Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 27
VOR 2017 27 Snapp í dönsku og samfélags- fræði Skólavarðan ákvað að fylgjast með kynningu á því hvernig nota má snapp í skólastarfinu. Margrét Þóra Einarsdóttir og Fjóla Dögg Gunnarsdóttir úr Brekkuskóla voru með kynninguna. Margrét Þóra kennir dönsku og Fjóla Dögg samfélagsfræði. „Í samfélagsfræði er mikilvægt að spjalla sem mest. Bekkurinn minn er nokkuð erfiður hvað það varðar og erfitt að ná þeim í umræður þannig að ég íhugaði leiðir til þess að bæta úr því. Mér datt í hug að láta nemendur nota snappið til að leysa ýmis verkefni, svo sem að túlka ýmis hugtök með því að senda mynd á snappinu með viðeigandi texta. Viðbrögðin voru strax afskaplega jákvæð, enda eru krakk- arnir flestir nokkuð sleipir í þessu forriti og nota það mikið í samskiptum sín á milli,“ segir Fjóla Dögg. Nemandi Margrétar Þóru kom að máli við hana einn daginn og spurði um möguleikann á því að nota snapp í dönsk- unni. „Ég svaraði strax játandi og spurði hvernig við ættum að gera það. Þessi nemandi opnaði síðan reikning á snappinu og boltinn fór fljótlega að rúlla. Krakkarnir senda mér og samnemendum sínum snapp og lykilatriðið er að tala og skrifa dönsku. Hver og einn er með dönskusnappið í einn dag og snappar þá af lífi og sál og útkoman er oft á tíðum afskaplega frumleg og skemmtileg. Undirbúningurinn getur orðið ansi mikill, enda leggja sumir mikið á sig til þess að gera snappið sem skemmti- legast.“ Svalur kennari Þær Fjóla Dögg og Margrét Þóra eru sammála um snappið hafi gefið góða raun sem hjálpartæki í kennslunni. „Krökkunum finnst þetta skemmtilegt og spennandi og ræða þetta mikið sín á milli. Þá er tilganginum náð. Mér finnst þetta frábær viðbót, rafrænir kennsluhættir eru að ryðja sér til rúms og koma til með að aukast í framtíðinni, auk þess sem margir kennarar eru afskaplega áhugasamir,“ segir Margrét Þóra. „Krakkarnir þurftu að kenna mér ýmislegt í snappinu, sem var allt í lagi og hið besta mál. Þeim fannst kennarinn jafnvel vera svolítið svalur með því að nota snappið sem kennslutæki og ekki dró úr ánægjunni að mega segja kennaranum til í þessum efnum,“ segir Margrét Þóra. Báðar segja þær að kennarar sýni rafrænum kennsluháttum aukinn áhuga. „Líklega langar flesta kennara til að vera virkir í þessum efnum. Eitt skrefið er að sækja hugmyndasmiðjur á borð við Ey- mennt. Síðan er um að gera að tala saman, hugmyndirnar koma venjulega á færibandi, enda möguleikarnir óteljandi.“ Spurningaleikir í landafræði Höldum næst á kynningu Friðriks Arnarsonar, deildarstjóra Dalvíkurskóla, á spurningaleik út frá Google Maps og Google Street View. „Á Google er að finna forrit sem heitir GeoGuessr og þar er hægt að fara í spurningaleiki. Þátttakendur þurfa að svara því hvar í heiminum myndin sem birtist á skjánum er tekin. Ég hef nýtt mér þennan leik á unglingastigi, tók fyrstu skrefin snemma á þessu ári. Ég sótti Google ráðstefnu í Reykjavík, þar sem sýndir voru ýmsir möguleikar. Þessi námsleikur getur verið hagkvæmur sem uppfylling í tíma, eða ef brjóta þarf upp starfið í kennslu- stofunni. Í þessum leikjum er hægt að fara margar leiðir, til dæmis að finna fræga staði, vinsæla ferðamannastaði eða jafnvel þekkta íþróttaleikvanga, svo dæmi séu tekin,“ segir Friðrik. Möguleikarnir óþrjótandi Hann segir að nemendur læri auk þess að nýta sér ýmsa samfélagsmiðla við leit að rétta svarinu. Möguleikarnir séu óþrjót- andi. „Við þurfum bara að koma auga á nýja möguleika og tækifæri í kennslu og þá er um að gera að leita sér aðstoðar, til dæmis með því að sækja námskeið eða kynna sér hvað aðrir kennarar eru að gera. Nemendurnir eru afskaplega áhugasamir um þetta allt saman og svona lagað lífgar upp á lífið og tilveruna. Allir kennarar vilja bæta sig og fjölga verkfærum í kistunni sinni. Ég býst við að grípa til þessara leikja næsta vetur og vonandi hef ég lært eitthvað nýtt í millitíðinni,“ segir Friðrik Arnarson, deildarstjóri Dalvíkurskóla. „Hingað mætir fólk af sjálfsdáðum eftir hefðbundinn vinnudag og bætir við sig þekkingu,“ segja Ingileif Ástvaldsdóttir og Katrín Fjóla Ástvaldsdóttir. Friðrik Arnarson notar Google til að fara í spurn- ingaleiki. Áhuginn leynir sér ekki, kennarar hafa ríkan áhuga á nýjum og spennandi kennsluháttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.