Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 21
VOR 2017 21 Kolbrún Svala Hjaltadóttir er að eigin sögn í mjög skemmtilegu starfi, en hún vinnur sem kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýs- ingatækni í Flataskóla í Garðabæ. Kolbrún hefur unnið ötullega að Evrópuverkefnum, einkum á sviði eTwinning en það eru verkefni og samstarf sem fara fram á netinu. Alls hafa 43 eTwinning-verkefni verið unnin í Flataskóla síðustu níu árin og fjögur í viðbót eru í gangi á þessari önn. eTwinning er stór skólaheimur og verður ekki útskýrð- ur í einni setningu. Það eru um 460 þúsund kennarar skráðir á vefinn og tæplega 18 þúsund skólar sem taka þátt í eTwinning. Frá upphafsár- inu 2005 hafa verið unnin um 58 þúsund verkefni innan eTwinning. Á vef eTwinning segir að um sé að ræða „aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum og sækja sér endur- menntun á vinnustofum og námskeiðum með hjálp upplýsingatækninnar.“ Tveir eða fleiri skólar vinna saman að ákveðnu verkefni og segir Kolbrún Svala að verkefnin geti verið allt frá því að standa yfir í einn dag og upp í kannski tvö ár. „Eitt vinsælasta eTwinning-verkefnið í Flataskóla er án vafa söngvakeppnin sem ber yfirskriftina Schoolovision og er í sama dúr og Eurovision. Við erum svo heppin að vera þátttakendur í keppninni því aðeins einn skóli í hverju Evrópulandi fær að taka þátt. Verkefnið er í raun þannig að þátttöku- skólarnir senda lag á myndbandi og greiða hinir þátttökuskólarnir öllum atkvæði og svo er bein útsending á föstudeginum fyrir lokakeppni Eurovision um hvaða röð er á skólunum. Stigagjöf er í anda Eurovision og krakkarnir hafa mjög gaman að þessu. Þetta varð til þess að við höldum undankeppni hér í skólanum til að velja framlag skólans,“ segir Kolbrún. Fyrstu bekkingar senda refinn til Evrópu Hún tekur dæmi af öðru verkefni sem er í gangi í 1. bekk en þar eru börnin að læra um villt dýr. „Þau eru að læra um refinn og hafa búið til upplýsingaspjald með mynd af refnum og ýmsum upplýsingum. Í NóTT ER FRAMLAG FLATASKóLA Í SCHOOLOvISION Flataskóli hefur átta sinnum tekið þátt í eTwinning-verkefni sem kallast Schoolovision. Um er að ræða nokkurs konar eftirlíkingu af Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og taka meira en þrjátíu þjóðir þátt á ári hverju; einn skóli í hverju Evrópulandi. Til þess að velja framlag til Schoolovision er haldin forkeppni sem að sjálfsögðu er kölluð Flatóvision. Nemendur í 4. til 7. bekk taka þátt og tvö atriði úr hverjum árgangi keppa. Dómnefnd velur svo besta lagið og það fer áfram í Schoolovision sem er haldin að morgni föstudagsins fyrir úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þær Fríða Margrét Almarsdóttir og Birna Dís Eymundsdóttir í 7. bekk segja söngvakeppnina skemmtilega í alla staði og hún lífgi mjög upp á skólastarfið. Oft fari mikil vinna í undirbúning fyrir Flatóvision og þá eru frímínúturnar notaðar vel og svo æft heima hjá einhverjum nemandan- um. Fríða segir kennara aðstoða við undirbúning og tónmenntakennarinn hefur til dæmis leikið undir þegar ekki fannst undirspil með lagi. „Reglan er sú að lögin verða að vera íslensk og það er bannað að „mæma“ og hafa stuðningsraddir á bandi,“ segir Birna Dís. Þær Fríða Margrét og Birna Dís eru sammála um að umstangið í kringum söngva- keppnina sé lærdómsríkt og þroskandi. Aðspurðar hvað þær hafi helst lært af verkefninu segja þær að það sé samvinna og gildi þess að vinna í hóp. „Við lærum að vinna saman og standa saman sem hópur. Stundum þarf að finna lausn þegar einum finnst dans of erfiður en öðrum léttur. Þá tölum við saman og ákveðum hvað sé best að gera,“ segir Fríða Margrét. Framlag Flataskóla þetta árið er lagið Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson sem Aron Hannes flutti eftirminnilega í Söngvakeppni RÚV fyrr á árinu. Nemendur í 6. bekk útbjuggu myndband með laginu þar sem einnig var leitast við að kynna helsta umhverfi skólans. Úrslitin verða svo tilkynnt á veffundi föstudaginn 12. maí en þá verða nemendur í öllum skólunum búnir að gefa myndböndunum stig að hætti Eurovision. Það er mikil stemning þegar úrslitin eru tilkynnt í beinni á veffundi í hátíðarsal skólans en þar safnast nemendur saman og bíða í eftirvæntingu eftir niðurstöðunni. Vonandi gengur þeim vel. Fríða Margrét Almarsdóttir og Birna Dís Eymunds- dóttir eru í 7. bekk Flataskóla. ETWINNING Í HNOTSKURN eTwinning býður endurgjaldslaust upp á stuðning, rafræn verkfæri og þjónustu til þess að skólar geti stofnað til samstarfs í lengri eða skemmri tíma á sem einfaldastan hátt. • Skráningu kennara og skóla fylgir aðgangur að eigin vefsvæði þar sem auðvelt er að finna samstarfsaðila. • eTwinning verkefni eru unnin af tveimur eða fleiri kennurum frá mismunandi Evrópu- löndum. Verkefni geta verið hvernig sem er, stór eða smá og til lengri eða skemmri tíma, svo framarlega að þau falli að kennsluskrá og uppeldismarkmiðum hvers skóla. • TwinSpace er eins konar rafræn kennslustofa sem auðveldar vinnuna við verkefnin og að halda utan um þau. TwinSpace er öruggt svæði sem einungis viðkomandi nemendur og kennarar hafa aðgang að. • Allar kennslugreinar eru gjaldgengar í eTwinning. • Frír aðgangur að ýmis konar veftækjum fylgir þátttöku í eTwinning. • Sveigjanleiki í fyrirrúmi! Engir umsóknarfrestir, engar skýrslur og (nánast) engar reglur. Einkunnarorð eTwinning eru: KISS – Keep it Small and Simple. Heimild: vefsíða Flataskóla, www.flataskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.