Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 49

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 49
VOR 2017 49 Á vefsíðunni hönnuhús.is er hægt að heimsækja Hönnu og fjölskyldu hennar. Í dag er fjölskyldan að þrífa heimilið og mamma hennar segir við hana: „Ekki vera fyrir, Hanna, það getur verið hættulegt að þrífa heimilið.“ Hönnu leiðist en fær skyndilega hugmynd. „Ég ætla að komast að því hvers vegna það getur verið hættulegt að þrífa heimilið!“ Hún grípur myndavélina sína, fer um húsið og tekur myndir af fjölskyldunni að þrífa. Huldar hættur á heimili Hönnu er skemmtilegt og einfalt kennsluefni á netinu. Um er að ræða vefsíðu (www.honnuhus.is) sem er öllum aðgengileg. Kennsluefnið er hugsað fyrir nemendur í þriðja til sjöunda bekk í grunnskóla. Tilgangur efnisins er að vekja nemendur til umhugsunar um hættu- leg efni og tryggja örugga notkun þeirra. Markmiðið er að nemendur átti sig á þeim mismunandi hættum sem geta stafað af efnavörum. Í Hönnuhúsi geta nemendur ferðast um á heimili Hönnu og kynnst um leið efnavörum sem eru algengar á heimilum og lært um hættumerkingar á þeim. Ýmsar efnavörur finnast á heimilinu sem börn geta komist í návígi við. Þetta geta verið efnavörur á borð við hreinsiefni, stíflueyði, grillvökva, viðarvörn og fleira. Alvarlegur augnskaði, skaði á húð eða eitranir eru dæmi um skaða sem börn geta orðið fyrir. Það er því nauðsynlegt að fræða börn um mögulegar hættur til að minnka líkurnar á slysum. Ef farið er varlega og efnin notuð á réttan og öruggan hátt er ekkert að óttast. Nemendur fá að fylgjast með Hönnu þegar hún er að taka myndir af fjölskyldunni að þrífa heimilið. Nemendur glíma við spurn- ingar til að athuga hvort þeir viti réttu svörin varðandi hætturnar sem geta leynst heima. Í Hönnuhúsi er farið í gegnum mismunandi tilvik þar sem fjölskyldumeðlimir eru við ýmis heimilisstörf og notast er við efnavöru sem getur reynst varasöm ef hún er ekki not- uð á réttan og öruggan hátt. Nemendur eru spurðir um varúðarráðstafanir við notkun efnavara og einnig hvaða hættumerki finnast á ýmsum vörum og hvað þau þýða. Á vefsíðunni má finna upplýsingar um hættumerkin ásamt leiðbeiningum fyrir kennara um kennsluefni, en það gæti hentað vel fyrir kennslu í raunvísindum eða lífsleikni. Huldar hættur á heimili Hönnu er samnorrænt verkefni þróað í samvinnu fimm Norð- urlanda: Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands, með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Nú er verið að vinna að uppfærslum og viðbótum við kennsluefnið sem munu bætast við vefsíðuna von bráðar. Þar er um að ræða meira kennsluefni, t.d. vísindagreinar fyrir eldri aldurshópinn. Hægt er að hafa samband við Umhverfisstofnun ef óskað er eftir frekari upplýsingum um Hönnuhús. HAFIð ÞIð KÍKT Í HÖNNUHÚS? Helga Ösp Jónsdóttir sérfræðingur, fyrir hönd Umhverfis- stofnunar. Fararsnið sérhæfir sig í ferðum á: • Education Show í Birmingham, 16. - 18. mars 2017 • Fyrirlestra- og skólaheimsóknir um Evrópu Fararsnið ehf. Lundi 17, 200 Kópavogi S. 696 6616 jonkarl@fararsnid.is www.fararsnid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.