Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 12
12 VOR 2017 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Str. 38-58 Holtasmári 1, 201 Kópavogur. Sími 571-5464 tvisvar á önn og síðan eru einstaklingssam- töl með foreldrum og barni, eitt að hausti og annað að vori. Áður en einstaklingssamtalið, eða fundurinn, fer fram er barnið búið að svara ýmis konar spurningum og efni þeirra svo rætt á fundinum. Mig langar að nefna eitt sem mér fannst athyglisvert þegar Dísa var að byrja í skól- anum. Það er hvernig tekið var á móti henni sem útlendingi. Fyrst fór hún í eins konar stöðumat á skólaskrifstofunni niðri í bæ. Þar var hún, sem reyndar talaði enga sænsku, látin lesa og hitti hjúkrunarkonu og það var farið yfir hlutina. Hún fékk að vita að þetta mat gæti tekið frá því að koma á hverjum degi í tvær vikur eða lengur eða bara eitt skipti, eins og varð raunin með hana. Þetta er til þess að finna hvar viðkomandi passi inn. Ef um er að ræða nemendur sem koma úr allt öðru umhverfi og aðstæðum geta þau semsagt þurft að sækja tíma í tvær til þrjár vikur, áður en skólinn sjálfur byrjar. Þegar Dísa byrjaði svo í skólanum fékk hún strax auka sænskukennslu, einu sinni í viku. Þá var hún tekin út úr bekknum og svo var metið hvort hún þyrfti að fá aðstoð inni í bekknum, sem ekki reyndist nauðsynlegt. Hún á sænskar vinkonur, sem hún leikur sér við og búa hérna í nágrenninu.“ Hvað með íslenskukennslu í skólanum, er slíkt í boði? „Já, samkvæmt lögum hér eiga allir erlendir nemendur rétt á að fá kennslu í sínu móðurmáli. Dísa fær einu sinni í viku kennslu í íslensku. Þetta eru einkatímar því hún er eini Íslendingurinn í þessum skóla. Kennarinn er Íslendingur sem fer á milli skóla, sinnir semsagt mörgum skólum. Kennslan er annars með svipuðum hætti og heima, en þó er mun meira um að kennt sé utandyra, bæði t.d. stærðfræði og nátt- úrufræði.“ Fer hún með nesti í skólann? „Nei, það er matur í skólanum, bæði hressing á morgnana og svo hádegismatur. Það er foreldrum að kostnaðarlausu og mér hefur sýnst maturinn vera fjölbreyttur og Dísa er mjög ánægð með hann.“ Þurftuð þið að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólagöngunni? „Þessari spurningu er fljótsvarað. Það þurfti ekki að kaupa neitt, hvorki bækur né annað. Ef börnin fara á frístundaheimilið þarf að greiða gjald, mun minna þó en á Íslandi. Yngri stelpurnar tvær eru á leikskóla og fyrir það þarf að borga. Ég hef reiknað út að það sem við borgum hér fyrir þetta, leikskólann og frístundina, er um það bil fjórðungur þess sem sambærilegt kostar heima (á Akureyri). Skólaárið er frá 19. ágúst til 10. júní, ein vika í haustfrí og önnur í svonefnt vetrarfrí á vorönninni.“ Svo eigið þið eigið tvær yngri dætur? „Já, þær eru báðar á leikskóla hér í hverfinu og eru mjög ánægðar. Hér eiga öll börn rétt á leikskólaplássi frá eins árs aldri og ekkert sem heitir að þau þurfi að vera heima vegna veikinda á leikskólanum. Það hefur vakið athygli okkar foreldranna að þær tvær eldri tala oft saman á sænsku þegar þær eru að leika sér. Við reynum að passa upp á íslenskuna og tölum alltaf íslensku hér heima. Mér þykir rétt að geta þess að við fáum barnabætur með þeim tveim yngri, samtals 3.800 sænskar krónur á mánuði. Þetta er ekki tekjutengt og er meira en það sem við borgum fyrir gæsluna. Launin hér í Svíþjóð eru ívið lægri en heima en okkur finnst hins vegar meira verða eftir í veskinu. Það ríkir að mínu mati líka meiri skilningur á vinnustöðum gagnvart foreldrum heldur en heima. Aftur á móti er fyrsti veikindadagur hér ekki launaður.“ Að lokum, þú ert sjálf nýbyrjuð að vinna. „Ég var svo heppin að fá vinnu hjá IKEA, það gerist ekki sænskara. Starfsheitið er sérfræðingur á samskiptasviði og ég sinni samskiptum við fjölmiðla um allan heim.“ Með þessum orðum er botn sleginn í viðtalið. Freyja Dögg Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.