Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 6
6 VOR 2017 Sjöunda þing Kennarasambands Íslands verður haldið í apríl á næsta ári. Fyrir þingið þurfa allir kjörnir fulltrúar KÍ, þar á meðal formaður, varaformaður og formenn aðildarfélaga, að endurnýja umboð sitt hafi þeir áhuga á að sitja áfram. Tveir þeirra, þau Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambandsins, og Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Þórður Árni tilkynnti ákvörðun sína í lok ársfundar KÍ í lok mars. Þar rifjaði hann upp að árið 2011, þegar hann var kosinn formaður Kennarasambandsins, hafi hann lýst þeirri skoðun sinni að hann stefndi á að sitja í tvö kjörtímabil. Þá væri rétt að gefa nýjum formanni, með nýjar áherslur og hugmyndir, tækifæri á að spreyta sig. Kosið verður um nýjan formann KÍ í allsherjaratkvæðagreiðslu í lok þessa árs, en nýr formaður mun taka formlega við á þingi KÍ í apríl á næsta ári. Svanhildur María Ólafsdóttir tilkynnti félagsmönnum Skólastjórafélags Íslands að hún hygðist stíga til hliðar í rafrænu fréttabréfi sem sent var félagsmönnum SÍ í lok mars. Svanhildur, sem kjörin var formaður SÍ árið 2011, segir í fréttabréfinu: „Síðustu sjö ár hafa verið afar gefandi og lærdómsríkur tími með fullt af áhugaverð- um og krefjandi verkefnum en nú er mál að linni og því mun ég ekki gefa kost á mér til áframhaldandi formennsku.“ Aðalfundur Skólastjórafélagsins verður haldinn 14. október næstkomandi og þar verður ný forysta félagsins kosin. BREYTINGAR FRAM UNDAN Í FORYSTU KÍ MÁLFRÍðUR NÝJUNG Á SKóLAvÖRðUvEFNUM STÍL – Samtök tungumálakennara eru komin í samstarf við vef Skólavörðunnar (skolavardan.is). Samstarfið felst í því að greinar sem hafa birst í Málfríði, tímariti samtakanna, verður að finna á vef Skólavörðunnar undir undir stiku merktri Málfríði. Þá munu nýjar greinar á vegum STÍL verða birtar á næstu mánuðum og misserum. Ritstjórn Málfríðar hefur umsjón með greinaskrifunum áfram í samstarfi við útgáfusvið KÍ. Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.