Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 48
48 VOR 2017 stefnunnar er áberandi mismunandi skilningur á hugtakinu menntun án aðgrein- ingar bæði á einstökum skólastigum og milli skólastiga og almenn þörf er fyrir að skýra þurfi betur bæði hugtakið sjálft og hvernig standa eigi að framkvæmd menntunar án að- greiningar, að veita þurfi leiðsögn við að fella stefnuna inn í áætlanir skóla og sveitarfélaga og hrinda þeim í framkvæmd og hvernig haga skuli eftirliti og mati á árangri í samræmi við landslög og stefnu stjórnvalda. Starfsfólk á öllum skólastigum telur sig fá ófullnægjandi stuðning við að vinna að framgangi stefnunnar í daglegri önn skólastarfsins og sú skoðun er almenn að vinnubrögð í samræmi við stefnu um menntun án aðgreiningar hafi hvorki náð mikilli útbreiðslu né orðið föst venja í skólastarfinu. Þá telja flestir þeirra sem sinna mennta- málum á öllum skólastigum núverandi tilhögun fjárveitinga og reglur um ráðstöfun fjár hvorki taka mið af jafnræðissjónarmiðum né hugmyndum um skilvirkni og styðji ekki við skóla án aðgreiningar. Og margir eru þeirrar skoðunar að grunnmenntun kennara og tækifæri starfs- fólks skóla til faglegrar starfsþróunar styðji ekki með fullnægjandi hætti við innleiðingu stefnu um skóla án aðgreiningar og rétt allra barna og ungmenna til menntunar og farsældar. Megintillögur og forgangsaðgerðir Í lokaskýrslunni eru lagðar fram sjö megin- tillögur um æskilegar ráðstafanir til að styðja við innleiðingu og framkvæmd stefnunnar og þróun íslensks menntakerfis, ein fyrir hvert þeirra sjö viðmiða sem lágu til grundvallar úttektinnni og sem lýsa umbótamálum í skólakerfinu sem vinna þurfi að. Að baki hverri tillögu eru ákveðnar aðgerðir sem Evrópumiðstöðin telur vera nauðsynlegar til að tryggja að skilgreind viðmið festist í sessi sem þættir í stefnu og framkvæmd. Skipta má tillögum í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi að ræða þurfi í skólum, sveitar- félögum og á landsvísu um þá gerð skóla og lærdómssamfélags sem æskilegt er að stefna að og hvernig það verði sem best gert, og með hliðsjón af þeim niðurstöðum þurfi að tryggja að löggjöf og stefna um menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum gangi út frá rétti allra barna og ungmenna til menntunar, fjölbreytt tækifæri til náms og virka þátttöku, og að festa þurfi skipulag í sessi á öllum skólastigum sem stuðli að árangursríkri framkvæmd. Í öðru lagi þurfi að endurskoða allt fjárveitingakerfið frá grunni og þar á meðal núverandi aðferðir sem ganga út á að flokka nemendur í samræmi við greinda þörf, og að tryggja þurfi nemendum og fjölskyldum þeirra lágmarksstuðning óháð búsetu og skólasókn til að vinna gegn ójöfnu aðgengi að námi og námsaðstöðu. Í þriðja lagi að byggja þurfi upp námsleiðir fyrir fagfólk, bæði í grunn- menntun og faglegri starfsþróun með hliðsjón af stefnu og áætlunum stjórnvalda á sviði skólaþróunar, að setja þurfi reglur um lágmarksþjónustu, til leiðbeiningar fyrir þá sem sinna menntun og þjálfun á þessu sviði, og að styðja þurfi við störf starfsfólks í daglegri önn skólastarfsins, ígrundun og uppbygginu lærdómssamfélaga á öllum skólastigum með menntun án aðgreiningar að leiðarljósi. Evrópumiðstöðin leggur til að byrjað verði á þremur forgangsaðgerðum sem eru skilgreindar sem mikilvægar lyftistangir og nauðsynlegur grunnur frekari vinnu að þeim umbótamálum sem úttektin leiddi í ljós að ráðast þurfi í. Þessar forgangsaðgerðir og lyftistangir eru: Umræður í skólum, sveitarfélögum og á landsvísu um hvernig best verði staðið að menntun án aðgreiningar. Athugun og endurskoðun á núverandi reglum um fjármögnun með það fyrir augum að auka árangur og hagkvæmni. Umræður með það að markmiði að sameinast um reglur um lágmarksþjónustu til stuðnings við menntun án aðgreiningar í öllum skólum og sveitarfélögum. Hvað svo? Mikilvægt er að fylgja niðurstöðum úttekt- arinnar vel eftir með víðtæku samstarfi. Stýrihópurinn sem menntamálaráðuneytið hefur lagt til að koma á fót gefur fyrirheit um það. Í hópnum eru þeir aðilar sem áttu samstarf um undirbúning og framkvæmd úttektarinnar og þegar ráðherra fékk loka- skýrsluna afhenta var gengið frá samstarfs- yfirlýsingu þeirra um að fylgja henni eftir. Lengi hefur verið rætt og ritað af kappi um skóla án aðgreiningar og við höfum í sann ekki komist mikið áfram með það hvernig hlutirnir þurfi að vera. Það var löngu tímabært að óháður aðili væri fenginn til að gera úttekt af þessu tagi. Styrkur hennar felst í því að byggt er á skoðunum þeirra sem koma að og starfa í skólakerfinu og samstarfi um framkvæmdina. Við höfum í höndunum gagnlegan grunn til að standa á og efnivið til að þróa málin áfram, og það er afar mikilvægt að við göngum út frá styrkleikum skólakerfisins sem úttektin sýnir að samstaða er um, í starfi við að ráða bót á vanköntunum. Við þurfum að leggja marga hluti vel niður fyrir okkur, og er nærtækast að benda á þessar forgangsaðgerðir og lyftistangir sem Evrópumiðstöðin leggur til að byrjað verði á. Hvernig þurfum við að haga umræðum um hvernig best verði staðið að menntun án aðgreiningar og skapa samstöðu um helstu áhersluatriði? Hvaða þættir skipta mestu máli í sambandi við uppstokkun á fjárveitingareglunum þegar hugsað er um hagsmuni og þarfir barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra? Og hvernig þurfum við að standa að umræðum um reglur um lágmarksþjónustu við nemendur og skóla til að styðja við menntun án aðgreiningar og móta samstöðu um þær? Í þessu sambandi er ástæða til að undirstrika sérstaklega þá niðurstöðu úttektarinnar að fagleg starfs- þróun starfsfólks skóla sé að öllum líkindum mikilvægasta lyftistöngin til að auka gæði menntunar án aðgreiningar. Það er lykilat- riði að niðurstöðum um faglega starfsþróun og stuðning við starfsfólk í daglegri önn skólastarfsins verði fylgt vel eftir og að þeim verði vísað til samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem er hinn rétti vettvangur fyrir úrvinnslu á þeim. Við sem störfum í skólum landsins höf- um ríka ábyrgð sem fagstétt að taka virkan þátt í umræðum sem þurfa að fara fram um þessi brýnu menntapólitísku mál og hafa áhrif til hagsbóta fyrir skólastarf, menntun og farsæld allra barna og ungmenna þessa lands, almenna skólakerfið og samfélagið. Við höfum í höndunum gagnlegan grunn til að standa á og efnivið til að þróa málin áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.