Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 7
VOR 2017 7 Fundir eru óhjákvæmilegur hluti af flestum störfum í dag og þar er skólastarfið að sjálfsögðu ekki undanskilið. Í könnun sem Kennarasambandið lét gera nýlega kom í ljós að félagsmenn sitja að jafnaði tólf til tuttugu fundi í mánuði. Mat þeirra sjálfra er að aðeins um 10 prósent fundanna séu skilvirk. Aðalheiður Steingrímsdóttir, varafor- maður Kennarasambandsins og formaður fræðslunefndar KÍ, segir að margir hafi bent nefndinni á að gagnlegt væri ef nefndin léti vinna fræðsluefni um hvernig hægt væri að gera fundi bæði skilvirkari og betri. Nefndin tók að sjálfsögðu vel í þær ábendingar og síðasta vor var farið að leggja drög að slíku kennsluefni. „Undanfarin ár hefur fræðslunefndin verið með árleg fræðslunámskeið fyrir forystusveit KÍ og aðildarfélaga til að veita fólki stuðning í félagsstörfunum. Á námskeiðunum er fólk beðið að leggja mat á fræðsluna og koma með ábendingar um atriði sem það telur sig hafa þörf fyrir að fá fræðslu um. Þannig urðu þessi mynd- bönd til, en tilgangur þeirra er fræðsla um praktísk atriði fyrir alla félagsmenn, hvort sem það viðkemur fundastússi og ræðuhöldum í félagsstarfinu eða í skólastarf- inu“ segir Aðalheiður. „Við vonum að þetta efni komi að tilætluðum notum.“ Fræðslunefndin fékk Gunnar Jónatans- son hjá ráðgjafafyrirtækinu IBT til að vinna fræðsluefnið, sem er í formi tólf stuttra myndbanda. Í þeim er meðal annars farið yfir það hvenær ástæða er til að halda fundi, hver beri ábyrgð á að fundur skili árangri og hverja skal boða á fundi. Sérstök myndbönd voru einnig unnin um framkomu á fundum. Myndböndin eru aðgengileg á heima- síðu Kennarasambandsins og eru félags- menn hvattir til að nýta sér efni þeirra. LEIðIR TIL Að STYTTA FUNDI OG GERA ÞÁ HNITMIðAðRI Gunnar Jónatansson hjá IBT leiðbeinir félagsmönnum KÍ við að stytta fundi í félagsstarfi og skóla- starfi, gera þá markvissari og tryggja að allir fundarmenn hafi hag af hverjum einasta fundi, í tólf myndböndum sem nú eru aðgengileg á heimasíðu Kennarasambands Íslands. FRÉTTIR Í byrjun ársins var félagsmönnum Kennara- sambandsins send könnun þar sem spurt var út í þjónustu Orlofssjóðs KÍ. Spurn- ingarnar voru sendar rafrænt og við þeim bárust rétt rúmlega 2.600 svör. Þar kemur fram að um áttatíu og átta prósent félagsmanna KÍ hafa á einhverjum tímapunkti nýtt sér þá þjónustu sem Orlofssjóður býður upp á. Af þeim sögðust rétt tæplega 78% ánægð eða mjög ánægð með þá þjónustu sem veitt var. Aðrar helstu niðurstöður eru meðal annars þær að félagsmenn virðast almennt sáttir við þann fjölda sumarhúsa sem Orlofssjóður á, og sömu sögu má segja um orlofsíbúðir sjóðsins í Reykjavík. Lögð var áhersla á að spyrja hversu margir félags- manna vildu fjölga þeim húsum þar sem gæludýr eru leyfð. Tæp 25% þátttakenda í könnuninni töldu að fjölga ætti þessum hús- um, meðan rúmlega 52% sögðust mótfallin því. Þegar spurt var út í umfang þjónustu Orlofssjóðs KÍ töldu rúmlega 40% þátttak- enda það vera passlegt meðan rúmlega 33% töldu það of lítið. Enn fremur eru tæplega 75% félagsmanna KÍ ánægð eða mjög ánægð með Ferðablað Orlofssjóðs. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar á næstu misserum til að þróa og bæta þá þjónustu sem Orlofssjóður Kennarasam- bands Íslands veitir. MIKIL ÁNÆGJA MEð ÞJóNUSTU ORLOFSSJóðS KÍ Mikill meirihluti félagsmanna KÍ er ánægður með Ferðablað Orlofssjóðs samkvæmt könnun sem gerð var í byrjun ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.