Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Síða 30

Skólavarðan - 2018, Síða 30
30 SKÓLAVARÐAN VOR 2018 Katarzyna Rabęda er kennaramenntuð og kenndi í pólskum grunnskóla í fjögur ár. Hún flutti til Íslands árið 2008 vegna þess að hún hafði áður komið til Íslands og orðið hrifin af landinu. Hún segir að áður en hún fór aftur til Póllands hafi hún vitað að hún vildi koma aftur og búa hér allavega í einhvern tíma. Eftir að hún kom aftur til Íslands fékk hún fljótlega vinnu við afleysingar hjá fyrirtæki en kennslan togaði í hana. „Mig langaði svo til að starfa sem kennari,“ segir Katarzyna en hún fékk síðar kennsluréttindi hér á landi bæði sem grunnskóla­ og framhaldsskóla­ kennari. „Ég vissi að skólar fyrir pólskumælandi börn og unglinga væru starfræktir í ýmsum löndum og ég athugaði hvort slíkur skóli væri starfræktur á Íslandi en svo var ekki. Ég fékk þá hugmynd að stofna skóla en ég vissi að það væri fullt af Pólverjum á Íslandi og ég hitti marga þeirra. Það voru fleiri með sömu hug­ mynd,“ segir Katarzyna og nokkrum mánuðum síðar var búið að stofna Pólska skólann. Markmiðið var að pólsk börn sem byggju á Íslandi fengju kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu og landafræði Póllands, en mikilvægt er að börn læri móðurmál sitt rétt til að skilja frekar málfræði í erlendum tungumálum. Það er Vinafélag Pólska skólans sem rekur skólann en í félaginu eru foreldrar barna sem stunda nám við skólann sem og kennarar skólans. Pólverjar eru fjölmennastir innflytjenda á Íslandi. 1. janúar 2017 voru 13.795 pólskir ríkisborgarar á Íslandi en íbúar á landinu voru þá 338.349. Þá höfðu í árslok 2016 2.179 Pólverjar fengið íslenskan ríkis­ borgararétt frá árinu 1991. Katarzyna er þar á meðal. 5-15 ára „Þegar skólinn var stofnaður var meira um að pólskir krakkar byggju á Íslandi í stuttan tíma og flyttu aftur til Póllands. Þetta hefur breyst en nú er meira um að pólskir karlmenn sem eiga fjölskyldur komi til Íslands til að vinna og svo kemur fjölskyldan kannski eftir eitt eða tvö ár og býr áfram á Íslandi.“ Fyrsta skólaárið stunduðu um 60 nemendur nám við skólann, næsta skólaár voru þeir 120 og þetta skólaár stunda 324 pólsk börn og unglingar nám við skólann. Fyrsta skólaárið voru nemendur á aldrinum 7­15 ára en nú eru þeir á aldrinum 5­15 ára. Börn á yngsta stigi læra aðallega pólsku, börn á miðstigi PÓLSKI SKÓLINN Skilningur í móðurmáli hjálpar við nám í heimaskóla 324 börn og unglingar af pólskum uppruna stunda nám við Pólska skólann sem hefur verið starfræktur í áratug. Katarzyna Rabęda, einn af stofnendum skólans og kennari þar, segir að það sé auðveldara að kenna barni í heimaskóla þess ef það þekkir málfræði í móð- urmáli sínu en í Pólska skólanum er meðal annars bent á að grundvöllur til að skilja málfræði í erlendum tungumálum sé að skilja hana rétt á móðurmáli viðkom- andi og því sé mikilvægt að læra móðurmálið vel. Katarzyna Rabęda. „Það er bara nauðsynlegt að hafa grunn í móðurmáli sínu,“ segir Katarzyna og viðurkennir að kennarar skólans fái stundum hrós frá kennurum í heima­ skólum krakkanna. „Það hefur verið hringt í skólastjórann til að þakka fyrir.“ Texti: Svava Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.