Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 51

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 51
VOR 2017 51 Steinunn Stefánsdóttir skrifar. Aðalheiður Matthíasdóttir kenndi fyrst á fiðlu í Tónskóla Sigursveins fyrir meira en 30 árum. Nú hefur hún bráðum starfað þar samfellt í 25 ár. Það eru nemendatónleikar hjá Suzuki- nemendum Aðalheiðar Matthíasdóttur fiðlukennara við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar við Engjateig. Nemendurnir ganga fram, hver á fætur öðrum og leika lagið sem þau hafa æft. Aðalheiður fylgir hverjum og einum úr hlaði með því að aðstoða þau við að standa rétt og halda fallega á fiðlunni. Hún kynnir nemandann, dregur athyglina til dæmis að því að verið sé að leika á nýja fiðlu og svo er alltaf hægt að bæta við örlitlum fróðleik um tónskáldin. Allt er þetta gert af lifandi áhuga og óendan- legri hlýju. Öllum líður vel, börnunum, foreldrunum og öðrum tónleikagestum. Og þetta er sannarlega ekki í fyrsta eða annað sinn sem Aðalheiður stendur fyrir svona tónleikum. Það eru nefnilega rúmlega 30 ár síðan hún kenndi fyrst í Tónskóla Sigursveins og bráðum 25 ár síðan hún hóf þar kennslu að loknu námi sínu. Ætlaði sér eitthvað allt annað Þegar gengið var á fund Aðalheiðar, eða Heiðu eins og hún er oftast kölluð, nokkrum vikum eftir þessa tónleika snerist fyrsta spurningin um aðdragandann að því að hún varð tónlistarkennari. „Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér,“ svarar hún strax . „Þetta byrjaði bara á Akureyri þegar ég var í menntaskóla. Þá var Lilja Hjaltadóttir, fiðlukennarinn minn, í barnsburðarleyfi og munstraði mig í að hjálpa sér með yngstu nemendurna og það má eiginlega segja að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. En ég ætlaði mér svosum aldrei þessa leið, ég ætlaði mér einhverja allt aðra leið.“ Aðalheiður hóf tónlistarnám sex ára gömul en fiðlan varð ekki hljóðfærið hennar fyrr en hún var orðin ellefu ára. „Mig langaði að læra á píanó en það var ekki til píanó heima en það var laust á fiðlu og eftir eitt ár þá vildi ég ekkert skipta,“ segir Aðalheiður og bætir svo við hugsandi, og er enn með hugann við það hvort og þá hvenær hún hafi ákveðið að verða fiðlukennari: „Þetta var aldrei meðvituð ákvörðun. Það kemur til manns og ef manni líður vel með það þá flýtur maður með.“ Eftir stúdentspróf var Aðalheiður einn vetur áfram fyrir norðan til að reyna að átta sig á hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór, eins og hún orðar það sjálf, en haustið eftir fór hún suður í Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiðlukennarapróf þremur árum síðar. „Og þá var þetta nú ákveðið,“ segir hún brosandi. Með fram kennaranáminu kenndi Aðalheiður bæði í Tónskóla Sigursveins og í Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins en á þessum árum var tónlistarkennsla sam- kvæmt hugmyndafræði Japanans Shinichi Suzukis að stíga sín fyrstu spor hér á landi. „Ég var með eiginlega alveg frá upphafi í Suzukikennslu hér á Íslandi, ég er ein af þessum gömlu,“ segir Heiða hlæjandi og bætir við: „Þá varð það ljóst, að mig langaði að verða Suzukikennari.“ valdi að fara til lands sem hún hafði aldrei komið til Þegar Aðalheiður hafði tekið ákvörðun um að hún vildi skoða Suzuki-kennsluna betur fór hún á sumarnámskeið Evrópska Suzuki- sambandsins sem var haldið í Svíþjóð. „Þar valdi ég mér tvo kennara sem mér fannst að ég gæti hugsað mér að læra hjá og Christophe var bara fljótari að svara mér,“ segir hún hlæjandi og er þarna að vísa til Christophe Bossuat sem átti eftir að verða kennarinn hennar í Lyon Í Frakklandi. „Mér fannst líka svolítið skemmtilegt að fara til lands sem ég hafði aldrei komið til og ég talaði alls ekki tungumálið þannig að þetta var áskorun á annan máta líka. Og þá var ekki aftur snúið, ég var bara búin að ákveða þetta.“ Í fyrstu lotu var Heiða í Frakklandi í sjö mánuði. „Þá átti ég kærasta á Íslandi svo ég kom heim og var heima í eitt ár, og það var mjög gott. Ég var búin að taka fyrstu tvö stigin í Suzukikennaranáminu og gat prófað hvort þetta væri að virka hjá mér.“ Og þetta virkaði svo Heiða og kærastinn héldu til Lyon og voru þar í þrjú ár. Árið 1993 kemur hún svo heim frá námi og fer að kenna í Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Gleðin í hvunndeginum Þegar Aðalheiður er beðin að reyna að útskýra það með orðum hvernig hún fari að því að vera alltaf svona gefandi í kennslunni, og eiginlega eins og hún sé alltaf ný og fersk, svarar hún með spurningu: „Felst þetta ekki bara í lífsviðhorfinu, hver grunnurinn er, ég veit það ekki, ég vona að ég hafi tamið mér að vera frekar glöð heldur en fúl,“ segir hún og brosir aldeilis ófúl og heldur svo áfram: „Ég tel að það sé mjög mikilvægur grunnþáttur í lífi hvers manns, að finna gleðina í hvunndeginum og svo eru það náttúrulega þessi dásamlegu börn, maður er alltaf að fást við frumkraft- inn. Þau eru svo gefandi, þau eru hvert með sínu sniði, nýtt barn, nýr karakter, ný áskorun.“ „Það eru forréttindi að fá að fylgjast með börnunum, maður er farinn að þekkja þau svo vel og sér þau vaxa og dafna. Svo koma tvær vikur, eins og páskafríið núna, og þau koma aftur og sum hafa stækkað og sum hafa þroskast þannig að það þarf að laga kennsluna að því, maður verður nefnilega alltaf að vera tilbúinn til að fara til þeirra, mæta þeim, þar sem þau eru, og það er einmitt það sem mér finnst svo ótrúlega gaman.“ vinnutíminn „Eigum við að segja að það sé fórn, ég veit það ekki, ég held að ég geti ekki litið þannig á, þá er maður farinn að leika fórnarlamb. En þetta var auðvitað ekkert gaman þegar ég var með lítil börn sjálf. Á hinn bóginn var ég svo heppin að þegar ég var að vinna þá var pabbi þeirra oft heima þannig að þetta kom oft á tíðum bara ágætlega út. En vissulega voru ekki margar stundir sem við vorum öll saman.“ Aðalheiður er þó á þeirri skoðun að betra væri að fella tónlistarnámið meira inn í hefðbundinn skóladag og hún lítur ekki svo á að það sé óframkvæmanlegt í Suzuki- aðferðinni þar sem foreldrarnir eru virkir þátttakendur í tónlistartímunum. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um forgangsröðun. Foreldrar þurfa til dæmis stundum að taka matartímann sinn á öðrum tíma en vanalega til að sinna tónlistinni. Þetta tímabil í lífi okkar þegar börnin eru svona ung og þarfnast okkar með er stutt og ótrúlega fljótt að líða. En auðvitað er þetta lífsviðhorf, eða lífsstíll.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.