Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 30
30 VOR 2017 einlæga skoðun,“ sagði Kristján Þór. Umræðan var að stórum hluta á þessum nótum, talað var um samstarf og samstillt átak. Svandís Ingimundardóttir sagði til að mynda að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði í nokkurn tíma verið með málið til skoðunar og að þar á bæ vildu menn hugsa í lausnum. Hún varpaði upp þeirri spurningu hvað það væri sem hvetti ungt fólk til að skrá sig í kennaranám? „Eru hvatar í kerfinu til þess eins og til dæmis í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna? Þar er verkfæri sem hægt væri að nýta ef að samkomulag næðist.“ Svandís nefndi möguleika á afslætti á endurgreiðslum lána ef farið væri í kennaranám, sem og að hægt væri að bjóða upp á launað kandidatsár. Taka þyrfti samtalið enda væri málið ennþá allt á umræðustigi. Bæta þarf ímyndina Þátttakendum í pallborðsumræðunum varð tíðrætt um ímynd kennarastéttarinnar. Hún væri ekki nægilega góð og kæmi í veg fyrir að ungt fólk skráði sig í kennaranám. „Staðan einkennist af ákveðnum neikvæðum spíral sem við erum stödd í,“ sagði Dagur B. Eggertsson. „Ég held að það sé alger samstaða um að þetta sé stórt vandamál og mikið áhyggjuefni að það vanti nýliðun í kennarastéttina og það vanti að gera starfið eftirsóknarvert. En mjög margt í umhverfi kennslunnar, kennara og skólastarfs einkennist af átökum og ákveðnu vantrausti og í þessum hörðu átökum þá tapast svolítið fljótt þessi jákvæða mynd af áhugaverðu og skapandi starfi sem gefur mikið þeim sem því sinnir,“ sagði Dagur. Hann sagðist hafa rætt við marga unga kennara síðustu mánuði og allir væru sammála um að starfið væri áhugavert. Það væru vissulega mikil samskipti við foreldra en það væri einfaldlega hluti af starfinu. Nemendurnir væru einfaldlega frábærir „en bara þessi neikvæðni, hún er að drepa mig!“ væru skilaboðin sem ungir kennarar bæru til borgarstjórans. Hrefna Sigurjónsdóttir sagðist fagna því að ýmislegt væri í bígerð til að fjölga nem- endum við kennaradeildir háskólanna, enda hefðu foreldrar miklar áhyggjur af stöðunni. Hún benti á að strax þyrfti að taka á vandan- um og auka virðingu fyrir kennarastarfinu. „Og hvernig náum við að auka virðinguna? Ja, sannarlega ekki eingöngu með umræðu sem kalla má neikvæða heldur þarf líka að draga fram kosti starfsins.“ Hún benti á að erfiðar kjaradeilur gætu þar haft áhrif og að hún þyrfti ekki að leita langt til að finna dæmi um slíkt. „Ég starfaði sem kennari og hætti að kenna eftir langt verkfall. Það dró svolítið úr manni máttinn að lenda í því og ég fór og leitaði á önnur mið.“ En hvað með kjörin? Hrefna nefndi kjör kennara í þessu samhengi en það vakti vissulega athygli að fulltrúar ríkis og sveitarfélaga í pall- borðsumræðunum fóru framhjá þeim eins og kettir í kringum heitan graut. Þórður Á. Hjaltested lagði hins vegar megináherslu á kjörin og starfsaðstæður kennara þegar hann ræddi hvernig hægt væri að fjölga kennaranemum. „Ég myndi án vafa byrja á að tala um samkeppnishæfi starfsins miðað við aðrar háskólastéttir,“ sagði hann og bætti síðan við: „Við erum föst á taxta- launum í kjarasamningum, það er ekkert launaskrið og það hefur verið margsýnt að ef við förum ekki í aðgerðir, þá höfum við verið að dragast aftur úr. Kennarar eru fastir í þessum vítahring sem nauðsynlegt er að brjóta upp.“ Borgarstjóri kom örlítið inn á kjaramál- in og sagði að þar hefðu stór skref verið tek- in síðustu misseri. „Það verður líka að lyfta því sem þó hefur verið gert, því annars situr alls konar ungt fólk heima í stofu með þá tilfinningu að kennarar séu með 250 þúsund krónur í laun og þurfi að vinna myrkranna á milli. Það er rétt að kennarar þurfa að vinna myrkranna á milli en þeir eru ekki með 250 þúsund krónur í laun,“ sagði Dagur. Laun kennara hafi hækkað umfram önnur laun síðustu misserin. „Og kennara- félögin geta klappað sér á bakið fyrir að hafa náð fram þessum kjarabótum, vegna þess að það var mikil brekka að berjast fyrir þeim. En nú er umræðan komin út á þetta u GETA KENNARAR SJÁLFUM SÉR UM KENNT?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.