Skólavarðan - 2018, Blaðsíða 56
56 SKÓLAVARÐAN VOR 2018
Sveinlaug Sigurðardóttir tekur brátt sæti í
stjórn Félags leikskólakennara. Hún hefur
átt sæti í skólamálanefnd FL um árabil.
Sveinlaug segir starf sitt sem leikskóla
kennari alveg dásamlega skemmtilegt.
HVER: Ég er 36 ára leikskólakennari og
starfa eingöngu við útikennslu. Hef verið í
Skólamálanefnd FL undanfarin ár en mun
setjast í stjórn FL núna í vor.
Hver eru helstu verkefnin fram undan í
málefnum leikskólans? FL verður með
aðalfund í maí 2018 og undirbúningur undir
þann fund er í fullum gangi þessa dagana.
Þar verður lögð áhersla á umræður um
frjálsa leikinn og mikilvægi hans í leikskóla
starfi. Þar mun ný stjórn FL taka við og
verða verkefnin fram undan bæði ögrandi
og skemmtileg. Það sem borið hefur hæst í
umræðum um leikskólamál undanfarið eru
starfsaðstæður í leikskólum og það er ærið
verkefni að vinna að breytingum til hins
betra í þeim málum.
Hvað hefur borið hæst í þínu starfi í
vetur? Starfið mitt sem leikskólakennari
við útikennslu er alltaf svo dásamlega
skemmtilegt að það er erfitt að velja úr.
En ætli standi ekki upp úr sú frábæra til
finning að sjá börnin sökkva sér í frjálsan
leik úti í náttúrunni, skoða, rannsaka og
læra í gegnum leikinn.
Hvernig leggst sumarið í þig? Sumarið
leggst mjög vel í mig, eins og alltaf. Ég
elska bjartar íslenskar sumarnætur og get
ekki beðið eftir að njóta þeirra.
Ætlarðu að ganga á fjall eða liggja á
strönd í sumar? Ég stunda ströndina og
sjóinn í Nauthólsvík allan ársins hring
og mun halda því áfram í sumar eins og
alltaf. En fjöll eru í miklu uppáhaldi líka
svo ætli ég geri ekki sitt lítið af hvoru.
Ertu í klúbbi? Nei...eða hvað...er í vin
konuhópum...Eru það ekki nokkurs konar
klúbbar?
Hvaða bók er á náttborðinu? Ég er að lesa
Himnaríki og helvíti – þríleikinn eftir Jón
Kalman.
Hvert var uppáhaldsfagið þitt í grunn-
skóla? Samfélagsfræði minnir mig.
Draumagestir í kvöldverðarboði? Æsku
vinirnir.
Hvað gerirðu á laugardagsmorgnum? Sef.
Og kúri uppi í rúmi.
Hvaða sjónvarpsþáttur hefur heillað þig
í vetur? Call the midwife – algjörlega
dásamlegir þættir sem ná öllum tilfinn
ingaskalanum. Hef bæði hlegið og grátið
yfir þeim.
Ef þú mættir taka íslensku þjóðina í
kennslustund hvað myndirðu kenna? Nú
vitund. Og nægjusemi. Úti í náttúrunni.
Hvað er best í heimi? Ástmaðurinn minn.
Facebook eða Twitter? Twitter er
hnyttnara en ég nota Facebook miklu
meira.
FÉLAGINN SVEINLAUG SIGURÐARDÓTTIR, 36 ÁRA LEIKSKÓLAKENNARI Í ÚTIKENNSLU
ELSKAR BJARTAR ÍSLENSKAR
SUMARNÆTUR