Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 40
40 VOR 2017 Kristín Einarsdóttir og Jón Karls- son hafa sett fram kennsluaðferð sem ætlað er að stemma stigu við aukinni kyrrsetu barna. Það veit sá sem allt veit að börnum er eðlislægt að hreyfa sig en með sífellt auknu aðgengi að stafrænni afþreyingu, tölvuleikj- um og samfélagsmiðlum minnkar hreyfingin sífellt. Börn, eins og hinir fullorðnu, þurfa ekki lengur að standa upp til að hafa eitthvað við að vera. Það þarf ekki annað en að rétta barni síma til að halda því uppteknu tímunum saman. Sitjandi. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa áhyggjur af þessari þróun því málið er mikið rætt meðal kennara og í skólakerf- inu almennt. Meðal þeirra sem láta sig málið varða eru Kristín Einarsdóttir og Jón Karlsson (Nonni) sem standa á bak við kennsluaðferðina „Leikur að læra“. Sjálf lýsa þau hugmyndafræðinni á bak við verkefnið sem svo að það sé hugsað sem svar við aukinni kyrrsetu barna. „Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt,“ segja þau þegar út- sendari Skólavörðunnar settist niður með þeim á dögunum. „Með leiknum er áhugi barnanna á náminu aukinn og það gert aðgengilegt fyrir hvern aldurshóp, enda eru þarfir og hæfileikar nemenda í hverjum bekk mjög mismunandi. Hreyfing er börn- um eðlislæg og rannsóknir á heilastarfsemi barna sýna að þegar barn lærir í gegnum hreyfingu og skynjun man það námsefnið betur og á auðveldara með að endurkalla það og bæta við þekkingu. Upplifunin sem af skynjuninni hlýst hjálpar heilanum að mynda ný taugamót og frá þeim myndast LEIKUR BÝR NEMENDUR UNDIR óÞEKKTA FRAMTÍð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.