Skólavarðan


Skólavarðan - 2018, Qupperneq 53

Skólavarðan - 2018, Qupperneq 53
VOR 2018 SKÓLAVARÐAN 53 af kennslu um mörg svið náttúrugreina, • rökstutt notkun nánasta umhverfis skóla í kennslu náttúrugreina, • útskýrt mikilvægi og gildi verklegra viðfangsefna fyrir áhuga nemenda og hugtakanám í náttúrugreinum, • skipulagt kennslu þannig að hún efli markvisst læsi nemenda á sviði náttúrugreina, • unnið með álitamál í samfélaginu er varða umhverfis­ mál og stuðlað að getu nemenda til aðgerða. Skipulag námsins Farið verður hægt af stað og fyrsta skólaárið 2018-2019 verður eitt fimm eininga námskeið kennt að hausti og annað að vori. Skólaárið 2019-2020 er stefnt að því að kenna tvö námskeið á hverju misseri. Þannig að námið dreifist á fjögur misseri alls. Áætlað er að kennsla hefjist í fyrri hluta ágúst á haustmisseri og í byrjun janúar á vormisseri. Seinna árið eru námskeiðin kennd eitt í einu, hvert á fætur öðru og kennslustundir verða á tveggja vikna fresti á föstudagseftirmiðdögum og laugardagsmorgnum. Þannig er fyrri hluti misseris helgaður einu námskeiði og seinni hlutinn öðru. Þeir sem óska eftir að taka námið í fjarnámi þurfa að gera ráð fyrir að koma í staðlotur einu sinni til tvisvar á misseri. Leitast verður við að hafa staðloturnar utan starfstíma grunnskólanna eins og mögu­ legt er. Námsmat í námskeiðunum byggir á fjölbreyttum verkefnum með áherslu á samvinnu þátttakenda en ekki verða haldin lokapróf. SÉRSNIÐNAR FERÐIR UM ALLAN HEIM TALAÐU VIÐ FERÐARÁÐGJAFA SÍMI 585 4000 INFO@UU.IS Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | 585 4000 | uu.is EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST ER STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ BJÓÐA EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐ (2018 – 2020) Haustið 2018 Útikennsla og staðtengt nám (5 ECTS): Fjallað verður um skipulag útikennslu og staðtengds náms og tekin dæmi um náttúrufræðileg viðfangsefni sem vinna má í umhverfi skóla. Fjallað verður um niðurstöður rannsókna á kostum og takmörkunum slíkrar kennslu. Vorið 2019 Verkleg viðfangsefni í eðlis- og efnafræði (5 ECTS): Áhersla verður á mikilvægi og gildi verklegra viðfangsefna fyrir áhuga og nám nemenda í náttúrufræði. Fjallað verður um ákveðin eðlis­ og efnafræðileg viðfangsefni og verkleg viðfangsefni prófuð í tengslum við þau. Rýnt verður í ólíkan tilgang verklegra athugana og sjónum einnig beint að sýndartilraunum og tölvutækni. Haustið 2019 Verkleg viðfangsefni í líf- og jarðvísindum (5 ECTS): Áhersla verður á notkun spurnaraðferða (e. inquiry­based) í verklegri kennslu í líf­ og jarðvísindum. Þátttakendur fá reynslu af marg­ víslegum athugunum og tilraunum sem nýtast í náttúrufræðinámi nemenda. Læsi á náttúrufræðitexta (5 ECTS): Fjallað verður um læsi í náttúrufræði og rannsóknir á því. Kynntar verða leiðir til að efla læsi á náttúrufræðitexta og sjónum beint að hugtakanámi og aðferðum tengdum lestri, ritun og umræðum. Vorið 2020 Loftslagsbreytingar og menntun (5 ECTS): Fjallað verður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga í heimin­ um. Tekin verða dæmi af mengun lands og sjávar og sjónum beint að aðgerðum til að vernda náttúruna. Fjallað verður um hvernig vinna má með þessi viðfangsefni í skólastarfi. Kennsluáætlanir í ljósi aðalnámskrár (5 ECTS): Skipulag kennslu verður skoðað heildstætt í ljósi hæfniviðmiða aðalnámskrár. Unnið verður með gerð ólíkra kennsluáætlana og námsmat byggt á hæfniviðmiðum. Í vinnu við skipulag kennslu og námsmats verður sjónum beint að orku. Umsóknarferli Sótt er um námið rafrænt á vef Háskóla Íslands, www.hi.is. Veljið leiðina Menntunarfræði leik­ og grunnskóla, viðbótardiplóma og kjörsviðið: kennslufræði og skólastarf. Þá eru námskeiðin Útikennsla og staðtengt nám og Verkleg viðfangsefni í eðlis­ og efnafræði valin. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.