með meðalnemandann í huga. „Ég hef alltaf haft kórmeðlimi sem hafa lokið náminu á þremur árum og verið í hinum ýmsu tómstundum fyrir utan skólann og jafnvel dúxað. Svo hef ég líka verið með kórmeðlimi sem hafa þurft að ströggla þegar kemur að náminu og allt þar á milli. Það þarf að taka tillit til allra þessara þátta.“ Hafa ekki tíma Hrafnhildur segir að undanfarin ár eða frá því ákveðið var að stytta skólann fái hún oftar beiðnir um frí frá kórmeðlimum. „Þeir biðja stundum um frí af kóræfingu vegna þess að það er svo mikið að gera í heimavinnunni.“ Hrafnhildur segir að sumir hafi sagst þurfa að hætta í kórnum vegna þess að þeir komast ekki yfir þetta allt. „Og þeir eru þá mjög sorgmæddir. Þetta er orðið æ algengara. Þessir krakkar þurfa að klippa af því sem þroskar þá á annan máta heldur en fasta skólastarfið gerir og kórstarfið er eitt af því. Við finnum það í Flensborg að 200 eininga nám er mikið nám ef nemendur ætla að klára það á þremur árum. Í raun er hugsunin á bak við einingarnar sú að nemendur fái 30 ein­ ingar fyrir fulla önn, 60 einingar fyrir veturinn og 180 einingar á þremur árum. 200 eininga nám er því í raun hátt í sjö anna nám en ekki sex anna nám. Það er búið að sníða skólanum mjög þröngan stakk með þessu þriggja ára námi. Álag og streita er meira áberandi en áður á meðal nemenda. Hvað varð um hugmyndina um heilsueflandi framhaldsskóla og skóla jákvæðrar menntunar og núvitundar? Það virðist ekki vera pláss fyrir það lengur vegna þess að það þarf að keyra allt áfram.“ Öðruvísi aðferðir Hrafnhildur segir að hún telji að stytting fram­ haldsskólanámsins muni að lokum koma all­ verulega niður á kórstarfi í framhaldsskólum. „Hvað verður um okkar miklu kórhefð þegar þessum aldurshópi verður kippt úr keðju tónmenntunar og kórsöngs? Það sem ég er svo hrædd um er að þarna munum við missa einn hlekk úr þessari þróunarkeðju kórstarfs á Íslandi sem við höfum verið þekkt fyrir; þetta dásamlega áhugamál sem Íslendingar hafa átt – að syngja í kórum og kynnast allri þessari tónlist og ljóðum.“ Hrafnhildur segir að stytting fram­ haldsskólanáms hafi haft áhrif á hvernig hún hugsar um framtíðina og hvað hana langar til að gera. „Ég fer ekkert í grafgötur með það að ég er undir meira álagi en áður. Þetta kallar á öðruvísi aðferðir hjá mér. Þetta kallar náttúrlega á aukavinnu. Maður treður hins vegar ekki tónlist inn í fólk. Það verður að lofa því að upplifa og njóta. Ég hef svolitlar áhyggjur af því hvort þetta muni halda áhuga mínum og kórfélaganna gangandi vegna þess að þeir verða að sjá að þeir hafi náð árangri en það er ekki hægt að hraðsjóða árangur. Hann verður að koma smátt og smátt með vellíðan en ekki með ítroðslu. Það bara gengur ekki.“ Hrafnhildur segir að það þurfi að breyta náminu aftur í fjögur ár. „Svo einfalt er það í mínum huga. Og ef það þarf endilega að stytta þetta og koma fólkinu fyrr út í framhaldsnám eða út í atvinnulífið þá myndi ég frekar vilja sjá þessa breytingu á grunnskólastiginu.“ Það er menntun fyrir kórmeðlimi að kynnast öðru en því sem þeir heyra í útvarpi og sjónvarpi.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.