Skólavarðan - 2018, Side 37
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 37
Changing times require schools to
become modern learning organisations
- that are able to adapt to external shifts,
embrace innovation and ultimately improve
a range of valued student outcomes. It is the
work of educational leaders to create the
teams, cultures and organizational routines
necessary for schools to become sites of
powerful learning for both students and
adults.
Grundvöllur samstarfs kannaður
Nokkrir háttsettir ráðamenn sóttu ráðstefn
una og má þar meðal annars nefna Lilju
Alfreðsdóttur, mennta og menningarmála
ráðherra, en hún tók þátt í pallborðsum
ræðum um námskrá. Í þeim umræðum tóku
einnig þátt Judge David Arnot, formaður
mannréttindanefndar Saskatchewanfylkis,
og David Eggen, menntamálaráðherra
Albertafylkis. Ólafur Loftsson, fráfarandi
formaður Félags grunnskólakennara, Skúli
Helgason, formaður skóla og frístundaráðs
Reykjavíkur, og Lilja Alfreðsdóttir héldu svo
utan um eina málstofuna þar sem mennta
stefna Reykjavíkurborgar var kynnt auk þess
sem sagt var frá vinnu við bókun eitt.
Eftir áhugaverða og fræðandi daga í
Banff hélt hópurinn af stað í næsta leiðangur.
Tilgangur þessarar ferðar var að kanna
grundvöll fyrir samstarfi á milli íslenskra
og kanadískra skóla, kennara og nemenda.
Skólar í Albertafylki hafa átt farsælt samstarf
við bæði Finna og Norðmenn á undanförnum
árum. Kennarasamtökum fylkisins þótti því
áhugavert að horfa til Íslands með samstarf í
huga. Grundvöllur var lagður á ráðstefnu sem
fulltrúar allra fjögurra þjóða sóttu á Flúðum
í október síðastliðnum. Fulltrúar ATA skipu
lögðu þá ráðstefnu og sáu einnig um skipulag
þessa næsta skrefs í ferlinu, að hittast og
„máta sig“ saman. Íslenski hópurinn lagði
því spenntur af stað í svolitla óvissuferð en
þó með dyggan leiðsögumann, kanadíska
skólastjórann Ian Baxter, sem hefur mikla
reynslu af samstarfi af þessu tagi enda verið
hluti af ferlinu hjá ATA frá upphafi.
Fyrri skólinn sem hópurinn heimsótti
heitir Banded Peak School, staðsettur í
Bragg Creek rétt utan við Calgary. Hann er
svokallaður k8 skóli, fyrir nemendur frá því
sem við myndum kalla elstu deild leikskóla
og út 8. bekk. Það fyrsta óvænta sem við
mættum var íslensk stelpa sem hefur verið
búsett í Kanada í mörg ár, Anna Hayne. Hún
kennir í skóla í fylkinu, frétti af íslenskri
sendinefnd á leiðinni og fékk leyfi til að mæta
á staðinn. Banded Peak er fremur nýlegur
sveitaskóli og telur 306 nemendur. Eftir
stutta kynningu skipti hópurinn sér upp
og kíkti inn í kennslustundir þar sem fram
fór afar fjölbreytt starf. Hefðbundið útlit
var á kennslustofunum, borð og stólar fyrir
nemendur og kennaraborð fyrir kennara,
snjalltöflur í flestum stofum. Mikið er lagt
upp úr því að rækta tengslin við samfélagið
og taka foreldrar virkan þátt í skólastarfinu.
Eitt helsta sérkenni skólans er 40 ekra skóla
lóð sem mikið er nýtt í útikennslu. Nemendur
fara út allan ársins hring hvernig sem viðrar,
nema allra yngstu börnin sem fara ekki út
ef frostið fer niður fyrir 20 gráður. Annars
mæta allir klæddir í takt við veðrið hverju
sinni. Íslenski hópurinn fór í stutta gönguferð
um lóðina og gegndu nemendur hlutverki
leiðsögumanna. Það vakti nokkra kátínu (og
mögulega smá ugg) í hópnum þegar skóla
stjórinn spurði einn af kennurum skólans
hvort bjarnarspreyið væri ekki örugglega með
í för. Dýralíf í uppsveitum Alberta er aðeins
fjölbreyttara en það íslenska.
Frábærar móttökur
Frá Bragg Creek lagði hópurinn aftur af
stað í bílferð. Vegalengdirnar eru öllu lengri
þarna megin en fólk virðist ekki setja það
fyrir sig að aka upp undir klukkustund til
vinnu. Nemendur þurfa jafnvel að eyða álíka
löngum tíma í skólabílum. Síðari skólinn
sem var heimsóttur heitir New Norway
School og er í samnefndum bæ sunnan við
Edmonton. Ætlunin var að keyra beint á
hótel til að hvíla sig fyrir skólaheimsóknina
næsta dag en hópurinn fékk óvænt boð á
lacrosse leik ungmenna í Camrose, næsta
bæ við. Leikurinn reyndist hin besta
skemmtun og heimaliðið fékk mikinn
stuðning Íslendinganna sem vöktu athygli
fyrir hvatningaróp úr stúkunni.
Næsta dag mætti hópurinn í New
Norway School, í samnefndum bæ, þar sem
nemendur höfðu séð um að undirbúa alla
dagskrá. Það fyrsta sem tók á móti hópnum
var skilti sem bauð íslensku sendinefndina
velkomna. Eftir að hafa hlustað á kanadíska
þjóðsönginn, sem er spilaður í hátalarakerfi
skólans á hverjum morgni, var haldið inn í
íþróttasalinn. Þangað komu allir nemendurn
ir en skólinn er k12 skóli, frá leikskóla alveg
út menntaskóla (high school). Nemendurnir
settust á áhorfendapallana en Íslendingarnir
í stóla þar fyrir framan, aðeins stillt upp
til sýnis. Spilað var kynningarmyndband
um skólann sem útbúið var af nemendum,
yngstu nemendurnir færðu svo hópnum
fjöldann allan af teikningum sem höfðu verið
gerðar sérstaklega fyrir þessa heimsókn. Ekki
laust við að fólk yrði ögn klökkt. Eftir að hafa
svarað nokkrum spurningum frá nemendum
ákvað hópurinn að kenna viðstöddum
víkingaklappið við mikinn fögnuð. Þá skipti
hópurinn sér upp og fékk að kíkja inn í
kennslustundir áður en farið var í hádegis
verð sem heimilisfræðihópur nemenda í 12.
bekk útbjó. Ekki var hægt að yfirgefa svæðið
án þess að prófa hina nýuppgötvuðu íþrótt
lacrosse og var spilaður afar fjörugur leikur
með nemendum áður en haldið var af stað
til Edmonton þaðan sem fljúga átti heim til
Íslands.
Frumkvæði og virkni
Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli
hópsins í þessari ferð var hversu tilbúnir
nemendur voru að ræða verkefni sín og
gera grein fyrir þeim. Sama hvort það var
á yngsta stigi, miðstigi eða unglingastigi þá
voru nemendur ekki bara með það á hreinu
hvað þeir voru að gera heldur gátu alltaf
líka útskýrt tilganginn, hvaða hugsun lá að
baki framkvæmdinni. Frumkvæði og virkni
í kennslustundum var áberandi, mikið er
lagt upp úr nemendalýðræði, að nemendur
séu virkir þátttakendur í náminu. Í heildina
var hópurinn afar ánægður með hvernig til
tókst, bæði fræðilega hlutann í upphafi en
ekki síður skólaheimsóknirnar í síðari hluta
ferðarinnar. Slíkar heimsóknir bæði opna
augun fyrir nýjum hlutum en ekki síður fyrir
því sem vel er gert í eigin umhverfi, það má
ekki vanmeta.
Frumkvæði og virkni í
kennslustundum var
áberandi, mikið er
lagt upp úr nemenda
lýðræði, að nemendur
séu virkir þátt
takendur í náminu.