Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 11
VOR 2017 11 Svíþjóð var augljóst val „Maðurinn minn ólst upp í Svíþjóð frá sex ára aldri og þangað til hann var orðinn sextán ára. Faðir hans var þá í framhaldsnámi í læknisfræði og fjölskyldan bjó í Västerås, skammt frá Stokkhólmi. Síðar vorum við Orri, sem starfar sem forritari, í háskólanámi hér í Svíþjóð og í Kaupmannahöfn. Við fluttum til Íslands árið 2005 og höfum alla tíð talað um að flytja aftur út, annað hvort til Svíþjóðar eða Danmerkur. Við eigum þrjár dætur, Dísu sem er sjö ára, Kötu fjögurra ára og Mæju eins árs. Ef við ætluðum að láta verða af því að flytja var ekki seinna vænna, áður en stelpurnar yrðu of stórar til þess að rífa þær upp frá vinum og skóla. Þannig að við ákváðum bara að láta vaða.“ Og völduð Svíþjóð! „Já, það var kannski ekki síst tungumálið sem réði því. Maðurinn minn talar auðvitað sænsku reiprennandi og ég reyndar líka. Við vildum líka fara til lands þar sem við ættum auðveldara með að komast inn í samfélagið. Við þekkjum vel til hérna og eigum hér vini þannig að þetta var nokkuð augljóst val.“ Og þið ákváðuð að setjast að í Lundi. „Já. Við vildum vera í Suður-Svíþjóð þar sem við eigum bæði ættingja og vini í Kaupmannahöfn sem við höldum sambandi við. Lundur var eiginlega tilviljun, en okkur bauðst hérna raðhús til leigu. Við teljum okkur heppin því hér er mikill skortur á húsnæði og húsnæðisverð er hátt, talsvert hærra en í Malmö. Við erum hins vegar búin að kaupa hús í Höllviken, litlum bæ suður af Malmö, og flytjum þangað í sumar. Orri hafði sótt um tvö störf og bauðst annað þeirra, hjá stóru hugbúnaðarfyrirtæki í Malmö. Svarið kom daginn eftir að yngsta dóttirin fæddist og við ákváðum að kýla á það. Eftir á að hyggja hentaði tímapunkt- urinn vel, því ég var í fæðingarorlofi og gat þess vegna sinnt dætrunum en þetta var auðvitað mikil breyting fyrir þær. Orri fór á undan okkur og var búinn að ganga frá því er varðaði búsetuflutninginn. Það gekk allt greiðlega, en við áttum bæði sænska kenni- tölu og kannski flýtti það fyrir. Ég hélt áfram í fæðingarorlofinu, tíminn sem ég var búin að nota heima dróst einfaldlega frá og hér var svo reiknað út hvað ég ætti að fá greitt, það er svipað og á Íslandi en þó örlítið meira. Fæðingarorlofið hér er lengra en heima, ég átti rétt á árs fæðingarorlofi hér og get tekið hluta af orlofi eiginmannsins en hann á svo eyrnamerkta þrjá mánuði. Þá verður hann að taka áður en sú stutta nær átta ára aldri.“ Hvað með heilbrigðisþjónustuna? „Fljótlega eftir að við fengum kennitöluna, sem tók skamman tíma, kom bréf frá heilsugæslunni hér í hverfinu þar sem okkur var tilkynnt að nú værum við komin þar á skrá. Við erum ekki með sérstakan heimil- islækni heldur pöntum bara tíma ef á þarf að halda. Það gengur allt mjög greiðlega. Yngsta dóttirin er í ungbarnaeftirliti sem er nánast eins og á Íslandi, bæði varðandi bólusetningar og annað.“ Móttökur í sænsku skólakerfi Nú víkjum við talinu að skólunum. „Skólagangan hefst árið sem barnið verður sjö ára, ári síðar en á Íslandi. Þegar barnið er sex ára getur það farið í „förskoleklass sem er ekki skylda en nánast öll börn byrja þar. Þessi ,,förskole” er á sama stað og grunnskólinn. Dísa var búin með 1. bekk á Íslandi og var ekki beint ánægð með að fara aftur í 1. bekk.“ Hvernig fannst þér hún standa að vígi miðað við jafnaldrana hér? „Mér þótti hún standa vel, þrátt fyrir að hún hefði ekki tungumálið. Þetta var auðvitað erfitt fyrst, en í þessum skóla eru börn af mörgum þjóðernum. Í Dísu bekk eru 22 nemendur en í skólanum eru tveir 1. bekkir. Það er fastur bekkjarkennari og svo nokkrir aðstoðarkennarar. Skóladagurinn byrjar kl. 8.20 og lýkur kl. 13.40. Börn geta byrjað daginn á frístundaheimili í skólan- um, og þangað geta þau líka farið eftir að skóladeginum lýkur. Langflestir foreldrar nota frístundina og ég held að dóttir mín hafi í haust verið sú eina í bekknum sem ekki fór þangað eftir skóla. Hún hlakkaði mjög til þegar ég færi að vinna því þá færi hún með hinum í frístundina. Í frístundinni er allt mögulegt gert, mikið verið úti, svo er litað og bakað svo eitthvað sé nú nefnt. Þarna eru krakkar frá 1. bekk upp í 5. bekk.“ Hvað með heimanám? „Það er talsvert heimanám, lestur og ýmis verkefni sem þarf að skila. Náið er fylgst með verkefnaskilunum og ef þar verður misbrestur á fá foreldrarnir skilaboð um það og athugasemdir.“ Foreldrafundir? „Foreldrafundir eru einu sinni til „Það er talsvert heimanám, lestur og ýmis verkefni sem þarf að skila. Náið er fylgst með verk­ efnaskilunum og ef þar verður misbrestur á fá foreldrarnir skilaboð um það og athugasemdir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.