Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 13
10 GÓÐ RÁÐ UM HEGÐUN OKKAR Á NETINU 1. Komum fram á netinu og samfélagsmiðlum eins og við gerum í vinnunni og opinberlega. Verum góðar fyrirmyndir. 2. Tjáum okkur af sanngirni og virðingu um vinnuna á netinu og samfélagsmiðlum. Tölum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um skólann, samstarfsfólk, nemendur, foreldra/forráðamenn og aðra. 3. Gætum trúnaðar við nemendur og aðstandendur þeirra á samfélagsmiðlum. Þetta á meðal annars við um félagslegar og efnahagslegar aðstæður, skoðanir, fatlanir, trúarbrögð, kynhneigð, líðan og heilsufar. 4. Gætum persónuverndar nemenda okkar og samstarfsfólks. Birtum ekki myndir úr skólastarfi á samfélagsmiðlum eða vitnum í orð nemenda eða samstarfsfólks án samþykkis hlutaðeigandi. 5. Ræðum notkun samfélagsmiðla við nemendur og foreldra/forráðamenn. Segjum þeim frá þeim viðmiðum sem við styðjumst við. 6. Gætum þess að mismuna hvorki nemendum né foreldrum/forráðamönnum þeirra. 7. Hvetjum til þess að í skólanum séu viðmið um notkun tölva, snjalltækja, tölvupósts og samfélagsmiðla, bæði fyrir starfsfólk og nemendur. 8. Gætum að mörkum einkalífs og vinnu á netinu og í samfélagsmiðlum. Stofnum hópa fyrir samskipti við nemendur og foreldra/forráðamenn á samfélagsmiðlum. Gætum þess einnig að koma fram sem einstaklingur en ekki fulltrúi vinnustaðarins/skólans þegar við tjáum okkar persónulegu skoðanir á netinu. 9. Sendum ekki persónulegan tölvupóst úr vinnunetfangi. Almennt séð er slíkur póstur sendur í nafni vinnustaðarins okkar. 10. Munum að það sem einu sinni er farið á netið er erfitt eða ómögulegt að taka til baka. Ef við höfum miklar skoðanir á frétt eða innleggi á samskiptamiðli getur verið gott að hvíla málið aðeins áður en við bregðumst við. Ef og þegar við ákveðum að bregðast við gerum það á uppbyggilegan og málefnalegan hátt. KENNARASAMBAND ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.