Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 10
10 VOR 2017 Freyja Dögg Frímannsdóttir segir frá því hvernig er að ala upp þrjú ung börn í Lundi í Svíþjóð, en tvö barnanna eru í leikskóla en það þriðja í grunnskóla. Freyja og eiginmaður hennar fluttu frá Akureyri til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og kunna lífinu vel í sænsku samfélagi. Það telst ekki til sérstakra tíðinda þótt fólk taki sig upp og flytji til útlanda. Fyrir viðkomandi fjölskyldu, eða einstakling, er það hins vegar stór ákvörðun að flytja með allt sitt hafurtask og setjast að í öðru landi. Að pakka búslóðinni, selja jafnvel íbúðina, kveðja ættingja, vini og góða granna og setjast að í nýju landi er mikil breyting. Að baki slíkri ákvörðun geta legið margar og ólíkar ástæður. Stundum tengjast slíkir flutningar atvinnu, en þess eru mörg dæmi að fólk sem missir vinnuna leiti á ný mið. Sumir sjá ekki fram úr skuldunum og ákveða að freista gæfunnar í öðru landi í þeirri von að þar gangi betur að láta enda ná saman. Ástæðurnar fyrir því að fólk ákveður að flytja milli landa eru margar og ólíkar. Síðastliðið sumar tóku ung hjón með þrjú börn sig upp og fluttu frá Akureyri til Lundar í Svíþjóð. Þetta voru þau Freyja Dögg Frímannsdóttir og Orri Gautur Pálsson og að baki þeirra flutninga var hvorki skuldabasl né atvinnuleysi. Tíðindamaður Skólavörðunnar, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, brá sér yfir sundið og hitti Freyju Dögg á heimili fjölskyldunnar í útjaðri Lundar. Erindið var að fræðast um reynslu þeirra hjóna og dætranna þriggja af því að setjast að í nýju landi. Að dæmigerðum íslenskum sið var gestinum strax boðið upp á kaffi. Eftir stutt spjall um menn og málefni var spurt hvað hefði orðið til þess að þau Freyja og Orri ákváðu að taka sig upp og flytja til Svíþjóðar. Borgþór Arngrímsson skrifar LÉTUM DRAUMINN RÆTAST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.