Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 35
VOR 2017 35 Ársins 2010 verður hér á Íslandi einna helst minnst fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli sem vakti heimsathygli fyrir að trufla þúsundir flugferða um Evrópu og raunar víðar. En á sama tíma og ógnarstór gosmökkurinn gnæfði yfir Suðurlandi unnu tuttugu og sex grunnskólanemendur í bænum Blackawton í Bretlandi hörðum höndum að „lítilli“ vísindarannsókn sem átti eftir að vekja meiri athygli en nokkuð þeirra átti von á. Í grunninn gekk rannsóknin út á að kanna hvort býflugur væru gáfaðar. Til að komast að því ákváðu nemendurnir að kanna hvort flugurnar gætu leyst ákveðnar þrautir. Allar voru þrautirnar fremur einfaldar, allavega á mælikvarða okkar mannanna. Fimm flugur voru settar í kassa og í kass- anum var spjald með nokkrum hringjum, grænum, gulum og bláum á lit. Sykurvatni var komið fyrir á nokkrum hringjanna eftir ákveðnu mynstri sem breytt var tvisvar meðan á rannsókninni stóð. Markmiðið var að kanna hvort flugurnar myndu átta sig á samhenginu. Hér er óhjákvæmilegt að vitna beint í grein sem nemendurnir skrifuðu um rannsóknina til að greina frá helstu niður- stöðum sem voru; Bees—seem to—think! eða býflugur virðast hugsa! Það var greinin sem nemendurnir skrifuðu sem að endingu vakti athygli á þessari áhugaverðu rannsókn, en svo fór að hún var ritrýnd og í kjölfarið birt í vísindaritinu „Royal Society’s Biology Letters“. Einn höfundanna, Amy O‘Tool, var á þessum tíma tíu ára gömul. Hún var meðal þeirra nemenda sem höfðu verið valin til að leiða rannsóknina og varð þarna ein yngsta manneskjan í sögunni til að fá birta eftir sig ritrýnda grein í vísindatímariti. Ekki lítið afrek það, sérstaklega þegar horft er til þess að áður en Amy tók þátt í rannsókninni hafði hún ekkert sérstaklega mikinn áhuga á slíkum rannsóknum, eða vísindum yfir höfuð. Breytinga er þörf Einhver lesandi Skólavörðunnar gæti nú spurt af hverju hér er verið að fjalla um sjö ára gamla rannsókn og vísindagrein breskra grunnskólabarna. Ástæðan er að áðurnefnd Amy O‘Tool hefur frá því að greinin birtist ferðast um heiminn og talað um vísinda- kennslu og hvernig þær kennsluaðferðir sem notaðar eru virðast fæla stúlkur frá því að leggja ákveðnar greinar fyrir sig. Hún talar í fyrirlestrum sínum um nauðsyn þess að breyta kennsluháttum og að vekja þurfi kennara til umhugsunar um málið. Amy var hér á landi á dögunum í tengslum við Málþing um náttúrufræðimenntun, en það fór fram í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ dagana 31. mars og 1. apríl. Við það tækifæri fékk útsendari Skólavörðunnar tækifæri til að setjast niður með henni og við byrjuðum á að ræða rannsóknina. „Ég fékk þarna tækifæri til að kynnast því hvernig raunverulegar rannsóknir eru gerðar og um leið hvernig vísindamenn vinna, í stað þess að þurfa að lesa um það í kennslubókum. Vegna þess að kennslan byggði á verkefnum og þátttöku nemenda voru okkur ekki sett nein mörk eða fyr- irfram ákveðnar væntingar, sem er afar ólíkt hefðbundinni vísindakennslu þar sem námið miðast við að undirbúa nem- endur fyrir það að standast próf. En þarna uppgötvaði ég að vísindi eru ekki það sem ég læri í skólanum, heldur gefa þau þér færi á að rannsaka hluti og prófa þig áfram með það að markmiði í rauninni að breyta heiminum. Eitt af því sem ég hef áttað mig á er að mjög margt uppgötvast í raun fyrir mistök. Dæmið sem ég nota oft er af „olíunni“ WD40, en nafnið er dregið af því að efnið uppgötvaðist í fertugustu tilraun við að fullkomna uppskriftina. Þannig að það að gefast ekki upp, sætta sig við mistök, halda áfram að rannsaka og prófa sig áfram er afar mikilvægt,“ segir Amy. Býflugurnar kveiktu áhuga Lítill möguleiki sé hins vegar á því í hefðbundnu námi, sem hún telur eina ástæðu þess að fáar stúlkur velji að leggja fyrir sig vísindagreinar í skóla. „Þegar horft er á breska skóla á landsvísu kemur í ljós að kynjahlutföll í námsgreinum sem tengjast vísindum eru alltaf svipuð, þ.e. strákarnir eru um 90% á móti 10% stúlkna. Þarna er greinilega pottur brotinn og það er einhver ástæða fyrir því að stúlkur leita ekki í þessi fög. Eftir að ég áttaði mig á þessu settist ég niður og spurði sjálfa mig – af hverju elska ég vísindi? Svarið var að rannsóknin um býflugurnar kveikti þennan áhuga og mín niðurstaða er því að ef við getum breytt kennsluháttum þá getum við vakið áhuga mun fleiri stúlkna en áður á vísindum. Ég settist í framhaldi niður með nokkrum kennurum og spurði þá hvort ég væri á réttri leið með þetta, hvort þeir væru mér sammála. Þeirra svar var já, að vegna þess hversu litla möguleika kennarar hefðu á að leyfa nemendum að taka þátt í verkefnum og prófa sig áfram, þá vekti námið ekki áhuga stúlkna. Þær leituðu því á önnur mið og veldu frekar fög á borð við listir, vefnað o.s.frv. Það er þetta sem ég vil vekja athygli á.“ Takmarkað svigrúm Vonastu til að fyrirlestrarnir þínir og sú staðreynd að þú ert að segja frá þinni reynslu muni breyta menntakerfinu? „Já, ég er klárlega að vonast eftir því að menntakerfið breytist en ég geri mér engar grillur um að fyrirlestrarnir mínir geri það einir og sér. En ég er að vonast til að vekja athygli á málinu með því að ræða þessi mál hvar og hvenær sem ég hef tækifæri til þess. Þó ég breyti kerfinu ekki sjálf get ég sagt kennurum frá minni reynslu og þeirri skoðun minni að það sé lögð alltof mikil áhersla á að undirbúa nemendur fyrir próf. Það hefur líka áhrif á kennara sem vegna þessa hafa ekki tækifæri á að vera skapandi og hvetja nemendur til dáða. Ég var einmitt að tala við eðlisfræðikennarann minn á dögunum, þann sem stóð að baki býflugna– rannsókninni, og hann tók undir þetta. Hann sagðist hafa metnað til að hvetja nemendur til dáða og vekja áhuga þeirra með beinum hætti á eðlisfræði. Hann hefði einmitt upplifað það sjálfur að til þess væri alltof lítið svigrúm í skólakerfinu og að því þyrfti að breyta.“ „Þarna uppgötvaði ég að vísindi eru ekki það sem ég læri í skólan­ um, heldur gefa þau þér færi á að rann­ saka hluti og prófa þig áfram.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.