Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Page 6

Skólavarðan - 2017, Page 6
6 VOR 2017 Sjöunda þing Kennarasambands Íslands verður haldið í apríl á næsta ári. Fyrir þingið þurfa allir kjörnir fulltrúar KÍ, þar á meðal formaður, varaformaður og formenn aðildarfélaga, að endurnýja umboð sitt hafi þeir áhuga á að sitja áfram. Tveir þeirra, þau Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambandsins, og Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Þórður Árni tilkynnti ákvörðun sína í lok ársfundar KÍ í lok mars. Þar rifjaði hann upp að árið 2011, þegar hann var kosinn formaður Kennarasambandsins, hafi hann lýst þeirri skoðun sinni að hann stefndi á að sitja í tvö kjörtímabil. Þá væri rétt að gefa nýjum formanni, með nýjar áherslur og hugmyndir, tækifæri á að spreyta sig. Kosið verður um nýjan formann KÍ í allsherjaratkvæðagreiðslu í lok þessa árs, en nýr formaður mun taka formlega við á þingi KÍ í apríl á næsta ári. Svanhildur María Ólafsdóttir tilkynnti félagsmönnum Skólastjórafélags Íslands að hún hygðist stíga til hliðar í rafrænu fréttabréfi sem sent var félagsmönnum SÍ í lok mars. Svanhildur, sem kjörin var formaður SÍ árið 2011, segir í fréttabréfinu: „Síðustu sjö ár hafa verið afar gefandi og lærdómsríkur tími með fullt af áhugaverð- um og krefjandi verkefnum en nú er mál að linni og því mun ég ekki gefa kost á mér til áframhaldandi formennsku.“ Aðalfundur Skólastjórafélagsins verður haldinn 14. október næstkomandi og þar verður ný forysta félagsins kosin. BREYTINGAR FRAM UNDAN Í FORYSTU KÍ MÁLFRÍðUR NÝJUNG Á SKóLAvÖRðUvEFNUM STÍL – Samtök tungumálakennara eru komin í samstarf við vef Skólavörðunnar (skolavardan.is). Samstarfið felst í því að greinar sem hafa birst í Málfríði, tímariti samtakanna, verður að finna á vef Skólavörðunnar undir undir stiku merktri Málfríði. Þá munu nýjar greinar á vegum STÍL verða birtar á næstu mánuðum og misserum. Ritstjórn Málfríðar hefur umsjón með greinaskrifunum áfram í samstarfi við útgáfusvið KÍ. Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands. FRÉTTIR

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.